Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 2 hours 28 min ago

Ferðamennirnir fundnir

2 hours 54 min ago
Björgunarsveitir hafa fundið tvo erlenda ferðamenn sem voru villtir rétt vestan við Öskju. Þeir fundust rétt við ána Kráká, heilir á húfi. Er nú verið að flytja þá til byggða.

Eiður Smári æfir með liði Philadelphia

3 hours 7 min ago
Eiður Smári Guðjohnsen er þessa dagana við æfingar í Bandaríkjunum eins og mbl.is greindi frá á dögunum. Þar sem tímabilið er búið hjá Bolton í ensku B-deildinni vildi Eiður Smári halda sér í formi fyrir landsleikinn mikilvæga gegn Tékkum á Laugardalsvelli þann 12. júní.

Eins og froðufellandi naut

3 hours 18 min ago
Rósa Jónsdóttir hefur látið af fyrirætlunum sínum um að hlekkja sig við Hegningarhúsið eftir að ákveðið var að færa dóttur hennar, sem hefur sætt einangrun þar, til Akureyrar. Hún segist aldrei hafa farið fram á sérúrræði fyrir dóttur sína heldur einfaldlega viðunandi úrræði.

„Þetta bætir gráu ofan á svart“

3 hours 37 min ago
Verkfall hjúkrunarfræðinga hófst á miðnætti og eru áhrifin nú þegar orðin töluverð. Helmingsmönnun var hjá hjúkrunarfræðingum á sjúkrahúsinu á Akureyri í dag og aðeins bráðatilvikum sinnt. Á sjúkrahúsinu í Neskaupstað var öllum skurðaðgerðum frestað og engin ungbarnavernd eða skólaheilsugæsla.

UEFA vill fresta kosningu forseta FIFA

3 hours 39 min ago
Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, vill að kosningu um forseta Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, sem fram eiga að fara á föstudaginn verði frestað.

Ásgeir Trausti með tónleika á Esjunni

3 hours 54 min ago
Ásgeir Trausti spilar á Esjunni ásamt hljómsveit sinni föstudaginn 29. maí. Tónleikarnir verða haldnir hjá Steini, frítt er inn og allir velkomnir. Herlegheitin byrja undir berum himni klukkan 18, en þá þeytir Dj Yamaho skífum. Að því loknu, eða klukkan 20, stígur Ásgeir á svið og gefur forsmekk af tónleikum sínum sem verða í Hörpu þann 16. júní, að því er segir í tilkynningu.

Fólkið heima í erfiðri stöðu

4 hours 23 min ago
„Ég held að það finni mest fyrir því [verkfallinu] það fólk sem bíður heima og fær ekki þjónustu,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á LSH. Hún segir fyrsta sólarhringinn hafa gengið vel en um 50 undanþágubeiðnir hafa verið afgreiddar til að sinna málum af ýmsu tagi.

„Þetta er áfall“

6 hours 47 min ago
„Manni er náttúrulega brugðið við þessi tíðindi vegna þess að eftir umræðu síðustu ára þá er ljóst að þetta er mjög alvarlegt,“ segir formaður Knattspyrnusambands Íslands um aðgerðir lögreglu vegna ásakana um spillingu innan FIFA.

Var hætt að njóta og hlakka til

7 hours 23 min ago
Sólveig Þórarinsdóttir lifði hátt og hratt. Hún vann í banka og segir að það hafi verið mikill hamagangur í lífi hennar sem gerði það að verkum að hún var hætt að njóta augnabliksins. Ég heimsótti hana í jógastöðina hennar, Sólir, sem er staðsett úti á Granda.

Þarf endurhæfingu en situr heima

7 hours 32 min ago
Anne Kristine Magnúsdóttir hóf endurhæfingu á dagdeild Grensásdeildarinnar í síðustu viku. Þangað átti hún að mæta þrisvar í viku enda máttlaus eftir aðgerð og þarf nauðsynlega á endurhæfingu að halda. Þess í stað bíður hún heima þar sem deildin er lokuð vegna verkfalls hjúkrunarfræðinga.

