Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 1 hour 36 min ago

Tannlæknar tilkynna meinta vanrækslu

2 hours 10 min ago
Barnaverndarnefndum hér á landi berast af og til tilkynningar vegna gruns um að tannheilsa barna sé vanrækt. Komi barn með mjög skemmdar tennur til tannlæknis og þar af leiðandi illa haldið af verkjum og skilar sér ekki í tíma sem bókaður hefur verið vegna viðgerða ber tannlæknum að tilkynna um meinta vanrækslu til barnaverndar.

Aldraðir íbúar stefna borginni

2 hours 13 min ago
Aldraðir íbúar fjölbýlishússins Þorragötu 5-9 hafa stefnt Reykjavíkurborg vegna einhliða ákvörðunar velferðarráðs borgarinnar að loka dagdvöl fyrir aldraða sem um árabil hefur verið starfrækt í Þorraseli, Þorragötu 3, og flytja þjónustuna að Vesturgötu 7. Húsnæðið við Þorragötu 3 verður nú nýtt í frístundastarfsemi fyrir börn og unglinga.

„Þeir mæta brjálaðir til leiks“

2 hours 37 min ago
Það má fastlega reikna með því að Hannes Þór Halldórsson markvörður íslenska landsliðsins í knattspyrnu hafi nóg að gera á milli stanganna þegar Ísland etur kappi við Holland í undankeppni Evrópumótsins á Amsterdam Arena vellinum á fimmtudagskvöldið.

Bílslys í Skagafirði

2 hours 54 min ago
Ökumaður var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri eftir að hafa ekið útaf veginum við Álftagerði í Skagafirði um níu leytið í morgun.

Líkið er af Frakka

3 hours 3 min ago
Kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur borið kennsl á líkið sem fannst í Laxárdal í Nesjum hinn 18. ágúst sl. Staðfest er að um að ræða 19 ára gamlan franskan ríkisborgara að nafni Florian Maurice François Cendre.

Merkja stúlkurnar með húðflúrum

3 hours 3 min ago
Sífellt algengara er að stúlkur í Bandaríkjunum sem gerðar eru út í vændi beri húðflúr sem tengir þær við fólkið sem stjórna lífi þeirra, fólkið sem selur þær. Flúrin eru skýr merki til annarra um að stúlkurnar séu fráteknar, aðrir séu þegar að selja þær.

Real Madrid gefur út yfirlýsingu

3 hours 16 min ago
Eins og greint hefur verið frá hér á mbl.is telja forráðamenn Manchester United sig hafa sent kollegum sínum hjá Real Madrid skjöl varðandi félagaskipti David de Gea með nægilegum fyrirvara. Forráðamenn Real Madrid virðast hins vegar vera á öðru máli.

Rýma brautarstöðina

8 hours 19 min ago
Fleiri hundruð lögreglumenn eru nú á aðalbrautarstöðinni í Búdapest og taka þátt í því að rýma stöðina. Fleiri hundruð flóttamenn eru á brautarstöðinni í þeirri von að komast frá Ungverjalandi til annarra landa.

Við erum ennþá litla liðið

8 hours 32 min ago
,,Okkar bíður heldur betur krefjandi en skemmtilegt verkefni,“ sagði miðvörðurinn Kári Árnason við Morgunblaðið eftir fyrstu æfingu íslenska landsliðsins fyrir stórleikinn gegn Hollendingum í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Amsterdam á fimmtudagskvöldið.

Tólf þúsund vilja aðstoða

8 hours 45 min ago
Tólf þúsund hafa lýst sig reiðubúna til að veita aðstoð við að taka á móti flóttamönnum hér á landi. Framtakið hefur vakið athygli erlendra fjölmiðla.

Heimsþekktur píanóleikari myrtur

Mon, 08/31/2015 - 23:46
Heimsþekktur píanóleikari, Natalia Strelchenko, var myrt á heimili sínu á sunnudag. Eiginmaður hennar, sem er norskur hefur verið grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína.

Nýjar merkingar eftir banaslysið

Mon, 08/31/2015 - 22:30
Rekstraraðilar við Jökulsárlón hafa komið upp nýjum varúðarskiltum og girt af það svæði sem hjólabátum er jafnan ekið á milli þjónustumiðstöðvar og lónsins sjálfs.

BHM stefnir ríkinu fyrir Félagsdómi

Mon, 08/31/2015 - 22:30
BHM hefur stefnt íslenska ríkinu fyrir Félagsdómi vegna vangoldinna launa ljósmæðra síðan í verkfalli félagsins. Stefnt er að því að taka málið fyrir þann 9. september.

Hækkanir frá 18 til 45%

Mon, 08/31/2015 - 22:30
„Ég held að það sé alveg ljóst að það mun reyna á forsendur í kjarasamningi okkar,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins (ASÍ).

Fréttamenn ákærðir í Tyrklandi

Mon, 08/31/2015 - 16:43
Tyrknesk yfirvöld ákærðu í dag þrjá fréttamenn í suðaustur Tyrklandi. Að sögn vinnuveitenda mannanna, fréttastofunnar VICE, hafa þeir verið sakaðir um að starfa fyrir „hryðjuverkasamtök“.

Fjórtán birnir fastir í búrum sínum

Mon, 08/31/2015 - 16:13
Fjölmörg dýr drukknuðu í dýragarði í rússnesku borginni Ussuriysk eftir að á í borginni flæddi yfir bakka sína. Þar að auki eru fjórtán birnir fastir í búrum sínum og eitt ljón.

United sendi pappírana of seint

Mon, 08/31/2015 - 15:33
Eins og fram kom á mbl.is í kvöld virðist sem ekkert verði af félagaskiptum David de Gea til Real Madrid, en spænska félagaskiptaglugganum lokaði klukkan 22 að íslenskum tíma í kvöld, sólarhring á undan þeim enska.

Skotinn 15 sinnum á bensínstöð

Mon, 08/31/2015 - 15:07
Lögreglumaður í Texas í Bandaríkjunum var skotinn til bana á bensínstöð á föstudagskvöldið. Sá sem grunaður er um verknaðinn kom frammi fyrir dómara í dag. Þá kom fram að lögreglumaðurinn, Darren Goforth, hafi verið skotinn fimmtán sinnum.

Komið nóg af dauða og þjáningum

Mon, 08/31/2015 - 14:51
Fjöldi fólks mótmælti slæmri meðferð hælisleitenda í Vín höfuðborg Austurríkis í dag í kjölfar þess að lík 71 hælisleitanda fundust í yfirgefnum flutningabíl í landinu fyrir helgi. Fram kemur í frétt AFP að þátttakendur hafi verið um 20 þúsund talsins.

Fjölmargir vilja veita hjálparhönd

Mon, 08/31/2015 - 14:32
„Kæra Eygló, ég og dóttir mín getum boðið flóttamönnum frá Sýrlandi hlýju, virðingu og vináttu. Við getum að auki gefið notuð föt, húsgögn og húsbúnað sem við þurfum ekki lengur sjálfar á að halda.“

Pages

Morgunblaðið