Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 1 hour 3 min ago

„Aðstöðuleysið stendur okkur fyrir þrifum“

1 hour 29 min ago
Forráðamenn íshokkíliðsins Esjunnar eru afar óánægðir með þá aðstöðu eða aðstöðuleysi sem þeim er boðið upp á í Skautahöllinni í Laugardal. Þeir telja sig hafa mætt litlum skilningi við óskum sínum til úrbóta t.d. hvað varðar geymslur fyrir búnað sinn.

Hengd í fangelsi í Teheran

1 hour 43 min ago
Írönsk yfirvöld hafa tekið konu af lífi sem myrti karlmann sem hún sakaði um að hafa reynt að nauðga henni. Reyhaneh Jabbari, sem var 26 ára gömul, var hengd í fangelsi í Teheran, höfuðborg Írans, þrátt fyrir alþjóðlegt ákall um að stöðva aftökuna.

Google-stjóri sló met Baumgartners

2 hours 5 min ago
Alan Eustace, aðstoðarforstjóri Google, hefur slegið met sem austurríski ofurhuginn Felix Baumgartner setti árið 2012 með því að stökkva úr um 40 km hæð til jarðar. Met Baumgartners var 39 km.

Haukarnir gerðu nóg

2 hours 15 min ago
Í gærkveldi tóku taplausir Haukar á móti nýliðum Fjölnis í þriðju umferð Domino's-deildar karla í körfuknattleik. Fyrirfram var hægt að tala um skyldusigur Hauka þar sem Fjölnismenn hafa ekki náð að vinna leik og hafa ekki sýnt hingað til að það sé líklegt gegn sterkari liðum deildarinnar.

Sólin yljar rjúpnaskyttum í vetrarkulda

Fri, 10/24/2014 - 23:04
Öðrum degi rjúpnaveiðitímabilsins af tólf lauk í gær og víða voru rjúpnaskyttur á vappi í leit að jólasteikinni með haglabyssu í hendi. Eflaust munu margir halda til veiða í dag á fyrsta vetrardegi.

Handtekinn eftir líkamsárás

Fri, 10/24/2014 - 23:02
Lögreglan handtók mann á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur á fjórða tímanum í nótt í tengslum við líkamsárás og var hann vistaður í fangageymslu. Sá sem varð fyrir árásinni var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild en meiðslin eru ekki talin alvarleg. Alls gista nú fimm í fangageymslum.

290 milljarðar í kröfur

Fri, 10/24/2014 - 22:30
Lýstar kröfur í þrotabú lögaðila í ár nema um 187,3 milljörðum króna og 103 milljörðum hjá einstaklingum. Þetta kemur fram í samantekt Creditinfo sem unnin var að beiðni Morgunblaðsins.

Neyðarlög í gildi á Sínaískaga

Fri, 10/24/2014 - 17:10
Stjórnvöld í Egyptalandi hafa fyrirskipað neyðarlög á Sínaískaga eftir að 30 hermenn létu þar lífið þegar bílasprengja sprakk við fyrr í dag. Þrjátíu til viðbótar særðust, en talið er að hóp­ur íslam­ista hafi staðið á bak við hermd­ar­verkið.

„Hann virkaði mjög eðlilegur“

Fri, 10/24/2014 - 16:01
Nemanda við Marysville-Pilchuck mennta­skól­an­n í Washington-ríki sem hóf skotárás í skólanum fyrr í dag, hefur verið lýst af bekkjarfélögum sem hamingjusömum og vinsælum ruðningsspilara, sem nýlega hafði lent í ágreiningi við annan nemanda.

17 ára tekinn á rjúpnaveiðum

Fri, 10/24/2014 - 15:35
Lögreglan í Borgarnesi lagði í dag hald á haglabyssu og skotfæri sautján ára gamallar skyttu sem hafði komið sér fyrir í Bröttubrekku til að skjóta rjúpu. Skyttan unga hafði þegar skotið eina rjúpu, og lagði lögregla einnig hald á hana.