Eru ódýr vín betri en dýr vín?

7 hours 40 min ago
Allir vita að hærra verð þýðir meiri gæði. Eða hvað? Þegar fólk var beðið að smakka bæði dýr og ódýr rauðvín kom í ljós að því þykir dýra vínið almennt að minnsta kosti jafngott og það ódýrasta. Vínsérfræðingar eru oft ósammála hverjir öðrum, en stundum eru þeir ósammála sjálfum sér, og gefa sama víninu mismunandi einkunn í blindsmökkun.

Verkföllum SGS frestað

7 hours 45 min ago
Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands hefur gengið frá samkomulagi við Samtök atvinnulífsins um að fresta fyrirhuguðum verkföllum um sex daga.

Hreinsanir framundan hjá Liverpool

8 hours 25 min ago
Reiknað er með að gerðar verði miklar breytingar á leikmannahópi Liverpool í sumar áður en næsta tímabil gengur í garð.

Reyndi að „manna sig upp“

8 hours 56 min ago
„Ég klippti á mér hárið, keypti gleraugu, hætti að mála mig, fór í dragt í stað þess að vera í kjólum. Ég ætlaði að manna mig upp. Það gekk hins vegar ekki. Ekkert gekk neitt frekar og ég leit bara hræðilega út,“ sagði frumkvöðullinn Ingrid Vanderveldt á Startup Iceland ráðstefnunni í Hörpu í dag.

Bryndís nýr ríkissáttasemjari

10 hours 3 min ago
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur skipað Bryndísi Hlöðversdóttur í embætti ríkissáttasemjara til næstu fimm ára. Bryndís tekur við embætti ríkissáttasemjara 1. júní næstkomandi af Magnúsi Péturssyni sem gegnt hefur embættinu frá árinu 2008.

Sinna verstu sárunum í verkfalli

10 hours 16 min ago
Einn hjúkrunarfræðingur er við störf hjá heimahjúkrun höfuðborgarsvæðisins á heilsugæslunni Sólvangi í Hafnarfirði í dag. Hann sinnir aðeins bráðaerindum, meðal annars þeim sem þurfa lyf í æð eða brunn og þeim sem eru með slæm sár.

Elín ósátt við eggjakastið

10 hours 16 min ago
„Mótmæli eru hluti að lýðræðinu og styð það að kjósendur mótmæli því sem þeim mislíkar hjá stjórnvöldum en það verður að gera af yfirvegun og málefnalega; skemmdarverk og ofbeldi eiga alls ekki heima í þessu samhengi.“

Eldar Ástþórsson tók sæti á þingi

10 hours 47 min ago
Eldar Ástþórsson tók í dag sæti á Alþingi fyrir Bjarta framtíð í forföllum Bjartrar Ólafsdóttur þingmanns flokksins. Eldar hefur ekki áður tekið sæti á Alþingi og var því landskjörstjórn kölluð saman að ósk forseta þingsins til þess að gefa út kjörbréf fyrir hann.

Forseti FIFA einn valdamesti maður heims

10 hours 47 min ago
Sepp Blatter, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA) og Jerome Valcke, framkvæmdastjóri FIFA, tengjast ekki rannsókn lögreglunnar á spillingarmálum innan sambandsins. Frá þessu var greint á blaðamannafundi í morgun. Blatter, sem er ekki óumdeildur, sækist nú eftir sínu fimmta kjörtímabili.

Litla stúlkan í ómerktri gröf

11 hours 20 min ago
Undir greinum bananatrjánna eru aðeins örfá blóm til merkis um að þar hvíli þriggja ára stúlka, Shahira Bibi. Síðustu vikur lífs hennar voru skelfilegar.

Pages

Morgunblaðið