Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 2 hours 5 min ago

Gjaldtaka lögreglu sögð í bága við lög

6 hours 55 min ago
Borgaryfirvöld eru ekki krafin um neinn löggæslukostnað af hálfu lögreglunnar vegna Menningarnætur. Hið sama gildir ekki um hátíðir á borð við Þjóðhátíð í Eyjum, Síldarævintýri á Siglufirði, LungA á Seyðisfirði eða Mærudaga á Húsavík. Mikil óánægja ríkir með þetta misræmi lögreglu.

Luku árslangri einangrunarvist

7 hours 5 min ago
Sex vísindamenn luku í dag árslangri dvöl í hvelfingu á fjallinu Mauna Loa á Hawaii, þar sem líkt var eftir aðstæðum á Mars. Vísindamennirnir máttu aðeins yfirgefa hvelfinguna í geimbúningum og þurftu að láta sér nægja takmörkuð gæði, stunda rannsóknir og freista þess að forðast árekstra við kollega sína.

Valur vann eftir mikla dramatík

7 hours 45 min ago
Valur skaust upp í þriðja sæti Pepsi-deildar kara í knattspyrnu eftir 2:0 sigur sinn gegn KR í 17. umferð deildarinnar á Valsvellinum í kvöld. Kristinn Freyr Sigurðsson skoraði bæði mörk Vals í leiknum, að fyrra úr vítaspyrnu, en það seinna með góðu skoti af vítateigslínunni. Valur er í þriðja sæti deildarinnar með 28 stig, en KR er hins vegar í áttunda sæti með 23 stig.

Taldi heimsstyrjöldina enn í gangi 1974

8 hours 8 min ago
Hiroo Onoda var síðasti japanski hermaðurinn sem gafst upp eftir síðari heimsstyrjöldina. Það gerðist hins vegar talsvert eftir að stríðinu lauk eða 29 árum síðar. Fram að því hafði hann hafst við í frumskógunum á eyjunni Lubang á Filippseyjum og harðneitað að gefast upp.

„Allir múslimar eru hryðjuverkamenn“

8 hours 14 min ago
Myndskeið, þar sem veitingahúsaeigandi neitar að þjónusta tvær múslimskar konur, hefur vakið mikla reiði í Frakklandi og áköll eftir mótmælum. Á myndskeiðinu, sem hefur verið deilt á samfélagsmiðlum, sést maðurinn segja við konurnar: „Hryðjuverkamenn eru múslimar og allir múslimar eru hryðjuverkamenn.“

Herða viðurlög vegna kynfæralimlestinga

8 hours 35 min ago
Ríkisstjórn Egyptalands tilkynnti í dag að hún myndi fara þess á leit við þingið að það samþykkti strangari viðurlög við kynfæralimlestingum kvenna. Þær voru bannaðar árið 2008 en eru framkvæmdar bæði meðal múslima og kristinna.

Makar sessunautar á framboðslista

9 hours 9 min ago
Héraðsdómslögmennirnir Lárus Sigurður Lárusson og Sævar Þór Jónsson sitja hlið við hlið á lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir komandi þingkosningar. Sævar og Lárus eru giftir og eiga saman einn son en báðir gefa þeir kost á sér til setu á Alþingi í fyrsta sinn.

Valur – KR, staðan er 0:0

9 hours 33 min ago
Valur og KR eigast við í 17. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. Flautað er til leiks á Valsvellinum klukkan 20 og er fylgst með leiknum í beinni textalýsingu á mbl.is.

Búrkíní-bannið vefst fyrir stjórnvöldum

9 hours 37 min ago
Meirihluti þeirra borgarstjóra í Frakklandi, sem höfðu bannað búrkíní í samtals 30 strandbæjum, neita að aflétta banninu þrátt fyrir að æðsti stjórnsýsludómstóll landsins hafi komist að þeirri niðurstöðu að bannið brjóti í bága við lög.

Colbert spælir Shkreli

9 hours 48 min ago
Martin Shkreli hefði betur látið það ógert að hreyta hómófóbískum ummælum í spjallþáttastjórnandann Stephen Colbert á Twitter. Colbert hafði gert grín að Shkreli sem komst í heimsfréttirnar fyrir að hækka verð á HIV-lyfi um 5.000% en svar hans á Twitter þótti spæla Shkreli endanlega.

