Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 2 min 11 sec ago

Balotelli er ekki slæmur strákur

27 min 36 sec ago
Fyrrverandi landsliðsþjálfari Ítalíu í knattspyrnu, Cesare Prandelli, segir að sóknarmaðurinn Mario Balotelli sé góður leikmaður sem skorti hvatningu.

Missti eiginkonu sína á Everest

31 min 36 sec ago
Hin ástralska Maria Strydom lést í örmum eiginmanns síns á leiðinni niður af tindi Everest. Hún átti aðeins 15 mínútur ófarnar á toppinn þegar hún gat ekki meira, og beið á meðan samferðarmenn hennar náðu markmiði sínu.

Forstjóri ZIG framdi sjálfsvíg

57 min 43 sec ago
Fyrrverandi forstjóri tryggingafélagsins Zurich Insurance Group, Martin Senn, framdi sjálfsvíg á föstudaginn en hann hætti störfum hjá fyrirtækinu í desember. Þáverandi fjármálastjóri fyrirtækisins, Pierre Wauthier, framdi sjálfsvíg fyrir tæpum þremur árum síðan.

Getnaðarvarnir ekki fyrir múslima

59 min 36 sec ago
Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, sagði í dag að það hentaði ekki fjölskyldum múslima að skipuleggja stærð sína eða nota getnaðarvarnir. Sagði hann að það væri á ábyrgð tyrkneskra kvenna að sjá til þess að íbúum landsins fjölgaði áfram.

Fá brennivín og bjór í einkaþotuna

1 hour 49 min ago
Nú stendur til að lokka þá sem eiga leið hjá Íslandi á einkaþotum sínum til að stoppa hér á landi. Gulrótin er gjafapakki með kippu af bjór, flösku af brennivíni, kassa af vatni og vörum frá Bláa lóninu. Gjafapakkinn hefur verið í boði í tæpan mánuð en enginn hefur þegið hann.

Dráp Harambe vekur athygli

2 hours 2 min ago
Drengurinn sem féll í górillugryfjuna í Cincinnati Zoo & Botanical Garden á laugardag hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi og dvelur nú heima í faðmi fjölskyldunnar. Hann er sagður ómeiddur, en starfsmenn dýragarðsins skutu og drápu górillu í garðinum af ótta við að líf drengsins væri í hættu.

Hálendið betra heilt en gróið

2 hours 3 min ago
Fáir Íslendingar hafa komið á hálendið þrátt fyrir að það sé raunverulegt hjarta landsins. Erfitt er að þekkja slíkan fjársjóð og taka ákvarðanir um verndun hans þegar fólk hefur ekki séð hann. Tómas Guðbjartsson hjartalæknir segir bestu leiðina til umhverfisverndar að fara með fólk á staðinn.

Borga 13 þúsund fyrir flugið

3 hours 51 min ago
Meðalverð á flugferðum sem stjórnarráðið mun kaupa fyrir starfsmenn sína hjá WOW er 13.462 krónur. Ríkið mun ganga til samninga við flugfélagið eftir útboð á farmiðakaupum og var tilboð WOW langt undir áætluðu kostnaðarverði.

Heard var gift í laumi

4 hours 25 min ago
Amber Heard, sem á dögunum sótti um skilnað frá eiginmanni sínum, leikaranum Johnny Depp, hafði áður verið gift.

Reyna að endurheimta Fallujah

4 hours 33 min ago
Íraskar hersveitir hófu innreið sína í borgina Fallujah snemma í morgun úr þremur mismunandi áttum. Markmiðið er að endurheimta borgina úr höndum Ríkis íslams. Ellefu fórust jafnframt í þremur sprengingum í Bagdad.

„Ég er mjög þreyttur“

4 hours 37 min ago
Portúgalinn Cristiano Ronaldo þarf að hvíla lúin bein áður hann hefur leik á Evrópumótinu í knattspyrnu í sumar. Portúgal mætir Íslandi í fyrsta leik beggja liða á mótinu, 14. júní.

Háloftin full af læknanemum

5 hours 10 min ago
„Við þurfum að kunna öll öryggisatriði um borð vel og vera með skyndihjálpina á hreinu svo það hjálpar að vera með smá bakgrunn í því,“ segir Sara Margrét Guðnýjardóttir, en hún er ein ellefu læknanema á öðru ári í HÍ sem fengu starf sem flugliðar hjá Icelandair í sumar.

„Krókódíll náði mér!“

5 hours 12 min ago
Óttast er að kona á fimmtugsaldri sé látin eftir að krókódíll reif hana með sér þegar hún var að synda við strönd í norðurhluta Ástralíu með vinkonu sinni. Hún er sögð hafa hrópað „Krókódíll náði mér!“ áður en hún hvarf.

Þriðjungur dauður eða deyjandi

5 hours 45 min ago
Að minnsta kosti 35% kórala í sumum hlutum Kóralrifsins mikla undan ströndum Ástralíu eru dauð eða deyjandi vegna gríðarlegrar fölnunar af völdum loftslagsbreytinga, að sögn þarlendra vísindamanna. Fölnun kóralanna nú er talin sú versta sem sögur fara af.

Fyrirliðinn átti að vita betur

6 hours 30 min ago
Hvenær slær maður mann í pung og hvenær slær maður ekki mann í pung? Þessar furðulegu vangaveltur voru manni efstar í huga eftir 1:0-sigur ÍBV á Þrótti R. í Laugardalnum í gær, í 6.

Aðalsamningamaður í Sýrlandi hættur

6 hours 31 min ago
Aðalsamningamaður stjórnarandstöðunnar í Sýrlandi í friðarviðræðum undir stjórn Sameinuðu þjóðanna hefur sagt af sér. Hann segir að friðarviðræðurnar hafi ekki borið árangur.

Bjargað frá mannræningjunum

7 hours 5 min ago
Mexíkóska knattspyrnumanninum Alan Pulido, sem leikur með Olympiacos í Grikklandi, hefur verið bjargað frá mannræningjum í heimalandi sínu en honum var rænt í gær.

Datt af hestbaki við Sauðárkrók

Sun, 05/29/2016 - 23:45
Ein manneskja var flutt á sjúkrahúsið á Akureyri eftir að hafa dottið af hestbaki rétt fyrir utan Sauðárkrók.

Slasaðist í árekstri við Arnarvatn

Sun, 05/29/2016 - 23:36
Tveir fólksbílar skullu saman við Arnarvatn í Mývatnssveit rétt fyrir klukkan 18 í gærkvöldi. Einn var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri en fjórir voru í bílunum tveimur.

Samtök flugfélaga lýsa áhyggjum

Sun, 05/29/2016 - 22:30
IATA, alþjóðasamtök áætlunarflugfélaga, hafa haft samband við flugleiðsögusvið Isavia og lýst áhyggjum sínum af afleiðingum yfirvinnubanns flugumferðarstjóra hér á landi.

Pages

Morgunblaðið