Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 2 hours 20 sec ago

Skónum mögulega komið fyrir

2 hours 31 min ago
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stjórnar rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir það mögulegt að skónum sem fundust í Hafnarfirði í gærkvöldi hafi verið komið þar fyrir.

Steinar og Þórunn aðstoðarmenn umhverfisráðherra

2 hours 37 min ago
Steinar Kaldal og Þórunn Pétursdóttir hafa verið ráðin aðstoðarmenn Bjartar Ólafsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra. Þau hefja störf í næstu viku.

Hvert mark gegn Angóla er dýrmætt

3 hours 7 min ago
Hvert mark í leik Íslands gegn Angóla á heimsmeistaramóti karla í handknattleik í Frakklandi í kvöld getur skipt sköpum í baráttunni um sæti í 16 liða úrslitum mótsins.

Leitin að Birnu í hnotskurn

3 hours 10 min ago
Birna Brjánsdóttir kvaddi föður sinn á föstudagsmorgunn eins og venjulega. Um kvöldið fór hún ásamt vinkonu sinni í miðbæinn. Þær spiluðu á Nora Magasin og fóru svo á skemmtistaðinn Húrra til að dansa. Birna sást síðast á eftirlitsmyndavél við Laugaveg 31, undir morgunn á laugardag.

50-60 manns leita í Hafnarfirði

3 hours 32 min ago
„Nú ætlum við að nota dagsbirtuna til þess að leita hérna í kringum Hafnarfjarðarhöfnina og það verður leitað með bátum, gönguhópum og jafnvel drónum,“ sagði Lárus Steindór Björnsson svæðisstjóri björgunarsveita þegar leit var að hefjast að Birnu Brjánsdóttur í morgun. Um 50-60 manns leita.

Kókaínið var eins og púki á öxlinni

3 hours 51 min ago
Leikarinn Dennis Quaid átti við mikinn fíkniefnavanda að etja á sínum yngri árum, en hann segist hafa verið farinn að óttast um líf sitt.

Kafbátur og kafarar í Hafnarfirði

3 hours 58 min ago
Um eitt hundrað björgunarsveitarmenn leita núna að Birnu Brjánsdóttur eða vísbendingum um hvarf hennar á svæðinu þar sem skórnir, sem hugsanlega eru í hennar eigu, fundust í Hafnarfirði. Kafbátur verður notaður við leitina og kafarar munu fara í höfnina.

Hætta leit að MH370

Mon, 01/16/2017 - 22:23
Neðansjávarleit að braki úr farþegaþotu Malaysia Airlines, flugi MH370, sem hvarf af ratsjám 8. mars 2014, hefur verið hætt. 239 voru um borð þegar vélin hvarf en ekkert hefur spurst til hennar síðan.

Kuldalegt með útsynningi og éljum

Mon, 01/16/2017 - 22:00
Dagurinn byrjar kuldalega með allhvössum útsynningi og éljagangi, en lægir síðan smám saman og rofar til, segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Mega vera einir á ný

Mon, 01/16/2017 - 21:30
Flugfélögin Icelandair og WOW air hafa slakað á þeirri öryggisreglu að aldrei séu færri en tveir úr áhöfn inni í flugstjórnarklefa farþegaþotna sinna. Reglunni var komið á eftir að flugmaður þotu Germanwings sem þjáðist af þunglynd grandaði vél sinni vísvitandi í frönsku Ölpunum í mars árið 2015.

200 króna klósettgjald í Dyrhólaey

Mon, 01/16/2017 - 21:30
Ný salernisaðstaða við Dyrhólaey kostar tæpar 40 milljónir, en stefnt er að því að hún verði komin í gagnið í mars næstkomandi. Bæði þarf að leggja rafmagn og bora fyrir vatni á staðnum.

Þór sigldi til Færeyja eftir olíu

Mon, 01/16/2017 - 21:30
Varðskipið Þór, sem var á Austfjarðamiðum fyrir helgi, skaust þaðan til Færeyja og tók þar 550 þúsund lítra af olíu.

Lögregla lokar af Hafnarfjarðarhöfn

Mon, 01/16/2017 - 17:35
Lögreglan er búin að loka af svæði við syðsta hluta hafnarsvæðisins við Hafnarfjarðarhöfn. Fjölmiðlum er meinaður aðgangur að svæðinu. Ágúst Svansson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni sagði í samtali við mbl.is að fundist hafi skór sem gæti hafa verið af Birnu.

Bæjarbúum boðin áfallahjálp eftir 3 dauðsföll

Mon, 01/16/2017 - 15:36
Asii Chemnitz Narup borgarstjóri Nuuk á Grænlandi fór í dag með neyðarteymi til bæjarins Tasiilaq á Grænlandi eftir að morð og tvö sjálfsvíg voru framin í bænum í einni og sömu vikunni. Neyðarteymið samanstendur af geðlækni og sálfræðingum sem ætlað er að veita bæjarbúum áfallahjálp.

Siðanefnd rannsakar lúxusfrí Trudeaus

Mon, 01/16/2017 - 15:12
Formaður siðanefndar kanadíska þingsins tilkynnti í dag að hann muni hefja rannsókn á lúxusfríi forsætisráðherrans Justin Trudeau á einkaeyju í eigu milljarðamæringsins og mannvinarins Aga Khan.

Lars elskar Ísland en segir eitt pirrandi við landsliðið

Mon, 01/16/2017 - 14:55
Eins og greint var frá hér á mbl.is fyrr í kvöld var Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, útnefndur þjálfari ársins 2016 í Svíþjóð.

Lars elskar Ísland en segir eitt pirrandi við landsliðið

Mon, 01/16/2017 - 14:55
Eins og greint var frá hér á mbl.is fyrr í kvöld var Lars Lagerbäck, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, útnefndur þjálfari ársins 2016 í Svíþjóð.

Standa frammi fyrir 1.000 bita púsli

Mon, 01/16/2017 - 14:31
Lögreglan er áfram á fullu að greina gögn og feta sig áfram í gegnum þær mögulegu vísbendingar sem hafa borist um hvarf Birnu Brjánsdóttur, sem ekki hefur sést síðan aðfaranótt laugardags. Þetta segir Ágúst Svansson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni og yfirmaður leitar og björgunar.

McDonalds fæðir heimilislausa í Róm

Mon, 01/16/2017 - 14:23
Það vakti litla hrifningu hjá mörgum þegar McDonalds skyndibitakeðjan opnaði veitingastað í næsta nágrenni við Péturstorgið í Róm í lok síðasta mánaðar. Skyndibitakeðjan virðist þó reiðubúinn að taka upp eitt þeirra mála sem eru Frans páfa kær – að fæða þá sem eru hungraðir.

Náðu byssumanni árásarinnar í Istanbúl

Mon, 01/16/2017 - 14:01
Tyrkneska lögreglan handtók í dag árásarmanninn sem skaut 39 manns til bana í næturklúbbi í Istanbúl á gamlárskvöld.

Pages

Morgunblaðið