Framferði Verstappen „ekki rétt“

10 hours 3 min ago
Kimi Räikkönen segir að Max Verstappen eigi eftir að valda „stórslysi“ á kappakstursbrautinni taki eftirlitsdómarar ekki á framferði hans í keppni. Til árekstra kom í dag milli þeirra öðru sinni í þremur síðustu mótum í dag.

Þreföldun íbúðafjölda í nýrri Vogabyggð

10 hours 43 min ago
Fjölga á íbúðum á aðalskipulagi í Vogabygg í Reykjavík úr 400 í 1.300 samkvæmt nýrri auglýsingu Reykjavíkurborgar. Gert er ráð fyrir að breytingum á húsa- og gatnafyrirkomulagi. Reisa á skóla, göngubrú og nýtt torg og hafa um fjórðung íbúða leigu­íbúðir, stúd­enta- og bú­setu­rétta­r­í­búðir.

Viðbúnaður vegna neyðarboða frá flugvél

10 hours 46 min ago
Mikill viðbúnaður var virkjaður í dag þegar stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hóf að berast neyðarboð frá íslenskri flugvél yfir landinu. Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð var virkjuð, björgunarsveitir kallaðar út og sömuleiðis áhafnir TF-SYN og TF-SIF.

Reyndu að lauma sér um borð

12 hours 42 sec ago
Tveir erlendir menn, sagðir 16 og 17 ára, voru handteknir við Skarfabakka um kl. 12 í dag þar sem þeir voru að reyna að komast um borð í erlent skemmtiferðaskip. Drengirnir voru komnir inn á lokað svæði við skipið og voru að reyna að komast um borð þegar þeir náðust.

Aukið ónæmi sveppa áhyggjuefni

12 hours 17 min ago
Vísindamenn hafa varað við því að sveppasýkingar eru að verða ónæmar gegn mörgum þeim lyfjum sem nú eru notuð gegn þeim. Meira en milljón manns deyja árlega af völdum sveppasýkinga, þar af 7.000 í Bretlandi, en dauðsföllum mun líklega fjölga ef fer sem horfir.

ÍBV - Þróttur, staðan er 1:0

12 hours 22 min ago
ÍBV og Þróttur eigast við í 17. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. Flautað er til leiks á Hásteinsvelli klukkan 17 og er fylgst með leiknum í beinni textalýsingu á mbl.is.

Styrkur vegna bragga nemur 41 milljón

12 hours 46 min ago
Kostnaður Reykjavíkurborgar vegna uppbyggingar á bragga í Nauthólsvík, sem er í eigu borgarinnar, og að leigja hann út næstu 10 árin til HR nemur núvirt 41 milljón. Horft er á slíkan kostnað sem styrk til skólans í tengslum við samvinnu borgarinnar og HR um eflingu þekkingarþorps í Vatnsmýri.

Hreindýrahjörð drapst í eldingum

12 hours 47 min ago
Hundruð villtra hreindýra fundust dauð í þjóðgarðinum Hardangervidda í Þelamörk í Noregi um helgina. Dýrin voru öll á tiltölulega litlu svæði og er talið líklegast að eldingar hafi orðið þeim að bana. Fulltrúar umhverfisstofnunar Noregs segja dauða hreindýranna afar sérstæðan.

Stjórnvöld banna Miss Bim-Bim

13 hours 9 min ago
Stjórnvöld í Búrkína Fasó hafa bannað árlega fegurðarsamkeppni þar sem sú kona sigrar sem hefur stærsta afturendann. Ákvörðunin var tekin eftir að auglýsingar fyrir keppnina voru harðlega gagnrýndar á samfélagsmiðlum.

Lést á Ermarsundi

14 hours 30 sec ago
Breski sundkappinn Nick Thomas lést þegar hann reyndi að synda yfir Ermarsund í dag. Thomas lagði af stað frá Dover í gær og hafði verið á sundi í um 16 klukkustundir þegar hann lenti í vandræðum. Hann var hífður meðvitundarlaus úr sjónum í dag og lést á sjúkrahúsi í Calais í Frakklandi.

Pages

Morgunblaðið