Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 52 min 24 sec ago

Búast við notkun efnavopna

1 hour 27 min ago
Ríki íslams gæti notað sinnepsgas þegar ráðist verður að samtökunum og reynt að ná aftur borginni Mosul í Írak, en það er önnur stærsta borg landsins. Þetta segir Jeff Davis, talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna.

Nektarnýlenda í París

1 hour 38 min ago
Strax næsta sumar gætu íbúar Parísar og ferðamenn sem koma til borgarinnar rómuðu fengið að njóta þess að ganga um naktir á sérstöku svæði innan borgarmarkanna. Samþykktu borgaryfirvöld seint í kvöld tillögu um að leyfa uppbyggingu á nektarnýlendu í öðru skógvaxna svæði borgarinnar.

Ekki sanngjarnt að fólk eigi varla fyrir mat

1 hour 42 min ago
„Kosningarnar í næsta mánuði snúast fyrst og fremst um velferð, í víðasta skilningi þess orð. Og þær snúast um heimili landsins,“ sagði Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, við eldhúsdagsumræður á Alþingi í kvöld.

Nauðsynlegt að brjóta bankana upp

1 hour 57 min ago
„Það þarf að laga bankakerfið að þörfum almennings, því tækifærið til að gera það verður farið eftir að ríkið selur hluta í bönkunum,“ sagði Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. Sagði hann að nauðsynlegt væri að brjóta bankana upp og raða bútunum upp á nýtt.

Eldhúsdagsumræður á Twitter

1 hour 57 min ago
Landsmenn fylgdust með eldhúsdagsumræðum á Alþingi á twitter. Tístendur lögðu mikið upp úr því að koma léttum bröndurum að, eins og sjá má hér að neðan.

Fyrrverandi unnustinn segist ekki vera staurblankur

2 hours 7 min ago
Stormasamt samband leikkonunnar Lindsay Lohan og Egor Tarabasov hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarið, en leikkonan batt nýverið endi á trúlofun þeirra. Þá greindi hún einnig frá því í rússneskum spjallþætti að Tarabasov, sem gefur sig út fyrir að vera mikils metinn viðskiptajöfur, sé í raun staurblankur og lifi á vasafé sem faðir hans leggur til.

Byggir upp tískubransa í Lúxemborg

2 hours 53 min ago
Gígja Birgisdóttir byggði á reynslu sinni úr Módelsamtökunum á Íslandi og viðskiptaheimi Lúxemborgar þegar hún stofnaði fyrirtækið sitt Gia in Style þar í landi. Fyrirtækið sér um útlitsráðgjöf en er líka umboðsskrifstofa fyrir fyrirsætur.

Sagan á bakvið FARC-samtökin

4 hours 57 min ago
Juan Manuel Santos, forseti Kólumbíu, og Timoleon „Timochenko“ Jimenez, leiðtogi skæruliðasamtakanna FARC, undirrita í kvöld sögulegan friðarsamning og binda þar með endi á átök sem hafa staðið yfir í 52 ár þar sem um 260 þúsund manns hafa fallið. En hver eru eiginlega þessi FARC-samtök?

Erfðafræðifyrirtæki nýtir gagnaver Verne

4 hours 58 min ago
Erfðafræðifyrirtækið Earlham institute (EI) mun setja upp tölvuþjóna í gagnaveri Verne Global að Ásbrú, en þetta er annað fyrirtækið á stuttum tíma sem semur við Verne. EI ætlar að nýta aðstöðuna undir öfl­uga gagna­reikn­inga sem tengjast rannsóknum þess.

Gæti breytt áformum fyrir Evrópu

5 hours 12 min ago
Frekari vísbendingar um að háir vatnsgufustrókar gjósi upp úr ísilögðu yfirborði tunglsins Evrópu við Júpíter hafa fundist. Verði uppgötvunin staðfest hefði það mikla þýðingu fyrir framtíðarkönnun Evrópu sem er talinn líklegasti staðurinn til að geta hýst líf í sólkerfinu utan jarðarinnar.

Framboð Andra kostaði 15 milljónir

5 hours 50 min ago
Forsetaframboð Andra Snæs Magnasonar kostaði rétt tæpar 15 milljónir króna. Þetta kemur fram í uppgjöri sem Andri sendi mbl.is vegna þátttöku hans í kjöri til forseta Íslands í júní.

„Ekki beint geðslegt“

5 hours 53 min ago
„Maður vonar að þetta sé tilfallandi og verði fljótt að ganga yfir. Manni finnst þetta ekki beint geðslegt,“ segir Guðrún Guðný Elíasdóttir Long, íbúi í Súðavík, en tilkynnt var um það í morgun að saurgerlar hefðu fundist í neysluvatni í bænum.

„Hver upplifun á ljósunum einstök“

6 hours 35 min ago
Vel hefur viðrað til norðurljósaáhorfs síðustu nætur og von er á svipuðum skilyrðum næstu daga. Hér á landi sjást norðurljósin reglulega og Íslendingar eru fyrir löngu orðnir vanir þessum truflunum á segulsviði jarðar. Ekki eru allir jafnlánsamir og við Íslendingar og því leggja margir erlendir ferðamenn leið sína til landsins í von um að líta norðurljósin augum.

Draugaborgin Aleppo

8 hours 8 min ago
„Allir eru að bíða eftir því að geta fundið leið út úr Aleppo,“ segir Monther Etaky í umfjöllun fréttastöðvarinnar CNN um ástandið í borginni. „Nú er borgin draugaborg,“ segir Etaky ennfremur. Etaky, sem er 28 ára gamall grafískur hönnuður, býr í borginni og á tveggja mánaða gamlan son.

Gabbaði eigendur iPhone 7

8 hours 23 min ago
Vinsælt myndband hrekkjalóms á YouTube sem sýnir þegar borað er í nýjan iPhone 7-síma til að búa til innstungu fyrir heyrnartól hefur orðið til þess að auðtrúa netverjar hafa eyðilagt símana sína, miðað við það sem lesa má úr ummælum þeirra.

Sigmundur og Sigurður tala ekki

8 hours 33 min ago
Hvorki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, né Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og varaformaður flokksins, munu flytja ræður fyrir hönd framsóknarmanna í eldhúsdagsumræðum á Alþingi sem fram fara í kvöld.

Lögfræðingur sem „skaut stanslaust“

8 hours 45 min ago
Vandræði á lögmannsstofu eru talin kveikjan að því að maður hóf skothríð við sólarupprás fyrir utan verslunarmiðstöð í Houston í Texas í morgun.

Framboð Davíðs kostaði 27,7 milljónir

8 hours 46 min ago
Forsetaframboð Davíðs Oddssonar kostaði 27,7 milljónir króna. Þá kostaði forsetaframboð Höllu Tómasdóttur 8,9 milljónir króna, að því er fram kemur á vef Ríkisendurskoðunar.

Stjórnarandstaða jákvæðari í garð Snowden

9 hours 52 min ago
Öllum þingmönnum Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna þykir koma til greina að veita Edward Snowden hæli, dvalarleyfi eða ríkisborgararétt. mbl.is sendi þingmönnum fyrirspurn um málið en ekki einn einasti þingmaður Framsóknarflokksins svaraði fyrirspurninni.

Fannst á lífi eftir viku á reki

10 hours 12 min ago
Karlmaður fannst á lífi eftir að hafa verið á reki undan ströndum Massachusetts í viku. Móðir mannsins, sem einnig var um borð í báti þeirra, er enn ófundin.

Pages

Morgunblaðið