Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 2 hours 59 min ago

„Blátt tungl“ yfir Íslandi

4 hours 17 min ago
Á Facebooksíðu Stjörnufræðivefsins segir að þegar tvö full tungl verða í sama mánuði er seinna fulla tunglið kallað blátt tungl. Í kvöld klukkan 10:43 varð einmitt þetta seinna fulla tungl mánaðarins, sem þýðir að í kvöld er blátt tungl.

Lynn Anderson látin

5 hours 38 min ago
Lynn Anderson, sem er einna þekktust fyrir að hafa sungið lagið I Never Promised You a Rose Garden, lést í gær, 67 ára að aldri. Í yfirlýsingu frá fjölskyldu hennar segir að hún hafi dáið á Vanderbilt sjúkrastofnuninni í Nashville í Tennesseeríki í Bandaríkjunum.

Líf og fjör á Unglingalandsmóti

6 hours 2 min ago
Keppni á Unglingalandsmótinu hófst snemma í morgun með greinum í knattspyrnu, körfuknattleik, frjálsum íþróttum og pílukasti. Keppni hófst síðan í öðrum greinum eftir hádegi og var keppt til klukkan 18.

Rúm sem kemur þér á fætur

6 hours 20 min ago
Áttu erfitt með að fara fram úr rúminu á morgnana? „Bara fimm mínútur í viðbót“ - en svo sefur maður yfir sig til hádegis. Hér er komin lausnin við því, rúm sem kemur þér á fætur, bókstaflega, á núlleinni.

Opna fyrsta sushivagninn á Íslandi

6 hours 33 min ago
„Okkur langaði til þess að lækka verðið á sushimarkaðinum og gera fólki kleift að fá sér sushi oftar og á ódýran hátt,“ segir Hulda Björg Jónsdóttir í samtali við mbl.is, en hún opnaði í gær ásamt sambýlismanni sínum, Arnþóri Stefánssyni, og Lúðvík Þór Leóssyni fyrsta sushivagninn hér á landi.

Ísland aftarlega á merinni

6 hours 46 min ago
Ísland er í fararbroddi í frjósemislækningum á heimsvísu en situr aftarlega á merinni hvað varðar þátttöku ríkisins í kostnaði við frjósemisaðgerðir. Þetta segir Guðmundur Arason kvensjúkdómalæknir, en hann fer fyrir ráðstefnu norrænna heilbrigðisstarfsmanna sem starfa á sviði frjósemislækninga.

Ferðamaðurinn „fundinn“ og kominn á Mýrarboltann

6 hours 52 min ago
Norbert Hillebrand, þýski ferðamaðurinn sem lögreglan lýsti eftir í gær,m er kominn fram. Hillebrand var í raun aldrei týndur, heldur varð misskilningur milli hans og félaga hans til þess að talið var að hann væri týndur.

Dunkin' Donuts - Myndir

9 hours 34 min ago
Dunkin' Dounuts opnar innan tíðar í miðborg Reykjavíkur. Ljósmyndari mbl.is fékk að skyggnast bak við tjöldin til að sjá hverju landsmenn mega eiga von á á þessum nýjasta matsölustað borgarinnar.

Drap mann með straubretti

9 hours 54 min ago
Rostam Notarki, eigandi sælkerakrár í Lundúnum, hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að hafa orðið manni að bana þegar hann barði hann með straubretti. Synir hans fengu dóma fyrir að hafa falið myndbandsupptökur af atburðinum.

Óskar upplýsinga um nauðganir

10 hours 19 min ago
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, hefur farið fram á að innanríkisráðherra svari því hversu margar nauðganir hafa verið kærðar frá aldamótum til og með 8. september 2015 þegar Alþingi kemur saman eftir sumarfrí. Þá hefur hann óskað eftir því að upplýsingarnar verði flokkaðar eftir dagsetningu og staðsetningu.

Mýrarboltanum frestað til sunnudags

10 hours 25 min ago
Mótshaldið í Mýrarboltanum á Ísafirði hefur verið frestað til sunnudags vegna veðurs en spáin fyrir morgundaginn er ekki glæsileg fyrir vestan. Bæjarblaðið Bæjarins besta greindi frá þessu nú síðdegis.

Viðey, Hrísey eða Heimaey?

10 hours 34 min ago
Eyjafarar voru hressir á leið í bátsferðir dagsins í Landeyjahöfn. Sumir ætluðu að troða upp í brekkunni, aðrir vildu hitta Páleyju lögreglustjóra og enn aðrir vonuðust til þess að eiga stund með Bubba Morthens. Einstaka gestir höfðu þó engar áætlanir og vissu ekki til hvaða eyju förinni væri heitið

Ódýrir WOW miðar ruku út

10 hours 45 min ago
„Gerið ykkur tilbúin fyrir 99 dollara flug til - skiptir ekki máli. Þú misstir af því,“ skrifar blaðamaður Boston Globe og vísar til tilboðs WOW air. Félagið bauð upp á flugfar frá Boston og Washington til Parísar og Amsterdam fyrir aðeins 99 dollara, eða um 13 þúsund krónur.

Allt stopp á Selfossi

12 hours 11 min ago
Mjög þung umferð er nú á Suðurlandi og þá einkum innan marka Selfoss. Lögreglumaður á Suðurlandi, sem mbl.is ræddi við, segir ökumenn verða að sýna biðlund.

Möguleg ofbeldismál þögguð niður

13 hours 22 min ago
Kvenréttindafélag Íslands hvetur lögreglustjóra Vestmanneyja til að draga til baka tilmæli sín um að ekki verði greint frá nauðgunarmálum sem upp koma á Þjóðhátíð í Vestmanneyjum í ár.

Sökuðu Mylluna um blekkingar

13 hours 42 min ago
Heitar umræður um ný Brioche hamborgarabrauð Myllunnar sköpuðust í hópi fagmanna í veitingabransanum á Facebook sem töldu að verið væri að blekkja neytendur. Í auglýsingum Myllunnar segir að uppskriftin sé byggð 600 ára gamalli franskri hefð í bakstri.

Avril Lavigne með Lyme sjúkdóm

13 hours 59 min ago
Söngkonan Avril Lavigne hélt á dögunum sína fyrstu tónleika ári eftir að hún var greind með Lyme sjúkdóm. Sjúkdómurinn berst í menn eftir bit skógarmítils og leggst á miðtaugakerfið.

Efast um ákvörðun lögreglustjórans

14 hours 26 min ago
„Ég lýsi yfir nokkrum efasemdum um þessa ákvörðun. Ég tel að þetta sé ekki endilega til hagsbóta, að ekki sé sagt frá kynferðisbrotum eftir að þau hafa átt sér stað,“ segir Katrín.

Hóta að beita Ísland refsiaðgerðum

14 hours 34 min ago
Rússar munu jafnvel grípa til refsiaðgerða gagnvart sjö ríkjum sem hafa lýst yfir stuðningi við refsiaðgerðir Evrópusambandsins gagnvart Rússum. Meðal þeirra er Ísland.

Heilt ár úti í náttúrunni

15 hours 12 min ago
Norsku hjónin Elise Theoline Skagøy og Andreas Skagøy eru ekki eins og hjón flest. Þetta unga par ákvað í fyrra að selja íbúðina sína og flytja út í náttúruna. Í heilt ár hafa þau nú bara lifað á því sem náttúran gefur af sér og hafa haldið úti bloggsíðunni Et liv ute.

Pages

Morgunblaðið