Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 1 hour 21 sec ago

Mögnuð markaveisla

1 hour 36 min ago
Það var sannkallað markaregn í leikjunum tveimur í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld. 14 mörk voru skoruð í tveimur frábærum fótboltaleikjum.

Nýr forstjóri Hörpu fær 1,3 milljónir

1 hour 56 min ago
Mánaðarlaun nýs forstjóra Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss verða um 1,3 milljónir króna með yfirvinnu og álagi. Þetta kemur fram í úrskurði kjararáðs.

Þurfa ekki að taka nýtt land

2 hours 9 min ago
„Kost­ur­inn er fyrst og fremst að þetta er inni í byggðinni á höfuðborg­ar­svæðinu. Það sem ger­ir þetta svæði áhugavert er meðal ann­ars að við náum að tengja það við Borg­ar­lín­una sem er hágæða al­menn­ings­sam­göngu­kerfi,“ seg­ir Björn Guðbrandsson arki­tekt.

Sex alvarleg slys á síðustu 10 árum

2 hours 16 min ago
Frá árinu 2007 til 2016 hafa orðið sex alvarleg slys á um fimm kílómetra kafla á Reykjanesbrautinni sem nær frá tvöföldun og rétt austur fyrir Krýsuvíkurgatnamótin. Á þessum vegkafla er ein akrein í hvora átt. Alls hafa slys og óhöpp verið 131 á þessu tíu ára tímabili.

Laun Birnu lækka um 40%

2 hours 39 min ago
Kjararáð hefur lækkað laun Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, um 40%. Mánaðarlaun hennar verða núna 1.131.816 krónur.

Hvað er að gerast í Suður-Súdan?

3 hours 54 min ago
Nauðganir hafa verið notaðar sem vopn í stríðinu í Suður-Súdan. Nú er skollin á hungursneyð, ofan á allt saman, og hún er af mannavöldum. Efnahagurinn er í rúst og milljónir eru á flótta. Tugþúsundir hafa þegar fallið í valinn í átökum, vegna sjúkdóma og hungurs.

Feðgar létust í hörðum árekstri

3 hours 56 min ago
Lögreglan í Alabama í Bandaríkjunum segir að áfengisneysla hafi komið við sögu þegar feðgar létust eftir að sonurinn klessti á bíl föður síns um síðustu helgi.

Þórunn Bjarnadóttir er fundin

4 hours 27 min ago
Þórunn Bjarnadóttir sem lögregla lýsti eftir fyrir stuttu er fundin heil á húfi. Lögregla vill þakka öllum þeim sem komu að málinu.

Senda lið í alþjóðlega keppni í fjárfestingum

4 hours 38 min ago
Óvænt frétt af félagi á hlutabréfamarkaði, líkt og nýleg frétt af lakari afkomuspá Icelandair sem leiddi til þess að bréf félagsins féllu mikið í verði, eru dæmi um verkefni eins og þau sem nemendur í Háskólanum í Reykjavík standa frammi fyrir í fjárfestingarkeppninni Rotman International Trading Competition sem fram fer í Rotman School of Management í Toronto í Kanada frá fimmtudeginum kemur og fram á laugardag.

Ákærður fyrir að ráðast á son sinn

5 hours 2 min ago
Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og brot á barnaverndarlögum gegn fjögurra ára syni sínum.

Gagnrýnir einhæfa uppbyggingu

5 hours 18 min ago
Um 90% af uppbyggingu byggðar í Reykjavík næsta aldarfjórðunginn verður innan núverandi byggðamarka á þéttingarsvæðum. Uppbyggingin virðist nokkuð einhæf, mest 4-5 hæða fjölbýli og nær engin sérbýli. Umrædd skipulagsstefna er svipuð og í nágrannaborgum, en huga þarf vel að viðráðanlegum áföngum.

Fordæmir hótanir gagnvart gyðingum

5 hours 24 min ago
Donald Trump Bandaríkjaforseta segir að þær hótanir sem miðstöðvum gyðinga hafa borist séu „hræðilegar“ og „sársaukafullar“ og hefur heitið því að brúa bil á milli fólks í landinu.

Margir skelkaðir eftir skothvelli

7 hours 11 min ago
„Það voru margir mjög skelkaðir þegar skothvellirnir heyrðust enda var þetta á miðri götu,“ segir Gísli Berg við mbl.is. Hann og eiginkona hans, Tinna Arnardóttir, eru í fríi í Barcelona og urðu vör við það þegar lögreglan elti uppi og skaut í átt að manni sem hafði stolið pallbíl fyrr í dag.

Ásta Guðrún biðst afsökunar

8 hours 28 min ago
Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, hefur beðist afsökunar á orðum sem hún lét falla í umræðuþættinum Silfrinu síðasta sunnudag. Ræddi hún þar um húsnæðismarkaðinn hér á landi og erfiðleika ungs fólks að safna sér fyrir útborgun á fyrstu íbúð.

Banaslys á Reykjanesbraut

11 hours 20 min ago
Einn lést og tveir slösuðust í hörðum árekstri jeppa og fólksbíls á Reykjanesbraut, austan við Brunnhóla, í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Var Reykjanesbraut lokað í morgun vegna slyssins.

Snjóflóð á Svalbarða

11 hours 24 min ago
Snjóflóð féll í morgun frá fjallinu Sukkertoppen í Longyearbeyen á Svalbarða. Að því er fram kemur í frétt NRK hafa engar tilkynningar borist um meiðsl á fólki. Þá hefur enginn tilkynnt um að einhvers sé saknað.

Hafnaði á hvolfi ofan í skurði

11 hours 25 min ago
Bifreið valt á milli Hveragerðis og Selfoss á níunda tímanum í morgun að sögn Brunavarna Árnessýslu sem sendi tækjabíl á vettvang. Á þessum tíma var færð á Suðurlandsvegi afleit.

Parki kaupir Teppabúðina/Litaver

11 hours 27 min ago
Teppabúðin/Litaver, elsta sérverslunin á Íslandi með teppi, gólfdúka, veggfóður, skrautlista og hvers kyns lausnir í gólfefnum, er flutt í verslun Parka við Dalveg en Bitter ehf, rekstarfélag Parka, festi kaup á Teppabúðinni/Litaver um mitt síðasta ár.

Var á leið niður fjallið

11 hours 40 min ago
Bjarni Salvar Eyvindsson, sem lést í fjallinu Tafelberg við Höfðaborg í Suður-Afríku um helgina, var á leið niður fjallið þegar hann lést. Talið er að hann hafi dottið á leiðinni en hann var lögblindur. Banamein hans var að öllum líkindum höfuðhögg.

Nafn piltsins sem lést í S-Afríku

12 hours 2 min ago
Pilturinn sem lést í Suður-Afríku um helgina hét Bjarni Salvar Eyvindsson. Hann var 19 ára gamall og var búsettur í Hafnarfirði.

Pages

Morgunblaðið