Morgunblaðið

Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 1 hour 53 min ago

Eigandi Liverpool: Réttur tímapuntkur

3 hours 11 min ago
John Henry, eigandi enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool segir ákvörðunina um að selja Luis Suárez frá Liverpool til Barcelona hafa verið tekna á réttum tímapunkti.

Milljónasti ferðamaðurinn væntanlegur

3 hours 14 min ago
Líklega mun sá fjöldi erlendra gesta sem leggur leið sína til landsins ná yfir eina milljón í ár. Þetta staðfestir Ferðastofa. Aldrei hafa svo margir ferðamenn stigið á íslenska grund á einu ári.

Dóttir Castros meðal farþega?

3 hours 17 min ago
Flug­vall­ar­yf­ir­völd í borg­inni Ouaga­dougou í Burk­ina Faso segja að Mariela Castro, dóttir Rauls Castros, forseta Kúbu, hafa verið um borð í vél Air Algerie sem hrapaði í Malí í dag.

Leita flaksins í eyðimörkinni

3 hours 22 min ago
Flugvallaryfirvöld í borginni Ouagadougou í Burkina Faso segja að búið sé að finna flak vélar Air Algerie. Það sama kemur fram í tísti flugfélagsins. Varnarmálaráðherra Frakklands segir hins vegar að enn hafi hvorki fundist tangur né tetur af flakinu.

Segja Dag hafa notið bílafríðinda umfram aðra

3 hours 44 min ago
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram bókun á fundi í dag þar sem þeir telja að borgarfulltrúi hafi notið bílafríðinda hjá borginni umfram aðra borgarfulltrúa í verulegum mæli án þess að formleg ákvörðun hafi verið tekin sem heimili slíkt.

Radcliffe: „Ég hef stundað helling af góðu kynlífi“

4 hours 22 min ago
Daniel Radcliffe, leikarinn góðkunni sem túlkaði hlutverk Harrys Potter á hvíta tjaldinu, segir í viðtali við The Daily Star frá reynslu sinni af kynlífi. Þar á meðal segir hann frá fyrstu kynlífsreynslu sinni, sem var að hans mati mjög góð.

Áhersla lögð á kynferðisbrotamál

4 hours 23 min ago
„Ég er jákvæð og spennt fyrir að takast á við verkefnið. Einhverjar áherslubreytingar verða með nýju fólki eins og gjarnan er og verða þær mjög líklega í samræmi við áherslur okkar á Suðurnesjum,“ segir Sig­ríður Björk Guðjóns­dótt­ir, nýskipaður lögreglustjóri í Reykjavík.

Fimm kenningar um hvarfið

6 hours 17 min ago
Vélar Air Algerie flugfélagsins, með 116 manns um borð, er saknað. Fimm kenningar hafa þegar komið fram um hvarfið.

Lyfjanefndin setur Kraus í bann

6 hours 21 min ago
Michael Kraus, leikmaður Göppingen og þýska landsliðsins í handknattleik, hefur verið dæmdur í ótímabundið keppnisbann af lyfjanefnd þýska handknattleikssambandsins.

„Alltaf hægt að gera betur“

6 hours 53 min ago
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar hlakkar til að takast á við starfið, en segist þurfa að ljúka ýmsum verkefnum á næstu dögum svo hann geti byrjað með hreint borð. Hann er búsettur í Garðabæ og segir þau hjónin ekki hafa tekið afstöðu til þess ennþá hvort þau flytji í Hafnarfjörðinn.

Stefán: Heimilisofbeldismál í forgang

7 hours 31 min ago
Stefán Eiríksson var í dag ráðinn sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Hann á von á að það verði áhugavert að takast á við velferðarmál frá öðru sjónarhorni en hann gerir nú. Stefán segir samstarf lögreglu og velferðaryfirvalda á höfuðborgarsvæðinu gott, en það megi alltaf bæta.

Hrægammasjóður vildi skýrslur um gos

7 hours 44 min ago
Í kringum eldgosið í Eyjafjallajökli hafði hrægammasjóðurinn Elliott Management Corporation samband við við eldfjallafræðinginn Harald Sigurðsson og óskaði eftir skýrslum um gosið og líkindi á hvort það væri vaxandi eða dvínandi. Nýlega var sagt frá því að sjóðurinn ætti stórar kröfur á föllnu bankana.

Forsetinn vakti lukku meðal skáta

7 hours 57 min ago
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, vakti lukku meðal skáta á landsmóti þeirra á Hömrum í gærkvöldi. Ólafur rölti um svæðið, ræddi við þátttakendur og var boðið í kvöldmat.

„Pínulítill þjófur“ í Hönnubúð

8 hours 13 min ago
Brotist var inn í Hönnubúð í Reykholti í Borgarfirði í nótt. Að sögn Jóhönnu Sjafnar Guðmundsdóttur, eiganda verslunarinnar, var sígarettupökkum og N1-eldsneytiskortum stolið. „Þetta hefur verið pínulítill þjófur.“

Redknapp: Erfitt að semja við Kolbein

11 hours 58 min ago
Harry Redknapp, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins QPR, segir að erfitt sé að ná samningum við Kolbein Sigþórsson um að gerast leikmaður félagsins.

Hröpuðu í hafið á góðgerðaflugi

12 hours 6 min ago
Bandarískur unglingspiltur og faðir hans, sem ætluðu að flúgja umhverfis hnöttinn fyrir gott málefni, hröpuðu í hafið á þriðjudag og létu báðir lífið. Fjölskylda þeirra segir að feðgarnir hafi gert sér grein fyrir áhættunni.

Bílar rispaðir með hvössu áhaldi

Wed, 07/23/2014 - 23:47
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í nótt tilkynnt um skemmdir á 9 bílum í austurhluta borgarinnar. Virtist sem gengið hafi verið á röðina og þeir rispaðir með hvössu áhaldi. Þá var tilkynnt um ungan menn sem gekk á milli bíla og reyndi að komast inn í þá.

Stjórnvöld sýna á spilin

Wed, 07/23/2014 - 22:30
Á næstu mánuðum verður tímasettri áætlun íslenskra stjórnvalda um afnám hafta, sem nefnist „Project Irminger“, hrundið í framkvæmd, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

50 milljóna rúmmetra skriða

Wed, 07/23/2014 - 22:30
Jarðvegurinn í skriðunni sem féll í Öskju jafnast á við heilt fjall. Skriðan sem féll seint að kvöldi mánudags við Öskjuvatn er um 1,2 km breið þar sem hún er breiðust og nær hún um einn kílómetra frá fjallseggjum og fram á vatnsbakkann.

Óttast offramboð á veturna

Wed, 07/23/2014 - 22:30
Mikil fjölgun hótelherbergja í miðborg Reykjavíkur á næstu árum mun auka samkeppnina um viðskiptavini verulega og gæti nýtingin yfir veturinn því minnkað.

Pages