Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 43 min 4 sec ago

Stráfelldu Boko Haram-liða

5 hours 29 min ago
Vel á annað hundrað meðlimir hryðjuverkasamtakanna Boko Haram voru felldir þegar samtökin gerðu áhlaup á hóp hermanna Tjad í nágrannaríkinu Kamerún. Tveir hermenn Tjad létust og tólf særðust í árásinni.

Hélt að Gyrðir fengi verðlaunin

6 hours 2 min ago
„Ég er gríðarlega ánægður með að fá þessi verðlaun, en verð samt að viðurkenna að þetta kom mér á óvart því ég var svo sannfærður um að Gyrðir [Elíasson] myndi fá verðlaunin í ár,“ segir Ófeigur Sigurðsson, höfundur Öræfa, en hann fékk í dag Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir bók sína.

Bandaríkjamenn drápu efnavopnafræðing

6 hours 24 min ago
Bandaríski herinn sendi frá sér tilkynningu í dag um það að loftárás sem gerð var um síðustu helgi á skotmörk nærri írösku borginni Mosul hefði verið vel heppnuð. Í árásinni hefði efnavopnafræðingur samtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki fallið.

„Viðreisn er að viðra sína vængi“

6 hours 55 min ago
Ingvi Hrafn Jónsson, sjónvarpsstjóri ÍNN, segir að stórpólitísk tíðindi felist í stofnun nýrrar sjónvarpsstöðvar, Hringbrautar. „„Viðreisn er að viðra sína vængi og þetta eru fyrstu skref þeirra í stórveldisdraumum að koma 10 eða 12 mönnum á þing í næstu kosningum,“ segir hann.

Amen lýst gjaldþrota

6 hours 55 min ago
Félagið Amen ehf. til heimilis að Laugavegi 3, 101 Reykjavík, var úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur 21. janúar sl. Samkvæmt upplýsingum í Lögbirtingablaðinu var fyrirtækið stofnað 3. júní 2013 og stofnandinn var félagið Að eilífu ehf.

Sigldu inn á lífvænlegt svæði

7 hours 21 min ago
Fjarreikistjörnur sem líkjast jörðinni gætu hafa verið mun líkari smávöxnum útgáfum af reikistjörnunni Neptúnusi fyrst eftir myndun þeirra. Ný rannsókn bendir til þess að mögulegt sé að slíkar reikistjörnur hafi myndast fjarri sólstjörnum sínum en nálgast þær með tímanum og tapað stærstum hluta lofthjúps síns. Þær gætu mögulega hýst líf.

Horfur úr stöðugum í jákvæðar

7 hours 24 min ago
Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur breytt horfum um lánshæfiseinkunn ríkissjóðs Íslands úr stöðugum í jákvæðar. Einkunnin fyrir langtímaskuldbindingar ríkissjóðs í erlendri mynt er BBB og í innlendri mynt er hún BBB+.

Alltaf sama skítaveðrið á Íslandi

7 hours 25 min ago
Skötuhjúin Gylfi Þór Sigurðsson og Alexandra Helga Ívarsdóttir kíktu í stutta heimsókn til Íslands um seinustu helgi. „Maður er alltaf jafn hissa á því skítaveðri sem landið býður manni uppá.“

„Hefur ekkert með íþróttir að gera“

7 hours 39 min ago
„Þetta var ekki háttvísi. Þýskalandi tapaði líka fyrir Katar og það sem gerðist í dag hefur ekkert með íþróttir að gera,“ sagði pólski línumaðurinn Bartosz Jurecki eftir tap Pólverja gegn Katar í undanúrslitum á HM í handbolta.

Fer að gera auknar kröfur

7 hours 44 min ago
„Ég bjóst nú ekki við því að fá þessi verðlaun í lífinu og hvað þá fyrir sextugt,“ segir Bryndís Björgvinsdóttir, höfundur Hafnfirðingabrandarans, en hún hlaut í dag Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barna- og ungmennabóka. Hún segir það nýtt fyrir sér að fá margar viðurkenningar.