Enn á eftir kjörum annarra kennara

Fri, 10/24/2014 - 15:12
Ríkissáttasemjari lagði fram nýtt tilboð á kjaraviðræðufundi með Félagi tónlistarskólakennara í dag. Að sögn Sigrúnar Grendal Jóhannsdóttur, formanni félagsins, ber enn nokkuð í milli og ef miðað er við það tilboð sem er á borðinu sé enn nokkuð langt í land.

Sjötíu ár frá strandi við Viðey

Fri, 10/24/2014 - 15:12
Þessa nótt skall á ofsaveður sem gerði björgunarstarf erfitt, sjórinn gekk látlaust yfir skipsflakið, stormur og kuldi nísti í niðamyrkri. Það var þegar fimmtán manns fórust með kanadíska tundurspillinum Skeenu sem strandaði við Viðey 25. október 1944. Á morgun verður þess minnst að 70 ár eru frá strandinu.

Gamall draumur að rætast

Fri, 10/24/2014 - 14:58
Hún var mjög pólitískur krakki og ætlaði sér að verða forsætisráðherra, þar til hún áttaði sig á því að erfitt væri að breyta skoðunum annarra. Listakonan Gabríela Friðriksdóttir fer sínar eigin leiðir. „Ég ætlaði hins vegar ekki að vera alþingismaður eða neitt slíkt, bara forsætisráðherra strax. Og alls ekki forseti, því ég var búin að komast að því að forsætisráðherra réði öllu,“ segir Gabríela og hlær.

Óttast um fleiri smit í Malí

Fri, 10/24/2014 - 14:48
Óttast er að fleiri hafi smitast af ebóluveirunni í Malí, eftir að tveggja ára gömul stelpa sem var fyrsti staðfesti sjúklingurinn þar í landi, lést í dag. Stúlkan var ný­lega kom­in til lands­ins eft­ir heim­sókn til Gín­eu, þar sem hún sýkt­ist.

Verkfallið hefði mikil áhrif á nemana

Fri, 10/24/2014 - 14:41
Boðaðar verkfallsaðgerðir Læknafélags Íslands munu meðal annars hafa töluverð áhrif á nemendur á fjórða, fimmta og sjötta ári í læknisfræði í Háskóla Ísladns sem stunda verknám á Landspítalanum.

Ríkissaksóknari rannsakar meintan leka

Fri, 10/24/2014 - 09:14
Ríkissaksóknari ætlar að taka til rannsóknar ætluð brot vegna leka trúnaðargagna um samkeppnismál til Kastljóss. Þetta kemur fram á vef RÚV.

„Ætla að taka Breivik á þetta“

Fri, 10/24/2014 - 08:44
Ríkissaksóknari hefur ákært karlmann á sextugsaldri fyrir ýmis brot, m.a. brot gegn valdstjórninni og líkamsárás. Í mars 2012 hafði maðurinn í frammi ógnandi framkomu og hótaði sýslumanninum í Keflavík og öðrum starfsmönnum líkamsmeiðingum. Þar sagðist hann ætla að sækja skotvopn og „ætla að taka Breivik á þetta“.

Di María verður með gegn Chelsea

Fri, 10/24/2014 - 08:43
Ángel di María hefur jafnað sig af meiðslum og er klár í slaginn með Manchester United gegn Chelsea á sunnudaginn í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

Hald lagt á 44 skammbyssur

Fri, 10/24/2014 - 08:33
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt hald á 44 skammbyssur og 18 loftskammbyssur frá árinu 2007. Þetta kemur fram í tölfræði frá upplýsinga- og áætlanagerð lögreglunnar. Einnig hefur verið lagt hald á 213 haglabyssur og 136 rifla á sama tíma.

„Þetta er ekki að fara gerast“

Fri, 10/24/2014 - 08:09
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir að það komi ekki til greina að Bretland greiði Evrópusambandinu viðbótargreiðslu upp á 1,7 milljarða evra, sem samsvarar um 330 milljörðum króna, eftir rúman mánuð.

Pages

Morgunblaðið