Morgunblaðið

Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 2 hours 42 min ago

Tvær sprengjuárásir í Gazaborg

2 hours 56 min ago
Í dag hefur verið nokkur ró yfir Gaza-svæðinu í kjölfar mannskæðra átaka síðustu vikur. Skömmu eftir að Sameinuðu þjóðirnar hvöttu stríðandi fylkingar til að nýta sér friðinn urðu að minnsta kosti tvær sprengjuárásir í Gaza-borg.

Voru beðnir að snúa vélinni til baka

3 hours 1 min ago
Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands, segir að flugmenn vélar Air Algerie sem hrapaði í Malí fyrir helgi, hafi verið beðnir að snúa vélinni við áður en samband við flugumferðarstjórn rofnaði.

Clarkson notaði niðrandi orð yfir Asíubúa

3 hours 18 min ago
Jeremy Clarkson, stjórnandi Top Gear sjónvarpsþáttanna, og fjölmiðlarisinn BBC sæta gagnrýni vegna notkunar Clarksons á niðrandi orði í sjónvarpsþætti sem tekinn var upp í Búrma.

Chambers til Arsenal

3 hours 20 min ago
Arsenal gekk í dag frá kaupum á varnarmanninum Calum Chambers frá Southampton fyrir 16 milljónir punda. Chambers sem er 19 ára hægri bakvörður á að veita Frakkanum Mathieu Debuchy samkeppni um sæti í byrjunarliði Arsenal næsta vetur, en Debuchy gekk einnig í raðir Arsenal í sumar.

Í haldi vegna almannahagsmuna

3 hours 33 min ago
Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Vesturlands um fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem grunaðir um alvarlega líkamsárás í Grundarfirði 17 júlí. Þeir hafa verið í haldi síðan.

Fluttu hvalina í tuttugu gámum

3 hours 36 min ago
Alla hvali sem lifa við Íslandsstrendur verður að finna á stærsta hvalasafni Evrópu sem áætlað er að verði opnað í Reykjavík um miðjan ágúst.

Kramdist til dauða í lyftugöngum

4 hours 2 min ago
Lögreglan í New York segir að karlmaður um tvítugt hafi kramist til dauða á milli lyftu og veggjar í fjölbýlishúsi í Bronx-hverfinu.

Skiptibókamarkaður Griffils í Laugardalshöll

6 hours 39 min ago
Ákveðið hefur verið að opna skóla- og skiptabókamarkað Griffills í Laugardalshöll á morgun.

Annie tárvot á blaðamannafundi

6 hours 46 min ago
„Síðasta eitt og hálfa árið hefur verið minn erfiðasti tími. Ég meiddist í baki og hélt í fyrstu að ég myndi ekki geta gengið aftur. Eftir það hélt ég að ég myndi aldrei geta keppt aftur, en nú er ég hér,“ sagði tárvot Annie Mist Þórisdóttir á blaðamannafundi í gærkvöldi.

Enn haldið sofandi eftir árás

7 hours 1 min ago
Maðurinn sem ráðist var á aðfaranótt fimmtudagsins 17. júlí sl. í Grundarfirði er enn á gjörgæsludeild Landspítala og er honum haldið sofandi. Eins og áður hefur komið fram slasaðist hann alvarlega.

Varð fyrir flugvél og lést

7 hours 2 min ago
Karlmaður lést og dóttir hans slasaðist alvarlega er lítil flugvél hrapaði á strönd í Flórída þar sem feðginin voru á göngu.

Rigning og vindur á þjóðhátíð

7 hours 24 min ago
Nú þegar verslunarmannahelgin er framundan huga eflaust margir að ferðalögum. Sumir eru búnir að ákveða hvert ferðinni verður heitið en aðrir heimsækja þann stað sem kemur best út á veðurkortinu. Hætt er við því að nokkuð muni rigna á ferðalanga um helgina og þá mun blása nokkuð í Vestmannaeyjum.

Schweinsteiger biðst afsökunar á níðsöng

7 hours 38 min ago
Þýski miðjumaðurinn Bastian Schweinsteiger, leikmaður Bayern München, hefur beðist afsökunar eftir að myndband af honum á bar birtist á veraldarvefnum.

Versti ebólu-faraldur sögunnar

8 hours 4 min ago
Versti ebólu-faraldur allra tíma breiðist nú út um Vestur-Afríku. Hundruð hafa látist. Tveir Bandaríkjamenn, læknir og trúboði, hafa nú smitast af vírusnum sem dregur níu af hverjum tíu sem smitast til dauða.

Kóalabjörn lifði af svaðilför

10 hours 20 min ago
Kóalabjörninn Timberwolf er heppinn að vera á lífi. Hann lifði af 88 kílómetra ferðalag fastur undir bíl á hraðbraut í Ástralíu.

Kaldur og hrakinn í sjálfheldu

10 hours 28 min ago
Erlendur ferðamaður sem lenti í sjálfheldu í Ólafsfjarðarmúla í gærkvöldi var kominn niður á jafnsléttu um eittleytið í nótt. Aðstæður voru erfiðar og því tók nokkra stund að ná manninum niður.

Fara að flaki MH17

10 hours 39 min ago
Hollenskir og ástralskir lögreglumenn fara í dag að staðnum þar sem brak flugvélarinnar MH17 er að finna. Ætla þeir að gera tilraun til að rannsaka svæðið. Átök hafa verið á svæðinu milli aðskilnaðarsinna og úkraínskra hermanna.

Konan tók hárrétta ákvörðun

10 hours 47 min ago
Konan sem lenti í sjálfheldu norðanmegin í Ingólfsfjalli í gærkvöldi var komin niður á jafnsléttu um miðnætti í nótt í. Hún var vel búin og var henni því ekki orðið mjög kalt þegar björgunarsveitarmenn náðu til hennar.

Ítrekað sagt að bíða í klefunum

11 hours 4 min ago
Ungt fólk, nemendur sem lifðu af ferjuslysið í Suður-Kóreu í apríl, bar í fyrsta skipti vitni í dag er réttarhöld í málum gegn skipstjóra ferjunnar og áhafnarinnar hófust í dag. Nemendunum var ítrekað sagt að bíða í klefum ferjunnar þrátt fyrir að hún væri að sökkva.

Kæra fyrrum stjórnendur Lifandi markaðar

Sun, 07/27/2014 - 23:52
Heildsalan Innnes ehf. hefur kært fyrrverandi stjórendur Lifandi markaðar fyrir fjársvik og blekkingar. Í kærunni kemur fram að Lifandi markaður hafi lagt inn pantanir hjá Innnesi eftir að fyrirtækið hafði óskað eftir gjaldþrotaskiptum.

Pages