Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 2 hours 4 min ago

Fannst látinn í íbúð sinni

2 hours 34 min ago
Rúmlega fertugur karlmaður fannst látinn í íbúð sinni í fjölbýlishúsi í Reykjavík í gær, föstudag. Talið er að maðurinn hafi verið látinn í allt að tvo mánuði áður en hann fannst.

Fékk krampa og svima (myndskeið)

2 hours 37 min ago
Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði í knattspyrnu sagði við mbl.is eftir sigurinn á Kasökum í í undankeppni EM í Astana í dag, 3:0, að heildar frammistaða liðsins hefði verið mjög traust.

Ragnarök laut í lægra haldi

2 hours 42 min ago
Ragnarök, keppnislið roller der­by á Íslandi, laut í lægra haldi fyrir norska liðinu Oslo Tiger City Beasts, en liðin mættust í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi í dag. Enduðu leikar 130-252 fyrir þeim norsku.

Izzard tók „selfie“ við Sæbrautina

3 hours 2 min ago
Breski grínistinn Eddie Izzard mun skemmta í Eldborgarsal í Hörpu í kvöld. Hann birti á bæði Facebook og Twitter síðu sinni fyrir skemmstu svokallaða „selfie“ sem hann tók af sjálfum sér við Sæbrautina í Reykjavík.

Ég rakst á einhvern vegg

3 hours 16 min ago
Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, kvaðst hafa lent í talsverðum vandræðum um miðjan seinni hálfleik gegn Kasakstan í Astana í dag en þetta hefði allt sloppið og 3:0 sigur og stigin þrjú væri það sem máli skiptir.

Maðurinn kominn til Reykjavíkur

4 hours 8 min ago
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, lenti við Landspítalann í Fossvogi á sjötta tímanum í dag með slasaðan sjómann.

Tvö sprungin dekk en engar bætur

4 hours 36 min ago
Davíð Ernir Harðarson er einn þeirra sem orðið hefur fyrir barðinu á vegakerfinu á höfuðborgarsvæðinu, en fyrir skömmu keyrði hann ofan í brúnahvassa 20 sentímetra djúpa holu á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu. Við þetta hvellsprakk á tveimur dekkjum og felgurnar skekktust.

Fyrsta ebólusmitið í rúman mánuð

6 hours 17 sec ago
Líberísk kona, sem sýkt var af ebólu lést í gær. Var konan greind með ebólu í síðustu viku og var hún fyrst til að vera greind með veiruna í Líberíu í rúman mánuð.

Sendiherrar tóku á móti jómfrúarflugi WOW air

6 hours 5 min ago
Jómfrúarflug WOW air til Norður-Ameríku lenti á Boston flugvelli í gærkvöldi. Geir H. Haarde, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, og Robert Barber, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, tóku á móti farþegum vélarinnar við komu hennar til Boston.

Fundu geðlyf á heimili Lubitz

6 hours 21 min ago
Þýska lögreglan fann geðlyf á heimili Andreas Lubitz, flugmannsins sem grandaði farþega­flug­vél Ger­manw­ings í frönsku ölp­un­um. Rannsakendur fundu fjölda lyfja sem notuð eru til meðferðar á geðrænum veikindum.

Ráðning menningarfulltrúa ólögmæt

6 hours 28 min ago
Ráðning menningarfulltrúa Seltjarnarnesbæjar í október 2012 var ólögmæt samkvæmt niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur. Maður sem sótti um starfið í ágúst 2012 stefndi bæjarfélaginu eftir að umsækjandi, sem að hans mati var ekki eins hæfur, var ráðinn.

Kasakstan - Ísland, staðan er 0:2

6 hours 33 min ago
Kasakstan og Ísland mætast í undankeppni Evrópumóts karla í knattspyrnu á Astana Arena í höfuðborg Kasakstans, Astana, klukkan 15.00. Fylgst er með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Sækir slasaðan sjómann

6 hours 50 min ago
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF, fór í loftið nú rétt fyrir klukkan þrjú til að sækja slasaðan sjómann til Djúpavíkur á Ströndum. Hinn slasaði er ekki í lífshættu, en það var engu að síður mat þyrlulæknis að nauðsynlegt væri að sækja manninn, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni.

Tók nýju rennibrautina í gagnið

8 hours 24 min ago
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, tók formlega í notkun nýja rennibraut í Árbæjarlauginni í dag klukkan 13. Þaut Dagur niður brautina ásamt syni sínum eins og ljósmyndari mbl.is náði svo skemmtilegri mynd af.

Kom að landi með 27,4 tonn

9 hours 25 min ago
Sett var Íslandsmet í róðri í vikunni er áhöfnin á Hálfdáni Einarssyni ÍS kom að landi á fimmtudaginn með rúm 27,4 tonn úr einni sjóferð. Telst það Íslandsmet hjá báti af þessari stærð.

Ökumaðurinn gaf sig fram

10 hours 59 min ago
Öku­maður sem ók bif­reið sinni af vett­vangi eft­ir 10 bíla árekst­ur í blind­byl norðan við Bisk­ups­beygju á Holta­vörðuheiði rétt fyr­ir klukk­an fimm í gær hefur gefið sig fram.

Skilaði sér til Noregs eftir 16 ár

11 hours 15 min ago
Þegar Norðmaðurinn Geir Ola Korsnes kom að brakinu af bátnum sínum eftir að óveður hafði leikið hann illa, fann hann glæra flösku með svörtum tappa. Vakti flaskan athygli hans því inni í henni var bréf sem sent hafði verið frá Íslandi árið 1999, heilum 16 árum áður.

Heilsugæsla í uppnámi

11 hours 55 min ago
Íslendingum hefur fjölgað um tæplega þrjátíu þúsund frá því ný heilsugæslustöð var síðast tekin í notkun á höfuðborgarsvæðinu. Síðast var það Heilsugæslan Glæsibæ fyrir níu árum, árið 2006, og Heilsugæslan Fjörður þegar Heilsugæslunni í Sólvangi var skipt upp.

Djamma án áfengis á morgnanna

12 hours 28 min ago
Hópur sem nefnist Daybreakers hefur tekið upp á nýrri hefð í New York. Hittist hópurinn klukkan hálf sjö á morgnanna til þess að skemmta sér líkt og á alvöru skemmtistað, en skemmtunin fer fram án áfengis.

Voru allar í sama skólanum

12 hours 40 min ago
Fjórar stúlkur, sem stöðvaðar voru á leið sinni frá Bretlandi til mögulega Sýrlands í síðustu viku eru úr sama skóla og fjórar aðrar stúlkur sem þegar eru komnar til Sýrlands.

Pages

Morgunblaðið