Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 1 hour 48 min ago

Sprengingar í Istanbúl

2 hours 23 min ago
Sprengingar heyrðust við íþróttaleikvang í Istanbúl nú rétt í þessu samkvæmt AFP-fréttastofunni.

Tillerson utanríkisráðherra Trump

2 hours 50 min ago
Rex Tillerson, forstjóri Exxon-olíufyrirtækisins, verður að öllum líkindum næsti utanríkisráðherra Bandaríkjanna og er búist við að Donald Trump, nýkjörinn forseti landsins, tilkynni skipanina síðar í dag að sögn fréttastofu NBC-sjónvarpsstöðvarinnar.

Vardy með þrennu í öruggum sigri á Man City

2 hours 56 min ago
Jamie Vardy er kominn í gang eftir að hafa ekki skorað fyrir Leicester í ensku úrvalsdeildinni síðan í september, en hann setti þrennu gegn Manchester City í 4:2 sigri meistaranna nú undir kvöld.

Ragnheiður Sara sigraði í Dubai

3 hours 42 min ago
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir fór með sigur af hólmi í kvennaflokki á Crossfit-leikunum Dubai Fitness Championship, sem lauk í dag. Annie Mist Þórðardóttir, sem í tvígang hefur orðið heimsmeistari í Crossfit, varð í þriðja sæti og Björgvin Guðmundsson var efstur íslensku karlanna, í 7. sæti.

Hætti að syngja í miðju lagi

4 hours 3 min ago
Bandaríska söngkonan Patti Smith hætti skyndilega söng sínum í athöfn til heiðurs Bob Dylan, handhafa bókmenntaverðlauna Nóbels í ár.

Gylfi kom Swansea City á bragðið

5 hours 33 min ago
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eitt mark og gaf eina stoðsendingu í 3:0-sigri Swansea City gegn Sunderland í fallbaráttuslag á Liberty Stadium í 15. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla í dag. Arsenal komst upp að hlið Chelsea á toppi deildarinnar með 3:1-sigri sínum gegn Stoke City.

Rassaklórið móðgaði íbúa Hawaii

5 hours 43 min ago
Bandaríska leikkonan Jennifer Lawrence hefur beðist afsökunar fyrir að segja sögu af því er hún klóraði sér á rassinum á heilögum steini á Hawaii.

Komið að ögurstund í óformlegum viðræðum

5 hours 46 min ago
Liggja þarf fyrir eftir helgi hvort óformlegar stjórnarmyndunarviðræður Pírata, VG, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar verða að formlegum stjórnarmyndunarviðræðum. Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, í samtali við mbl.is eftir fund formanna flokkanna nú síðdegis.

17 sóttu um embætti borgarritara

6 hours 12 min ago
Sautján umsóknir bárust um starf borgarritara, en umsóknarfrestur rann út 5. desember síðastliðinn. Umsækjendur voru: Ásta Valdimarsdóttir, framkvæmdastjóri, Birgir Finnbogason, endurskoðandi, Elínrós Líndal, forstöðumaður, Finnur Þ.

Sjöfaldur styrkur svifryks í Reykjavík

6 hours 27 min ago
Styrk­ur svifryks er yfir heilsu­vernd­ar­mörk­um í Reykja­vík í dag. Við loftgæðamælistöðina á Grensásvegi mælist styrkurinn 366,4 µg/​m3 sem er rúmlega sjö sinnum meira en 50 µg/​m3 mörkin leyfa.

Takk fyrir síðast hvað?

6 hours 29 min ago
Erlendur ferðamaður spurði á vefsíðu nokkurri hverjir væru óvenjulegir siðir Íslendinga. Meðal þess sem honum var ráðlagt var að sjúga frekar upp í nefið en snýta sér og muna að fara úr skónum áður en hann gengi inn á heimili. Það þættu mannasiðir á Íslandi þótt það væru ósiðir annars staðar.

Hóstaði og kúgaðist í aftökunni

6 hours 45 min ago
Fangi sem var á dauðadeild fangelsis í Alabama, fékk hóstakast og kúgaðist er verið var að taka hann af lífi á fimmtudagskvöld. Lögmenn hans höfðu ítrekað reynt að fá aftökunni frestað, m.a. þar sem þeir segja að lyfin sem notuð eru til að aflífa fanga séu ekki örugg.

Segja Rússa bera ábyrgð á netárásum

12 hours 12 min ago
Bandarískar leyniþjónustur, m.a. CIA, halda því nú fram að rússnesk yfirvöld hafi haft puttana í forsetakosningunum í landinu og beri að hluta til ábyrgð á góðu gengi Donalds Trump. Greint er frá þessu í fjölmiðlum vestanhafs.

Fleiri bandarískir hermenn til Sýrlands

12 hours 15 min ago
Bandarísk stjórnvöld ætla að senda um 200 hermenn til Sýrlands til viðbótar við þá sem þegar eru í landinu til þess að aðstoða bandalag kúrdneskra og arabískra hersveita við að taka bæinn Raqa sem verið hefur á valdi hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams.

Salka: „Meira stelpur, meira!“

12 hours 18 min ago
Salka Sól stóð upp og kallaði „meira stelpur, meira!“ Í miðju söng-einvígi Sesselíu og Hrafnhildar í sjónvarpsþáttunum The Voice Ísland. Söngkonurnar sem eru báðar reynsluboltar juku við kraftinn og einvígið var svo jafnt að Salka átti í mestu erfiðleikum með að velja sigurvegara.

Skipað að fara í jólaskap

12 hours 37 min ago
Ríkisstjórn Venesúela hefur gert um 200 embættismenn og hermenn út til þess að neyða verslanaeigendur í Caracas, höfuðborg landsins til þess að halda jólaútsölur. Markmiðið er að reyna að skapa jólastemningu með handafli segir í frétt AFP.

Ferðaþjónustuþorp til sölu

Fri, 12/09/2016 - 23:57
„Ég tel að ekki séu mörg svona tækifæri í boði,“ segir Sverrir Kristinsson, fasteignasali hjá Eignamiðlun.

„Grínagtugt“ komi Píratar Katrínu í stjórnarráðið

Fri, 12/09/2016 - 23:53
„Það mun í besta falli verka grínagtugt og í versta falli hlægilegt af það verður Birgitta sem semur Katrínu Jakobsdóttur í stjórnarráðið eftir að henni mistókst það sjálfri vegna þreytu,“ segir Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra Samfylkingarinnar, á Facebook-síðu sinni í dag.

Andlát: Hallvarður Einvarðsson

Fri, 12/09/2016 - 21:30
Hallvarður Einvarðsson, fyrrverandi ríkissaksóknari, lést 8. desember síðastliðinn, 85 ára að aldri.

Ólga ef ekki næst sátt

Fri, 12/09/2016 - 21:30
Reiknað er með því að frumvarpi um lífeyrismál verði dreift á Alþingi á fyrsta þingdegi í næstu viku, á þriðjudag.

Pages

Morgunblaðið