Morgunblaðið

Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 1 hour 12 min ago

Tívolí rýmt vegna sprengjuhættu

1 hour 44 min ago
Lögreglan í Kaupmannahöfn rýmdi Tívolí í kvöld vegna grunsamlegs bíls sem talið er hugsanlegt að feli sprengju. Stórt svæði umhverfis Tívolí hefur verið girt af á meðan bíllinn er rannsakaður.

Verður barnabarnið gyðingur?

2 hours 1 min ago
Hillary og Bill Clinton eru að verða amma og afi, eins og greint var frá í vikunni. Tengdasonur þeirra, Marc Mezvinsky, er gyðingur og nú er mikið um það rætt vestra hvort barnabörnin verði gyðingar eða ekki.

Leyndardómar fundnir undir Jökli

2 hours 37 min ago
„Þetta svæði leynir á sér. Við hvert fótmál er eitthvað áhugavert,“ segir Þór Magnússon á Gufuskálum, sem leiddi blaðamann Morgunblaðsins um nýja heima í hellum undir jökli á Snæfellsnesi. Þór hefur fundið nokkra hella í hrauninu sem ekki var vitneskja um áður en umhverfið er líkast vísindaskáldsögu

Ráðvilltir íslenskir skiptinemar ný tískufyrirmynd

2 hours 50 min ago
Normcore er nýjasta nýtt í tískuorðabókinni. Orðið lýsir stíl þess sem velur öruggu leiðina í fatavali, er eintóna og tilbreytingarlaus.Vilji íslenskir karlmenn ná fram normcore „lúkkinu“ þurfa þeir ekki að leita langt yfir skammt eftir fyrirmyndum, ef marka má breska blaðið Independent.

Hjón til 70 ára kvöddu heiminn saman

5 hours 55 sec ago
Bandarísk hjón sem höfðu verið gift í 70 ár kvöddu heiminn fyrr í þessum mánuði, með aðeins 15 klukkustunda millibili. Afkomendur þeirra segja þetta ekki koma þeim á óvart, enda hafi þau aldrei getað verið án hvors annars.

Heillandi heimur tölvunnar

5 hours 2 min ago
Í tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík eru 20% nemenda konur. Þeim hefur fjölgað töluvert undanfarin ár enda fór háskólinn í markvisst starf að sækja stelpur í þetta nám. Í nýkjörinni stjórn nemendafélags tölvunarfræðideildarinnar eru fjórar konur og tveir karlmenn.

Ýmsar varnir við páskahretinu

5 hours 23 min ago
Harðkúluhattur og kjólföt er kannski ekki dæmigerður hlífðarfatnaður þó meðal þess sem sjá mátti hjá vegfarendum í miðborg Reykjavíkur í dag. Þrátt fyrir hryssingslegt veður létu margir sig hafa það að reka út nefið og fá sér ferskt loft.

Hringnum lokað um flug MH370

5 hours 45 min ago
Hringurinn þrengist í leitinni að malasísku farþegaflugvélinni MH370 á sjávarbotni, og innan tveggja daga verður honum lokað. Samgöngumálaráðherra Malasíu biður fólk um allan heim að biðja fyrir því að eitthvað finnist.

Liverpool lét sinn mann um Chelsea

6 hours 14 min ago
Ítalski framherjinn Fabio Borini, lánsmaður frá Liverpool tryggði Sunderland mikilvægan 2:1-útisigur gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag þegar Borini skoraði sigurmark leiksins úr vítaspyrnu átta mínútum fyrir leikslok.

Flúðu úr brennandi bíl í ljónagryfju

6 hours 33 min ago
Það má segja að bresk fjölskylda sem stödd var í Longleat Safari-garðinum í Lundúnum í dag hafi lent á milli steins og sleggju. Þegar þau óku bifreið sinni í gegnum svæðið þar sem ljónin í garðinum eru stödd, kviknaði nefnilega í bílnum þeirra. Varð eldurinn svo mikill að þau þurftu að stökkva út úr honum.

Guðleysið líka ofstækisfullt

6 hours 45 min ago
„Þegar leitast er við að þvinga hið trúarlega undir yfirborðið og þagga niður, eins og mjög er iðkað á Vesturlöndum, líka hér á Íslandi, þá fer ýmiskonar ofstæki að bæra á sér á ólíklegustu stöðum undir lítt geðþekkum formerkjum,“ segir Karl Sigurbjörnsson biskup.

Björgunaraðgerðir gætu tekið 2 mánuði

7 hours 31 min ago
Stjórnvöld í Suður-Kóreu segja að það gæti tekið allt að tvo mánuði að ná upp á yfirborðið líkum allra þeirra sem létust þegar ferja sökk í Gulahafið á miðvikudag. Staðfest er að 32 eru látnir en 270 er saknað. Ekki hefur verið útilokað að enn sé fólk á lífi um borð.

Kaupendur fá fría hleðslu í tvö ár

7 hours 41 min ago
Til að vekja athygli á kostum rafbíla hefur Nissan í Bandaríkjunum ákveðið að bjóða kaupendum Nissan Leaf rafbílsins fría hleðslu á almenningshleðslustöðvum í tvö ár frá kaupum. Hverjum nýjum Leaf mun fylgja hleðslukort, sem eigendur geta notað á hleðslustöðvum fjögurra stærstu dreifikerfanna.

„Ekki“-fólkið í skránni

8 hours 2 min ago
Árni Páll Árnason nemi er einn átta Íslendinga sem eru skráði í símaskrá með „ekki“ fyrir aftan nafn sitt.

Fleiri Hollywoodstjörnur flæktar í málið

8 hours 17 min ago
Lögfræðingur mannsins sem kært hefur Bryan Singer, leikstjóra kvikmyndarinnar X-Men, fyrir kynferðislega misnotkun segir að á næstu dögum muni koma í ljós að fleiri Hollywoodstjörnur eru flæktar í málið en áður hefur verið talið.

Lærir hjúkrun en kennir læknum!

8 hours 46 min ago
Valur Freyr Halldórsson hefur komið víða við enda vill hann hafa nóg að gera; slökkviliðs- og neyðarflutningamaður um árabil og trommari Hvanndalsbræðra, en lærir nú hjúkrun. Valur hefur lamið húðir í hljómsveitum síðan hann var níu ára en lagði kjuðana að mestu á hilluna um áramótin.

Gabbaðar í „heilagt stríð“

8 hours 47 min ago
Interpol leitar nú tveggja austurrískra stúlkna sem hurfu í síðustu viku. Talið er að þær hafa verið gabbaðar til þess að ferðast til Sýrlands til þess að berjast hlið við hlið með íslömskum uppreisnarmönnum.

Nekt á almannafæri nú lögleg í München

9 hours 37 min ago
Ef þig langar í sérlega frjálslega borgarferð ættir þú kannski að bóka flug til München.

Tottenham hafði betur gegn Fulham

10 hours 57 min ago
Tottenham hafði í dag betur gegn Fulham, 3:1 í 35. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Tottenham er áfram í 6. sæti deildarinnar eftir sigurinn og hefur nú 63 stig, fjórum stigum frá Meistaradeildarsæti. Fulham er eftir sem áður í fallsæti, í 18. sæti með 30 stig.

Tekið á því úti í snjónum

10 hours 58 min ago
Þónokkur fjöldi fólks lét ekki snjókomuna á sig fá og tók á því á Boot Camp æfingu í Elliðaárdalnum eldsnemma í morgun.

Pages