Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 1 hour 18 min ago

Sögulegur íslenskur sigur á Bretum

2 hours 6 min ago
Íslenska landsliðið í körfuknattleik var rétt í þessu að vinna frækinn sigur á liði Breta her í Lundúnum, 71:69, í undankeppni Evrópukeppninnar í körfuknattleik. Sigurinn þýðir að íslenska liðið er nánast komið áfram í lokakeppnina í fyrsta sinn í sögunni, og á enn möguleika á efsta sæti riðilsins.

Fær hótanir frá heimalandinu

2 hours 17 min ago
„Ég hef fengið margar hótanir og systir mín missti vinnuna út af mér,“ segir David Kajjaba frá Úganda. Hann hefur oft heimsótt Ísland á undanförnum árum og tók í ár þátt í gleðigöngunni í Reykjavík þar sem hann vakti athygli á stöðu samkynhneigðra í Úganda.

„Það væri óðs manns æði“

2 hours 28 min ago
Gísli Rafn Jónsson er framkvæmdastjóri Mývatn Tours sem flytur daglega fjölmarga ferðamenn inn að Öskju. Hann er einnig björgunarsveitarmaður og sýnir því lokunum á svæðinu fullan skilning þrátt fyrir gríðarlegt tekjutap.

„ISIS verður að tortíma“

2 hours 40 min ago
John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er afdráttarlaus á Twittersíðu sinni í garð ISIS samtakanna, Ríkisins Íslam.

Málar hálendið með munninum

3 hours 21 sec ago
Brandur Bjarnason Karlsson lætur lömun sína ekki stoppa sig, en hann hyggst ferðast um hálendi Íslands og mála myndir af fjöllum og firnindum ofan frá. Brandur leitaði til Karolinafund og nýlega byrjaði söfnun þar í þágu verkefnisins, sem nefnist Fairwell return to the highlands.

Ekkert „panikk“ í Mývatnssveit

4 hours 24 min ago
„Við lögðum áherslu á að allir hefðu nægan tíma og þetta væri bara öryggisráðstöfun,“ segir Sveinn Óskarsson í hálendisvakt björgunarsveitanna, en hann var einn þeirra sem annaðist lokanir og rýmingu við Öskju í gær.

A map of seismic activity by severity

4 hours 50 min ago
The Icelandic data analysis company Datamarket has created a map of the seismic activity in Bárðarbunga for the past few days, using data from the Icelandic Met Office. The video displays earthquakes in chronological order and by severity.

Miklar umferðartafir vegna slyss

4 hours 55 min ago
Miklar umferðartafir eru nú á Miklubraut til austurs vegna þriggja bíla áreksturs á Miklubraut við Skeiðarvog.

3D map of Bárðarbunga seismic activity

5 hours 30 min ago
The Icelandic Met Office has created a 3D video of the seismic activity in Bárðarbunga. The map shows activity during the period of August 16th to 20th.

Þrívíddarkort af skjálftum í Bárðarbungu

5 hours 36 min ago
Veðurstofa Íslands hefur útbúið þrívíddarmyndband af skjálftavirkni í Bárðarbungu.

Kvikan færist um einn km á dag

6 hours 28 min ago
Yfir 700 jarðskjálftar hafa mælst í norðanverðum Vatnajökli frá miðnætti. Ekkert lát virðist vera á skjálftavirkninni en mikið magn kviku færist um það bil einn kílómetra til norðausturs á dag segir Kristín Jónsdóttir, fagstjóri jarðvár hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.

Eyddu 71 milljón í girðingu

7 hours 21 sec ago
Hollenska ríkið eyddi um 71 milljón króna (460 þúsund evrum) í að kaupa land og girða af sumarbústað hollensku konungshjónanna í Grikklandi. Málið hefur vakið gremju margra landsmanna.

Stjóri Inter reykti á æfingunni

7 hours 13 min ago
Walter Mazzarri knattspyrnustjóri ítalska félagsins Inter frá Mílanó fannst ekkert tiltökumál þó hann kveikti sér í sígarettu á Laugardalsvelli í gær á meðan hans menn æfðu á vellinum fyrir leikinn gegn Stjörnunni í kvöld í 4. umferð Evrópudeildar UEFA.

Cumberbatch bæði tígur og dreki

8 hours 34 min ago
Röddin í Benedict Cumberbatch hefur hrifið marga enda bæði djúp og seiðandi. Þótt aðdáendur hans fái ekki að sjá hann geta þeir því notið þess að hlusta á hann í hlutverkum bæði tígridýrs og dreka.

Öskubuska á fjarskiptamarkaðinum

8 hours 37 min ago
IFS greining segir að fyrirtækið Tal hafi verið hálfgerð Öskubuska á hinum íslenska fjarskiptamarkaði. Félagið hafi nú þegar hafið sölu á nettenginum fyrir heimili og þá hafi það í hyggju að bjóða upp á 4G farsímaþjónustu - á næstu misserum.

The area around Bárðarbunga evacuated

9 hours 7 min ago
The situation in the northern part of Vatnajökull is unchanged. There is still very much seismic activity in the area which continues to move to the north east. The alert phase declared yesterday is still in place and the area has been vacated.

Tónleikagestir fá frítt í strætó

9 hours 13 min ago
Þeir sem eiga miða á tónleika Justin Timberlake fá frítt í strætó frá klukkan 14 á tónleikadag. Mun miðinn gilda sem aðgangseyrir í alla vagna.

Segir stúlkurnar vera í Tsjetsjeníu

9 hours 39 min ago
Faðir tveggja systra, sem er sakaður um að hafa numið þær á brott í Noregi í júní, hefur gefið sig fram við lögreglu. Hann segir að dætur hans séu í heimalandi hans, Tsjetsjeníu.

Skjálftavirknin enn mikil

10 hours 8 min ago
Staðan í norðanverðum Vatnajökli er óbreytt. Skjálftavirknin er enn mjög mikil og hún heldur áfram að færast til norðausturs. Hættustig sem var gefið út í gærkvöldi er enn í gildi og mun flugvél Landhelgisgæslunnar fljúga yfir jökulinn í dag, m.a. til að kanna hvort ferðamenn séu enn á svæðinu.

Býr til tónlist úr skjálftavirkninni

10 hours 30 min ago
Hræringarnar í Bárðarbungu hreyfa við mönnum á ýmsa vegu. Nú hefur tónlistarmaðurinn Halldór Eldjárn opnað vefsíðu þar sem hægt er að hlusta á ljúfa jazztóna út frá skjálftavirkninni. Síðuna opnaði hann í tilefni Jazzhátíðar Reykjavíkur og nýtti hann til þess gögn um skjálftavirkni í Bárðarbungu.

Pages

Morgunblaðið