Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 8 min 33 sec ago

Tveir 17 ára piltar fundust látnir

3 hours 19 min ago
Tveir 17 ára piltar fundust látnir við klettaströnd í Norður-Yorkshire í Englandi á föstudag. Lögreglu barst tilkynning um líkfundina á föstudagskvöld þegar vegfarandi kom auga á lík piltanna við Huntcliff.

Jói Fel kjörinn formaður

3 hours 25 min ago
Bakarinn Jóhannes Felixson, eða Jói Fel, hefur verið kjörinn formaður Landssambands bakarameistara.

Hafið leit að 20 börnum í mars

4 hours 16 min ago
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur hafið leit að fleiri börnum í mars á þessu ári en leitað var að á fyrstu þremur mánuðum ársins í fyrra. Hafin hefur verið leit að 20 börnum í þessum mánuði og þykir það óvenju mikið miðað við árin á undan.

Saltkarmelupáskaeggið að gera allt vitlaust

4 hours 16 min ago
Það er líf og fjör í vöruþróunardeild súkkulaðiframleiðenda um þessar mundir og þó nokkrar nýungar í boði fyrir súkkulaðiþyrstann landann sem lætur sig dreyma um egg af öllum stærðum og gerðum.

Heitasti dagur ársins í Svíþjóð

4 hours 17 min ago
Veðrið hefur leikið við frændur okkar Svía um helgina en hitastigið hefur víða slagað hátt í tuttugu stigin. Heitasti dagur ársins er í dag, það sem af er ári, en í bænum Arvika mældist hitinn 19,1 stig klukkan fjögur í dag.

Fjögurra bíla árekstur í Breiðholti

4 hours 20 min ago
Fjögurra bíla árekstur varð á gatnamótum Breiðholtsbrautar og Stekkjabakka um fjögurleytið í dag. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu voru einhverjir fluttir á slysadeild.

Prestarnir sungu til fermingarbarna

4 hours 31 min ago
Fyrstu fermingarnar á höfuðborgarsvæðinu hófust um helgina. Í dag voru fermd alls 60 fermingarbörn í Grafarvogskirkju í tveimur athöfnum en tæplega 200 börn fermast í kirkjunni í ár í alls tíu athöfnum.

FH - Grótta, staðan er 9:6

6 hours 14 min ago
FH og Grótta mætast í 25. umferð Olísdeildar karla í handbolta í Kaplakrika klukkan 14.00 í dag. Leikurinn er í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Magnús endurkjörinn formaður SffR

6 hours 26 min ago
Magnús Már Guðmundsson, borgarfulltrúi, var endurkjörinn formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík á aðalfundi sem fram fór á fimmtudaginn. Á fundinum var jafnframt samþykkt eftirfarandi ályktun um heilbrigðisþjónustu við aldraða:

Björguðu þúsund manns á sex tímum

6 hours 29 min ago
Björgunarsveitir björguðu um 1.000 manns af vanþróuðum gúmmíbátum við strendur Líbýu í nótt en fólkið var á leið til Evrópu. Ein kona fannst látin.

Bardaginn hennar Sunnu sá besti

6 hours 44 min ago
Sunna Rannveig Davíðsdóttir hafði betur gegn Mallory Martin á Invicta FC 22 kvöldinu í Kansas í Bandaríkjunum í nótt. Bardaginn var mjög spennandi og skemmtilegur og var hann að lokum valinn besti bardagi kvöldsins

„Þið gerðuð ykkar besta“

6 hours 57 min ago
Fjölskylda lögreglumannsins Keith Palmer, sem var myrtur í Westminster hryðjuverkaárásinni í Lundúnum á miðvikudaginn hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem öllum sem hjálpuðu á vettvangi er þakkað. „Það var ekkert meira sem þið gátu gert,“ segir í yfirlýsingunni.

Mehrieh – kúgunartæki og jafnréttistól

7 hours 34 min ago
Þegar Sadegh gekk að eiga unnustu sína úr framhaldsskóla grunaði hann ekki að hann myndi enda uppi slyppur og snauður og eiga yfir höfði sér fangelsisvist vegna vangoldinnar skuldar við fjölskyldu eiginkonunnar.

Hefur fundið fyrir fordómum

8 hours 12 min ago
„Ég vil ekki alhæfa en hluti Íslendinga er með fordóma,“ svaraði Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, spurð af þáttastjórnanda Silfursins á Rúv, hvort Íslendingar væru fordómafullir í garð innflytjenda.

Geta ekki lesið síðustu skilaboðin

9 hours 57 min ago
Það má ekki vera til „neinn staður þar sem hryðjuverkamenn geta falið sig á“ og leyniþjónustan verður að geta haft aðgang að dulkóðuðum skilaboðum eins og þau sem eru notuð í WhatsApp. Þetta segir Amber Rudd, inn­an­rík­is­ráðherr­a Bretlands. BBC greinir frá.

Af hverju makríllinn „beygir til vinstri“

10 hours 51 min ago
Stækkun makrílstofnsins er meginástæða þess að útbreiðslusvæði hans stækkar, meðal annars vestur til Íslands og Grænlands. Umhverfisáhrif eins og hitastig og áta hafa þar ekki bein áhrif.

„Er hreint orðlaus“

10 hours 54 min ago
Arjen Robben fyrirliði hollenska landsliðsins í knattspyrnu var niðurlútur þegar hann ræddi við fréttamenn eftir 2:0 tap Hollendinga gegn Búlgörum í undankeppni HM í knattspyrnu í Sofiu í gærkvöld.

Flogið til Ísafjarðar á ný

11 hours 4 min ago
Flogið verður til Ísafjarðar í dag en flug þangað hefur legið niðri í tvo daga í röð vegna veðurs. Flugið er á áætlun, samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Flugfélags Íslands.

Skotárás í næturklúbbi

11 hours 6 min ago
Einn lést og 14 særðust í skotárás á næturklúbbi í Cincinatti í Ohio ríki Bandaríkjanna snemma í morgun.

Eitthvað um hálkubletti en víða autt

11 hours 18 min ago
Það eru hálkublettir á Sandskeiði, Hellisheiði, Þrengslum og á Lyngdalsheiði annars eru leiðir á Suðurlandi að mestu greiðfærar samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Pages

Morgunblaðið