Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 2 hours 47 min ago

Flóð kostaði fimm lífið

Sat, 04/30/2016 - 15:51
Kona og fjögur barnabörn hennar létu lífið í gær í bænum Palestine í Texas-ríki í Bandaríkjunum eftir að mikil flóð hrifu þau með sér frá heimili þeirra. Samkvæmt frétt AFP jókst skyndilega mjög vatnsmagnið í læk skammt frá íbúabyggð í bænum.

Kona tilnefnd sem rektor herskólans

Sat, 04/30/2016 - 15:19
Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur lagt til að kona verði í fyrsta sinn rektor herskóla Bandaríkjanna sem gjarnan er nefndur West Point. Herskólinn hefur starfað í 216 ár en kona hefur aldrei stýrt skólanum.

Rigning eða slydda á morgun

Sat, 04/30/2016 - 14:49
Samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands er útlit fyrir fremur hæga breytilega átt á landinu í kvöld og á morgun. Ennfremur verður skýjað og einhver úrkoma gerir vart við sig um allt land. Ýmist rigning eða slydda.

10 eftirlýstustu glæpamenn Evrópu handteknir

Sat, 04/30/2016 - 14:30
Þremur mánuðum eftir að vefsíðan Europe’s Most Wanted Fugitives eða [e. Eftirlýstustu glæpamenn Evrópu], var sett í loftið með stuðningi Europol, er þegar búið að handsama tíu einstaklinga á listanum. Í a.m.k. sex tilfellum átti vefsíðan beinan þátt í handtökunni.

Drengir stálu leikföngum úr verslun

Sat, 04/30/2016 - 14:07
Tveir átta ára drengir tóku upp á því ræna leikföngum úr verslun í Bæjaralandi í Þýskalandi í vikunni í tvígang áður en upp komst um þá. Drengirnir byrjuðu ránið á þriðjudaginn þegar þeir höfuð á brott leikföng að andvirði 180 evrur eða sem nemur rúmlega 25 þúsund krónur.

Vann rúmar 48 milljónir króna

Sat, 04/30/2016 - 12:44
Heppinn lottóspilari er 48,6 milljónum króna ríkari eftir Lottó-útdrátt kvöldsins. Er hann einn um fyrsta vinninginn og fær hann því óskiptan.

Prinsessan stal senunni

Sat, 04/30/2016 - 12:35
Estelle, dóttir Viktoríu krónprinsessu, stal svo sannarlega senunni við hátíðarhöld í tilefni af afmæli afa síns Karls Gústafs Svíakonung, í beinni útsendingu á SVT.

Valsmenn kjöldregnir að Varmá

Sat, 04/30/2016 - 11:30
Aftureldingarmenn kjöldrógu Valsmenn að Varmá í dag í dag í fjórða undanúrslitaleik liðanna á Íslandsmóti karla í handknattleik í dag, 29:16. Þar með kemur til oddaleik milli liðanna um sæti í úrslitum Íslandsmótsins í Valshöllinni á þriðjudagskvöldið. Eftir sveiflurnar milli tveggja síðustu leikja liðanna er ómögulegt að segja hvað boðið verður upp á þriðjudaginn.

„Ég hef þagað allt mitt líf“

Sat, 04/30/2016 - 11:22
„Ég hef þagað allt mitt líf,“ sagði hinn 94 ára gamli Reinhold Hanning í gær við réttarhöld yfir honum í Þýskalandi en hann er ákærður fyrir aðild að dauða 170 þúsund manns sem fangavörður í útrýmingarbúðum nasista í Auschwitz á árum síðari heimsstyrjaldarinnar.

Heilbrigðismál sameina þjóðina

Sat, 04/30/2016 - 11:18
„Aðgangur að heilbrigðisþjónustu er eitt þeirra mála sem ég tel að sé meiri samstaða um en oft má ráða af umræðunni í þjóðfélaginu,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, á lokahátíð undirskriftarsöfnunarinnar „Endurreisum heilbrigðiskerfið“ í dag.

Andlát: Alyson J.K. Bailes

Sat, 04/30/2016 - 11:13
Alyson J.K. Bailes, aðjúnkt við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, lést í Skotlandi 29. apríl. Alyson var fædd í Manchester í Bretlandi 6. apríl árið 1949.

Welbeck kom Arsenal til bjargar

Sat, 04/30/2016 - 11:00
Danny Welbeck tryggði Arsenal 1:0 sigur Norwich City í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla á Emirates í dag. Mark Welbeck kom á 58. mínútu leiksins, en hann hafði skömmu áður komið inná sem varamaður.

Skipið komið til Seyðisfjarðar

Sat, 04/30/2016 - 10:35
Fiskiskip, sem Landhelgisgæslan hóf umfangsmikla leit að í gærkvöldi og hafði upp á um klukkan eitt í nótt, er komið til Seyðisfjarðar en þangað vísaði Gæslan skipinu.

Frá Akranesi til Kúbu

Sat, 04/30/2016 - 10:34
Tökur á áttundu kvikmyndinni í The Fast and The Furious bálkinum, Fast 8, eru nú hafnar að nýju á eyju víðsfarri Íslandi. Tökur á myndinni stóðu yfir á Mývatni og Akranesi síðustu vikur en tökuliðið hefur nú fært sig á hlýrri slóðir, nefnilega til Kúbu.

„86.000 radda kór hefur tjáð sig“

Sat, 04/30/2016 - 08:52
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, afhenti Sigurði Inga Jóhannssyni, forsætisráðherra, veglegan bunka með 86.729 undirskriftum við lokahátíð und­ir­skrifta­söfn­un­ar­inn­ar „End­ur­reis­um heil­brigðis­kerfið“ sem fram fór í húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar í dag.

Enski boltinn kl. 14.00 - bein lýsing

Sat, 04/30/2016 - 08:44
Það eru fimm leikir á dagskrá ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla klukkan 14.00 í dag. Fylgst er með gangi mála í leikjunum hér á mbl.is.

„Það er engin framtíð“

Sat, 04/30/2016 - 08:30
Fimm manna fjölskyldu frá Úsbekistan, sem sótt hafði um hæli hér á landi vegna trúarofsókna í heimalandinu, var vísað úr landi á þriðjudag án þess að mál þeirra fengi efnislega meðferð. Eftir átta mánaða dvöl hér voru þau send til Frakklands því þau millilentu þar á leiðinni til Íslands í fyrra.

Dagur reið niður Skólavörðustíg

Sat, 04/30/2016 - 07:44
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri reið niður Skólavörðustíginn í dag í skrúðreið sem er Hestadögum, viðburði sem Landssamband hestamannafélagi stendur fyrir í samstarfi við Íslandsstofu. Riðið var frá Hallgrímskirkju.

Eurovision bannar fána Palestínu

Sat, 04/30/2016 - 07:23
Áhorfendum á Eurovison er bannað að veifa fána Palestínu og einnig fána með merki Ríkis íslams, í Globen-höllinni í Stokkhólmi í keppninni í ár.

Flaug þotu „óvarlega og ófagmannlega“

Sat, 04/30/2016 - 05:41
Rússar segja að það hafi verið rétt ákvörðun að afhjúpa flugvél bandaríska flughersins sem þeir segja að hafi verið í njósnarferð yfir Eystrasalti á föstudag. Í yfirlýsingu frá Pentagon segir að rússneskur þotuflugmaður hefði látið „óvarlega og ófagmannlega“ þar sem hann sneri vélinni ítrekað og flogið henni skrúflínulaga í kringum bandarísku þotuna.

Pages

Morgunblaðið