Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 1 hour 22 min ago

Mikilli rigningu spáð suðaustanlands

Sun, 08/31/2014 - 16:17
Veðurstofa Íslands segir að búist sé við mikilli rigningu suðaustanlands fram á nótt og er hætt við skriðum á þeim slóðum.

Sex látnir í París

Sun, 08/31/2014 - 16:02
Tala látinna hefur farið hækkandi í úthverfi Parísar þar sem fjölbýlishús jafnaðist að hluta til við jörðu í sprengingu. Að sögn yfirvalda hafa sex látist. Ellefu slösðust, þar af fjórir alvarlega.

Umhverfis hnöttinn með Lego

Sun, 08/31/2014 - 15:23
Nafnarnir Kristján Eggertsson og Kristján Örn Kjartansson hjá KRADS arkitektum hafa undanfarin fjögur ár nýtt sér Lego-kubba við kennslu í arkitektúr og þróun verkefna í listaháskólum víðsvegar um heiminn.

„Gætu verið komnir gígar á morgun“

Sun, 08/31/2014 - 14:31
Ármann Höskuldsson, jarðvísindamaður á Raunvísindastofnun, hefur verið við eldstöðvarnar í Holuhrauni í dag. Ármann segir gosið hafa verið kröftugt í allan dag. „Nú bíður maður eftir því að það fari að dragast saman og mynda einn gíg,“ segir Ármann. Til stendur að fljúga yfir svæðið í fyrramálið.

Enginn vildi ráða hana í vinnu

Sun, 08/31/2014 - 13:58
Árið 1997 voru ekki margir asískir veitingastaðir á Íslandi. Því þótti það nokkuð sérkennilegt þegar einn slíkur spratt upp í Borgarnesi árið 1997.

Grunur um ebólusmit í Stokkhólmi

Sun, 08/31/2014 - 13:35
Grunur leikur á að ebólusmit hafi greinst í manni í Stokkhólmi. Þetta segir embættismaður í samtali við AFP-fréttaveituna. Fram kemur á vef Svenska Dagbladet í dag, að einn maður hafi veikst eftir að hafa heimsótt svæði þar sem ebólufaraldurinn hefur geisað. Viðkomandi er nú haldið í sóttkví.

Smurstöðin opnuð í „húsinu þínu“

Sun, 08/31/2014 - 13:20
„Nafnið er dálítið djarft en við þurfum að standa undir þessu,“ segir Jóhannes Stefánsson, annar eigenda Smurstöðvarinnar sem opnuð verður í Hörpu á miðvikudag. Eflaust eiga margir erfitt með að ímynda sér smurstöð í Hörpu, en það kann að breytast þegar þeir heyra að um smurbrauðsstað er að ræða.

Fjöldamótmæli í Hong Kong

Sun, 08/31/2014 - 13:13
Lýðræðissinnar í Hong Kong heita því að berjast gegn ákvörðun kínverskra stjórnvalda sem gerir þeim kleift að stjórna því hverjir frambjóðendur verða fyrir kosningarnar árið 2017. Fjöldamótmæli hafa staðið yfir í Hong Kong í dag.

Stjarnan rígheldur í titilvonirnar

Sun, 08/31/2014 - 12:55
Stjarnan rígheldur í vonina um að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil karla í knattspynru eftir mikilvægan 3:2-útisigur á KR í 18. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Stjarnan er með 39 stig í 2. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir toppliði FH sem hefur 41 stig í 1. sætinu. Að sama skapi eru möguleikar KR á að verja Íslandsmeistaratitlnum að segja má úr sögunni. KR hefur 32 stig í 3. sæti.

Fluttur með þyrlu eftir vinnuslys

Sun, 08/31/2014 - 12:29
Vinnuslys varð í Landssveit í Rangárvallasýslu síðdegis í dag. Lögreglan á Hvolsvelli segir að einn maður hafi verið fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild í Reykjavík.