„Eins og logar bak við Skálafell“

8 hours 47 min ago
„Eins og logar bak við Skálafell,“ segir viðmælandi mbl.is um tignarlega norðurljósasýningu sem er yfir höfuðborgarsvæðinu. Stjörnubjart er, tunglskin og nokkurt frost. Ákjósanlegar aðstæður fyrir norðurljós.

Átta kepptu á Vetrarólympíuhátíðinni

10 hours 24 min ago
Átta íslensk ungmenni tóku þátt í tólftu Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar sem fram fór í Montafon í Austurríki í þessari viku, frá mánudegi, og lýkur formlega í kvöld.

Ásmundur Stefánsson selur 110 milljóna hús

10 hours 25 min ago
Við Mávanes í Arnarnesinu í Garðabæ stendur eitt mest sjarmerandi hús landsins. Það var byggt 1968 og er 582 fm að stærð. Húsið stendur á sjávarlóð og er guðdómlegt útsýni út á haf.

Viðræðum við aðskilnaðarsinna frestað

10 hours 34 min ago
Ekkert varð af friðarviðræðum milli aðskilnaðarsinna og stjórnvalda í Úkraínu sem áttu að hefjast í dag. Boðað hafði verið til fundar í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, en fulltrúar stjórnvalda í Kænugarði létu ekki sjá sig.

Gosinu gæti lokið eftir 4 til 15 mánuði

10 hours 51 min ago
Enn er öflugt eldgos í Holuhrauni og er talið að hraunrennslið sé nú um hundrað fermetrar á sekúndu en það samsvarar rennsli Skjálfandafljóts. Verulegar líkur eru á því að atburðarásin þróist áfram með sama hætti og verið hefur undanfarna mánuði, sem er hægt minnkandi virkni.

Hef aldrei séð annað eins

11 hours 11 min ago
„Áhorfendur á leiknum í kvöld urðu vitni að einhverjum stórkostlegasta leik hornamanns sem ég hef séð á öllum mínum ferli,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari Dana, um frammistöðu Lasse Svan, hornamanns danska landsliðsins, sem skoraði 13 mörk úr jafnmörgum tilraunum gegn Slóveníu á heimsmeistaramótinu í kvöld.

Miklar grynningar í Landeyjahöfn

11 hours 33 min ago
Ráðamenn í Vestmannaeyjum funduðu í dag um stöðuna í Landeyjahöfn en miklar grynningar eru nú í og við höfnina, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem teknar voru í gær. Bæjarstjórinn segir ekkert við stöðuna koma á óvart.

Varast ber Bláa naglann

11 hours 37 min ago
Landlæknisembættið segir mikilvægt að ákvörðun um skimun fyrir ristilkrabbameini sé tekin af heilbrigðisyfirvöldum í samstarfi við þá sérfræðinga sem best þekkja til sjúkdómsins. Próf sem Blái naglinn sendir fimmtugum landsmönnum geti skapað falskt öryggi enda uppfylli það ekki ítrustu kröfur.

Danmörk - Slóvenía, staðan er 11:8

13 hours 51 min ago
Danmörk og Slóvenía mætast í seinni leiknum í dag í leikjunum um sæti 5-8 á heimsmeistaramótinu í handknattleik í Katar. Fylgst er með gangi mála í leiknum hér á mbl.is en flautað er til leiks klukkan 15.30 sem og í leik Katar og Póllans í fyrri undanúrslitaleiknum.

Walker: Iceland í „djúpum skít“

13 hours 58 min ago
Malcolm Walker, forstjóri og stofnandi Iceland Foods verslunarkeðjunnar í Bretlandi, segir að fyrirtækið sé í „djúpum skít“ eins og sakir standa. Hann lofar því hins vegar að fyrirtækið muni ná sér á strik sem fyrst og koma sterkt til baka.

Pages

Morgunblaðið