Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 24 min 48 sec ago

Fór út til að segja sögur

1 hour 38 min ago
Egill Örn Egilsson hefur starfað sem kvikmyndatökumaður, leikstjóri og framleiðandi í Los Angeles í aldarfjórðung. Undanfarin ár hefur hann mest unnið við sjónvarp, þætti eins og The Wire, CSI-seríurnar og Nikita. Þrátt fyrir gott gengi vestra hefur Egill ekki látið mikið á sér bera og veitir nú í fyrsta skipti blaðaviðtal á Íslandi. Tilefnið er verkefni sem hann er farinn að huga að hér heima en ekki má upplýsa um að svo stöddu.

Tæplega 40% búa enn heima

2 hours 10 min ago
Tæplega 40% Íslendinga á aldrinum 20-29 ára búa heima hjá foreldrum sínum samkvæmt tölum frá Hagstofu.

Áhöfnin ákærð fyrir morð

2 hours 11 min ago
Filippeysk lögregluyfirvöld hafa ákært eiganda og áhöfn farþegaferju sem hvolfdi á fimmtudag fyrir morð. „Þau fóru ekki varlega og sýndu þar með að það var ætlun þeirra að drepa. Þau voru viljandi óvarkár,“ sagði lögreglustjórinn Asher Dolina.

Lundavarp almennt svipað

2 hours 30 min ago
Fyrstu árlegu hringferð Erps Snæs Hansen, sviðstjóra vistfræðirannsókna hjá Náttúrustofu Suðurlands, um lundavörp landsins er senn að ljúka. Akurey í Faxaflóa stendur útaf en önnur vörp hafa nú verið könnuð og ábúðin mæld.

Stöðvuðu hópslagsmál unglinga

2 hours 39 min ago
Nokkuð var um að lögregla á höfuðborgarsvæðinu þyrfti að hafa afskipti af fólki vegna ölvunar eða fíkniefnaneyslu í nótt og eins var nokkuð um afskipti af ungu fólki.

Herskáar gæsir halda til í duftgarði

Fri, 07/03/2015 - 22:30
„Ég vil fá til mín meindýraeyði til þess að leggja á ráðin um hvað hægt sé að gera,“ segir Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarðanna.

Steingrímur ræðukóngur annað árið í röð

Fri, 07/03/2015 - 22:30
Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, er ræðukóngur Alþingis annað árið í röð.

Heillað af tæknilausn CRI

Fri, 07/03/2015 - 22:30
Kínverska stórfyrirtækið Zhejiang Geely Holding Group (Geely Group), ætlar að fjárfesta í Carbon Recycling International (CRI) fyrir 45,5 milljónir dollara eða um 6 milljarða króna næstu þrjú árin.

Ekki gert ráð fyrir stækkun

Fri, 07/03/2015 - 22:30
Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að ekki hafi verið gert ráð fyrir því að hægt yrði að stækka fangelsið á Hólmsheiði, þegar ráðist var í byggingu þess.

„Ég elska þig, bíddu eftir mér“

Fri, 07/03/2015 - 16:23
Hjón í Kaliforníu, sem höfðu verið gift í nærri 75 ár, dóu með innan við dags millibili. Með því uppfylltu þau loforð sitt hvort til annars um að deyja í friði í örmum hvort annars. Börnin þeirra segja að þau Jeanetta og Alexander Toczko í San Diego hafi verið óaðskiljanleg allt frá því þau hittust fyrst.

„Ég elska þig, bíddu eftir mér.“

Fri, 07/03/2015 - 16:23
Hjón í Kaliforníu, sem höfðu verið gift í nærri 75 ár dóu með innan við dagsmillibili. Með því uppfylltu þau loforð sitt hvort til annars um að deyja í friði í örmum hvors annars. Börnin þeirra segja að þau Jeanetta og Alexander Toczko í San Diego voru óaðskiljanleg annt frá því þau hittust fyrst.

„Gat ekki andað eftir sjálfsmarkið“ (myndskeið)

Fri, 07/03/2015 - 15:42
Laura Bassett segir að hún sé gjörsamlega niðurbrotin eftir að sjálfsmark hennar í uppbótartíma varð til þess að England missti af möguleikanum að leika til úrslita um heimsmeistaratitil kvenna í knattspyrnu.

Lögðu jarðsprengjur innan um líkin

Fri, 07/03/2015 - 15:42
Hryðjuverkasamtökin Boko Haram hafa drepið nærri 200 manns undanfarna tvo sólarhringa í Nígeríu. Forseti landsins, Muhammadu Buhari fordæmir árásirnar sem og kallar þær „ómanneskjulegar og villimannslegar.“ Samtökin lögðu jarðsprengjur innan um lík til að drepa þá sem ætluðu að jarðsetja hina látnu.

Líta á Trump sem helsta tromp sitt

Fri, 07/03/2015 - 14:08
Donald Trump, fjölskrúðugasti og fyrirferðarmesti auðkýfingur Bandaríkjanna, hefur nú augastað á Hvíta húsinu í Washington og einsetur sér að taka bandaríska kjósendur með trompi.

„Ég þurfti að snarhemla“

Fri, 07/03/2015 - 14:05
Mynd af strætisvagni að snúa við á miðjum veginum út á Kjalarnes í dag hefur vakið mikla athygli. Bílstjóri bifreiðar sem ók á eftir strætisvagninum segir aðstæður hafa verið afar hættulegar og að upplifunin hafi verið óraunveruleg.

Acid Make-Out sýnd í Grikklandi

Fri, 07/03/2015 - 13:30
Acid Make-Out , fyrsta stuttmynd Daníels Þorsteinssonar, verður sýnd á myndlistar- og stuttmyndahátíðinni Mykonos Biennale sem haldin verður á grísku eyjunni Mykonos um helgina.

Dýrkeyptur miði í undanúrslitin

Fri, 07/03/2015 - 13:26
„Ég er nú ekki þekkt fyrir að skora mikið,“ sagði Lára Kristín Pedersen, leikmaður Stjörnunnar, í samtali við mbl.is eftir 3:2-sigur liðsins á Þór/KA í átta liða úrslitum bikarkeppni kvenna í knattspyrnu. Lára Kristín skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik, en að honum loknum var staðan 3:0.

Vikuleg útköll á Esjuna

Fri, 07/03/2015 - 12:58
Í dag hófst hálendisvakt björgunarsveitanna í tíunda skipti þegar fjórir hópar sjálfboðaliða héldu til fjalla. Tveir hópar fara að Fjallabaki í Landmannalaugar og einnig fara tveir hópar í Öskju en sá staður sem flest útivistarslys verða er þó heldur nær höfuðborginni.

„Ekki hægt að sjá augljósari ástæðu“

Fri, 07/03/2015 - 12:43
„Ég bjóst raunar ekki við neinu öðru,“ segir Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielski um niðurstöðu Davíðs Þórs Björgvinssonar, setts ríkissaksóknara. Hann komst að þeirri niðurstöðu að tilefni væri til að taka aftur upp mál Sævars, sem lést árið 2011.

Var vændiskona í aldarfjórðung

Fri, 07/03/2015 - 12:02
„Einn daginn spurði ég ömmu hvað konurnar væru að gera og hún sagði „Þessar konur fara úr nærbuxunum og karlar gefa þeim pening“. Og ég man eftir að hafa sagt við sjálfa mig „Ég mun líklega gera það“ af því að karlar voru hvort eð er að klæða mig úr nærbuxunum."

Pages

Morgunblaðið