Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 2 hours 11 min ago

Barnalög sem hafa þveröfug áhrif

3 hours 40 min ago
Unga konan erfiðar upp stigann, meðfram skrautlegum veggjum, með dóttur sína í fanginu. Þegar upp er komið stingur hún barninu gegnum lúgu í veggnum og gengur á braut. Upptökur úr öryggismyndvavélum sýna hana leggja hendur á höfuð sér. Þetta er líklega í síðasta sinn sem hún sér dóttur sína.

„Við jörðuðum Grindavík í kvöld“

3 hours 40 min ago
„Við erum hrikalega sterkir í föstum leikatriðum við sýndum það í kvöld. Við jörðuðum Grindavík í kvöld.Það er bara þannig. Með fullri virðingu fyrir þeim þá vorum við bara betri í dag,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar eftir 5:0 sigur á Grindavík í Pepsi-deild karla í kvöld.

Keppa í eiginkvennaburði

3 hours 47 min ago
Nokkuð óvenjuleg keppni fór fram á Viva Braslav hátíðinni í Belarus nú á dögunum líkt og meðfylgjandi myndband ber með sér. Þar kepptu 15 pör í svo nefndum eiginkvennaburði, sem fer þannig fram að karlar bera konur sínar á bakinu eftir 500 metra langri hindrunarbraut.

Vara við hringingum úr svikanúmeri

4 hours 6 min ago
Fjölmargar ábendingar berast nú lögreglu vegna sjálfvirkra hringinga úr erlendu símanúmeri. Er þá hringt og skellt á nær samstundis þannig að símanúmerið situr eftir í hringilista viðkomandi. Telur lögregla líklegt að um svikanúmer sé að ræða.

„Ég vil bara fara heim“ segir Linda W.

4 hours 16 min ago
Þýska táningsstúlkan Linda W., sem strauk að heiman til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin Ríki íslams, sér nú eftir þeirri ákvörðun sinni og þráir ekkert heitar en að komast heim til fjölskyldu sinnar.

Góða veðrið flytur vestur í vikunni

4 hours 43 min ago
Spáð er blíðskaparveðri á Norðvesturlandi næstu tvo daga en þá tekur að kólna lítillega. Hins vegar verður 12-14 gráðu hiti og skýjað á Suðvesturlandi á morgun og hinn en svo hlýnar eftir því sem líður á vikuna. Þetta segir vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.

Krefjast húsaleigu fyrir látna móður

5 hours 30 min ago
„Þetta finnst okkur óréttlátt, hvernig er hægt að ætlast til þess að látin manneskja reiði fram húsaleigu af ævisparnaði sínum?“ segir sonur konu sem lést 31. maí en umönnunarheimilið sem hún bjó á undir það síðasta í sveitarfélaginu Sortland í Nordland-fylki í Noregi krefst húsaleigu í þrjá mánuði fyrir íbúð hinnar látnu vegna samningsbundins uppsagnarfrests.

Öruggt hjá KR gegn Víkingi R.

5 hours 35 min ago
KR vann Reykjavíkurslaginn gegn Víkingi í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í Fossvoginum í kvöld, 3:0. Danirnir Tobias Thomsen og André Bjerregaard skoruðu mörkin í fyrri hálfleik. KR fór upp í níunda sæti deildarinnar með sigrinum og eru þeir nú þremur stigum frá fallsæti. Víkingar féllu niður í sjöunda sæti.

Hundfúlt þegar mörkin telja ekkert

5 hours 48 min ago
„Þetta er gríðarlega svekkjandi niðurstaða. Mér fannst við vera líklegri til þess að komast yfir eftir að við jöfnuðum metin. Markið kom því miður ekki þrátt fyrir harða atlögu og því fór sem fór,“ sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson í samtali við mbl.is, en hann skoraði mark ÍBV í 2:1-tapi liðsins gegn Fjölni í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í dag.