Tvennt slasað eftir að húsbíll splundraðist

Sun, 08/31/2014 - 12:24
Karl og kona voru flutt til Reykjavíkur á slysadeild eftir að húsbíll sem þau voru í splundraðist í miklu hvassviðri á Suðurlandsvegi undir Eyjafjöllum í morgun. Fólkið, sem eru erlendir ferðamenn, er ekki sagt vera alvarlega slasað.

Nauðgarar fengu bara viðvörun

Sun, 08/31/2014 - 12:15
Yfirvöld í Rotherham hafa brugðist, hundsað skýrslur um grimmdarverk gegn ungum stúlkum af hálfu ungra innflytjenda eða afkomenda þeirra. Hræðsla við á fá á sig rasistastimpil virðist hafa verið hemill á vinnu sumra embættismanna.

Morgunblaðið til bjargar

Sun, 08/31/2014 - 11:50
Valur og Sigurður Sigurðssynir voru á gæsaveiðum í Mývatnssveit þegar bíllinn þeirra, Toyota Hilux eða „Gamli gráni“ eins og þeir kölluðu hann, varð rafmagnslaus. Þeir stóðu því uppi á vegi í kolvitlausu veðri, miklum vindi og gríðarlegri rigningu og biðu hjálpar. Enginn stoppaði hins vegar fyrr en fararskjóti Morgunblaðsins kom aðvífandi.

Umsóknirnar fleiri en var áætlað

Sun, 08/31/2014 - 10:52
Rúmlega 65 þúsund umsóknir hafa borist ríkisskattstjóra um leiðréttingu á höfuðstólslækkun verðtryggðra lána síðan opnað var fyrir umsóknir um miðjan maímánuð. Auk þess hafa um 24 þúsund manns sótt um heimild til að ráðstafa séreignarsparnaði til greiðslu húsnæðislána eða húsnæðissparnaðar.

Hlutar Kaupmannahafnar á floti

Sun, 08/31/2014 - 09:58
Hlutar Kaupmannahafnar voru á floti í morgun eftir mesta úrhelli sem gert hefur í borginni síðan 2. júlí 2011. Á þremur tímum í morgun féll regn sem samsvaraði 104 mm.

Íslenski boltinn í beinni - sunnudagur

Sun, 08/31/2014 - 09:55
Sex leikir eru á dagskrá í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í dag þegar 18. umferð deildarinnar er leikin í heilu lagi. Fylgst er með gangi mála í ÍSLENSKI BOLT­INN Í BEINNI hér á mbl.is

Fjölbýlishús hrundi eftir sprengingu

Sun, 08/31/2014 - 09:50
Þrír létust þegar fjögurra hæða fjölbýlishús hrundi í kjölfar sprengingar í úthverfi Parísar í Frakklandi í dag. Átta ára gamalt barn er á meðal þeirra sem létust.

Vísindamenn í návígi við gosið

Sun, 08/31/2014 - 09:34
Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands hefur birt nýtt myndskeið sem sýnir eldgosið í Holuhrauni, en vísindamenn voru á vettvangi fyrr í dag og sáu gosið í návígi.

Leki á Landspítala óviðunandi

Sun, 08/31/2014 - 09:19
Rigningarvatn lekur í gegnum þak Landspítalans við Hringbraut og settu vaktmenn fötur undir lekann í morgun. Dúkurinn á þaki hússins er upprunalegur og löngu farinn að gefa sig að sögn Ingólfs Þórissonar, yfirmanns eigna á spítalanum. Hann segir óviðunandi að rigningavatn leki á ganga spítalans.

Engar takmarkanir á flugi

Sun, 08/31/2014 - 09:04
Hættusvæði vegna blindflugs umhverfis Holuhraun hefur verið aflétt að sögn Isavia. Engar takmarkanir gilda lengur um flug vegna eldgossins. Viðbúnaðarstig vegna flugs hefur verið fært niður á appelsínugult.

Pages

Morgunblaðið