Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 2 hours 44 min ago

Varað við ferðalögum á Austurlandi

Wed, 02/10/2016 - 23:31
Það er slæm spá fyrir austanvert landið og varað við ferðalögum þar á vef Veðurstofu Íslands. þar er spáð suðaustan 10-18 m/s með snjókomu og skafrenningi en slyddu við suðaustur ströndina.

Slasaðist við að forða sér undan geitungi

Wed, 02/10/2016 - 23:20
ISS á íslandi var í gær dæmt til að greiða starfsmanni sínum skaðabætur vegna líkamstjóns sem hann varð fyrir í störfum sínum hjá fyrirtækinu að Grundartanga. Viðkomandi hafði dottið um poka þegar hún var að forðað sér undan geitungi.

Er þetta dýrasti fm landsins?

Wed, 02/10/2016 - 23:00
við Framnesveg 14 í Reykjavík stendur mikið endurnýjuð 35 fm risíbúð. Búið er að innrétta íbúðina á smekklegan hátt en það sem vekur athygli er verðið á íbúðinni. Á hana eru settar 20 milljónir króna eða 571.000 krónur fyrir hvern fm.

Bjargað úr höndum hrotta

Wed, 02/10/2016 - 22:36
Tveimur ungum konum var bjargað úr lífsháska í Ástralíu í vikunni en þeim hafði verið haldið föngnum af manni í nokkrar klukkustundir. Maðurinn hafði naugðað þeim, barið þær og beitt þær margvíslegu ofbeldi.

Air Atlanta rekur 17 breiðþotur

Wed, 02/10/2016 - 21:30
Air Atlanta flutti á síðasta ári 1,5 milljónir farþega og 257 þúsund tonn með flugflota sínum sem samanstendur af 17 breiðþotum.

Bílamergðin við þolmörkin

Wed, 02/10/2016 - 21:30
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir að bregðast þurfi við mikilli fjölgun bílaleigubíla í bænum. Víða í bænum sé ástandið að nálgast þolmörk.

Í sérkennslu vegna kvíða

Wed, 02/10/2016 - 21:30
Námserfiðleikar eru ekki eina ástæðan fyrir því að rúm 28% grunnskólanemenda eru í sérkennslu.

Stóð á steini þegar aldan tók hann

Wed, 02/10/2016 - 15:30
Maðurinn sem lést við Reynisfjörðu í dag var kínverskur ríkisborgari, fæddur 1976. Hann var hér á ferðalagi ásamt eiginkonu sinni. Þetta kemur frá á vef lögreglunnar, sem birtir mynd af steininum þar sem maðurinn stóð þegar hann féll í sjóinn.

Aðgerðasinninn Beyoncé stígur fram

Wed, 02/10/2016 - 14:38
Tónlistarkonan Beyoncé hefur á augabragði umbreyst úr poppkúltúr-drottningu í aðgerðasinna með útgáfu lagsins Formation. Í verkinu tekur söngkonan afstöðu gegn lögregluofbeldi og lofsyngur svarta fegurð, en fram til þessa hefur farið fremur hljótt um aðkomu hennar að Black Lives Matter-hreyfingunni.

Ótrúlegur leikaraskapur (myndskeið)

Wed, 02/10/2016 - 14:34
Leikmenn U-19 ára liðs Celtic voru rændir sæti í 16-liða úrslitum unglingadeildar Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Liðið tók þá á móti Valencia og leikaraskapur eins leikmanns spænska liðsins tryggði Valencia líklega áframhaldandi þátttöku í keppninni.

Söfnun til styrktar Reykjadal

Wed, 02/10/2016 - 13:36
„Þetta er í rauninni bara einstakt fyrir fatlað fólk að komast í Reykjadal. Þar höfum við tækifæri á að gera svo margt sem ekki er hægt úti í hinu daglega lífi,“ segir Gunnar Karl Haraldsson sem glímt hefur við taugasjúkdóm frá barnæsku. Söfnunin Upplifun fyrir alla fer nú fram til styktar Reykjadal.

Þúsund ára hefð kastað fyrir róða

Wed, 02/10/2016 - 13:20
Lávarðadeild breska þingsins hefur ákveðið að framvegis verða lög konungsríkisins prentuð á hefðbundinn skjalapappír í stað kálfsskinns. Breytingunni hefur verið harðlega mótmælt af fjölda þingmanna, en hún er sögð munu spara ríkinu um 80.000 pund á ári.

Sjónir frambjóðenda beinast suður

Wed, 02/10/2016 - 12:38
Hillary Clinton og þeir frambjóðendur repúblikana sem keppast um að narta í hælana á Donald Trump horfa nú til þess að leggja New Hampshire að baki og einbeita sér að næstu orrustu, sem verður háð í Suður-Karólínu og Nevada.

Sendir Ísland rapplag í Eurovision?

Wed, 02/10/2016 - 12:26
Júlí Heiðar Halldórsson hefur margsinnis sent lag í Söngvakeppni Sjónvarpsins en aldrei haft erindi sem erfiði fyrr en nú. Með laginu „Spring yfir heiminn“ freistar hann þess, ásamt þeim Þórdísi Birnu og Guðmundi Snorra að verða fyrsta rappframflag Íslands í Eurovision.

Skítsama þó það séu ekki stórar tölur hérna

Wed, 02/10/2016 - 12:07
Í stað þess að fara hefðbundnar leiðir ákvað Gurrý þjálfari í The Biggest Loser að beita herkænsku við þjálfun liðs síns í þáttunum og fara aðra leið en Evert, hinn þjálfarinn, sem lagði hart að liði sínu. Ákvörðunin leiddi til harðra orðaskipta milli Gurrýjar og Ingu Lindar sem er kynnir í þáttunum.

Lætur hjartagallann ekki pirra sig

Wed, 02/10/2016 - 11:17
„Mér finnst þetta allt í lagi, ég þekki ekkert annað,“ segir Anney Birta Jóhannesdóttir, sem greindist með sjaldgæfan hjartagalla aðeins þriggja daga gömul. Á fyrstu þremur árum ævi sinnar fór hún í þrjár opnar hjartaaðgerðir og fjórar hjartaþræðingar.

365 sýknað af kröfu fyrrverandi ritstjóra

Wed, 02/10/2016 - 10:28
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað 365 miðla hf. af kröfu Freys Einarssonar, fyrrverandi ritstjóra fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis, en hann fór fram á að fyrirtækið greiddi honum 14,2 milljónir króna vegna 78 ónýttra orlofsdaga á árunum 2010.-2013.

Lögregluvakt við Reynisfjöru

Wed, 02/10/2016 - 10:22
Innanríkisráðherra og iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í samráði við lögregluna á Suðurlandi, hafa í ljósi endurtekinn atburða og nú síðast hörmulegs banaslyss í dag ákveðið að frá og með morgundeginum verði lögregluvakt við Reynisfjöru.

Sonur Stillers stal senunni

Wed, 02/10/2016 - 10:00
Zoolander 2 var frumsýnd fyrir skemmstu og hafa leikarar kvikmyndarinnar farið mikinn, enda hafa þeir þrammað ófáa rauða dregla síðustu daga.

Cameron vill Assange úr sendiráðinu

Wed, 02/10/2016 - 09:56
Julian Assange ætti að yfirgefa sendiráð Ekvador í Lundúnum og binda enda á „þessa sorgarasögu“, sagði David Cameron forsætisráðherra Breta á breska þinginu í dag. Hann sagði niðurstöðu nefndar Sameinuðu þjóðanna „fáránlega“.

Pages

Morgunblaðið