Tryggvi valinn í úrsvalslið EM

5 hours 52 min ago
Tryggvi Snær Hlinason hefur verið útnefndur í fimm manna úrvalslið á EM U20 ára landsliða sem lauk á Krít í kvöld.

Börnin eru mín besta lyfjagjöf

5 hours 55 min ago
Arnrún Magnúsdóttir hefur gengið í gegnum miklar hremmingar síðustu misseri. Rúmt ár er síðan hún fékk tvívegis blóðtappa í höfuðið með stuttu millibili. Hún og eiginmaður hennar, Friðrik V. Karlsson, ráku árum saman veitingastaðinn Friðrik V við góðan orðstír. Þau lokuðu staðnum er hún veiktist.

Dómarinn átti sviðið í stórleiknum

6 hours 2 min ago
England er með fullt hús stiga í D-riðli Evrópumóts kvenna í knattspyrnu eftir sigur á Spáni í stórleik riðilsins í kvöld, 2:0, og fer með því langt með að tryggja sér efsta sæti riðilsins en ef allt fer illa fyrir þær ensku gætu þær þó enn setið eftir í riðlinum.

2 starfsmenn á hvert leikskólabarn

7 hours 15 min ago
Misjafnt er hvernig sumarfríi leikskólanna er háttað. Í Reykjavík eru allir leikskólar lokaðir yfir sumarið, í flestum tilfellum í fjórar vikur. Í Garðabæ eru leikskólarnir opnir allt árið og þessa dagana eru starfmenn helmingi fleiri en börnin.

Mega ekki stýra drónum ölvaðir

8 hours 27 min ago
Samtök atvinnuflugmanna í Noregi lýsa yfir þungum áhyggjum af ábyrgðarlausri og háskalegri notkun dróna í nánd við stóra flugvelli og krefjast alþjóðlegra reglna um notkun slíkra tækja. Lögregla tekur undir þetta og bendir á að drónaflug yfir fjölmennum samkomum geti valdið stórslysum.

Fjölnir - ÍBV, staðan er 1:0

8 hours 28 min ago
Fjölnir og ÍBV mætast í 12. umferð efstu deildar karla í knattspyrnu, Pepsi-deildarinnar, á Extra-vellinum í Grafarvogi klukkan 17.00 í dag. Leikurinn er í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

KA - Breiðablik, staðan er 2:2

8 hours 29 min ago
Breiðablik og KA mætast í 12. umferð efstu deildar karla í knattspyrnu, Pepsi-deildarinnar, á Akureyrarvellinum klukkan 17.00 í dag. Leikurinn er í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Segir Rússa ábyrga fyrir Úkraínustríðinu

8 hours 50 min ago
Kurt Volker, nýr sendifulltrúi Bandaríkjanna í málefnum Úkraínu, segir Rússa bera ábyrgð á stríðinu í austurhluta landsins, eftir að til átaka kom á ný milli hersveita Úkraínustjórnar og uppreisnarmanna.

25 stig, blankalogn og glampandi sól

9 hours 5 min ago
Það var sannkölluð veðurblíða í Hallormsstaðarskógi í dag. Hitastigið fór upp í 25 gráður samkvæmt löggiltum hitamælum á svæðinu og segir aðstoðarskógarvörður að í skógarrjóðrum hafi það líklega verið nær 26 eða 27 stigum.

Á bráðamóttöku á Íslandi

10 hours 5 min ago
Ferð til Íslands í raunveruleikaþáttunum The Real Housewives fór ekki eins og ætlað var.

Á HM þrátt fyrir svakalega byltu

10 hours 10 min ago
Fáir reiknuðu með að knapinn Svavar Hreiðarsson og hryssan Hekla myndu komast á HM í Hollandi í ágúst eftir að hafa dottið illa í júní. Svavar hlaut miklar blæðingar í vöðvum en hann náði þó takmarkinu og er á leið til Hollands. Hann er jafnframt fyrsti landsliðsknapinn með MS-sjúkdóminn.

Pages

Morgunblaðið