Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 1 hour 23 min ago

„Brjóst Lenu Dunham eru hundsnef“

3 hours 33 min ago
Reglulega lætur grínistinn Jimmy Kimmel frægt fólk lesa illkvittin tíst um sjálft sig í spjallþætti sínum. Í nýjasta myndbandinu fólk eins og Gwyneth Paltrow, Lena Dunham, Britney Spears, John Stamos og Ty Burrell lesa ljóta hluti um sig sem fólk lætur út úr sér á netinu.

Skjaldbökurnar orðnar ofurþrútin vöðvatröll

4 hours 13 min ago
Uppfærð útgáfa af hinum fjörugu Teenage Mutant Ninja Turtles-skjaldbökum, sem nutu gífurlegra vinsælda snemma á 10. áratugnum er mun vöðvameiri en forverar þeirra.

Ísinn brotinn með kvöldverði

4 hours 18 min ago
Í Svíþjóð nýtur nýstárlegt verkefni vaxandi vinsælda, en það gengur út á að innfæddir bjóða innflytjendum í kvöldmat, til að hjálpa þeim til að aðlagast og æfa sænskuna. Einn af hverjum fimm Svíum segist ekki eiga samskipti við fólk sem á rætur sínar að rekja til landa utan Evrópu.

Stebbi Hilmars er glósuhetja HÍ

4 hours 46 min ago
Þrátt fyrir að tónlistarmaðurinn Stefán Hilmarsson sé best þekktur sem meðlimur hljómsveitarinnar Sálin hans Jóns míns býr hann að annars konar frægð innan Háskóla Íslands samkvæmt Stúdentablaðinu.

Þjóðin læri af lekamálinu

5 hours 8 min ago
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að gengið hafi verið fram af mikilli grimmd og jafnvel ódrengskap gegn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í lekamálinu svonefnda. „Sú hlið málsins hefur verið mjög dökk,“ segir Sigmundur Davíð. Hann segir að eyða þurfi hatrinu sem einkennir umræðuna.

Þjóðin læri af lekamálinu

5 hours 8 min ago
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að gengið hafi verið fram af mikilli grimmd og jafnvel ódrengskap gegn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í lekamálinu svonefnda. „Sú hlið málsins hefur verið mjög dökk,“ segir Sigmundur Davíð. Hann segir að eyða þurfi hatrinu sem einkennir umræðuna.

Alvarlegasta bilun í 8 ár

5 hours 8 min ago
Tölvubilun sem varð á Landspítalanum síðastliðinn fimmtudag er sú alvarlegasta sem hefur komið upp á sjúkrahúsinu í að minnsta kosti átta ár. Bilunin hafði mikil áhrif á alla starfsemi spítalans. Bilunina má rekja til diskastæðna sem anna illa því álagi sem er á tölvukerfum sjúkrahússins.

Velgengni getur gert mann óöruggan

5 hours 23 min ago
„Eins og það getur verið frábært þá getur það líka verið gott að það gerist ekki þegar maður er of ungur því það er kannski ekki orðið mótað í huga manns hvernig maður vill vera,“ segir Ragnheiður Gröndal.

100 ára sá hafið í fyrsta skipti

5 hours 25 min ago
Ruby Holt tók sig til og sá hafið í fyrsta skipti á dögunum, aðeins nokkrum vikum áður en hún verður 101 árs. Hún hefur eytt stærstum hluta ævi sinnar í sveitum Tennessee að týna bómull og aldrei haft tíma eða peninga til þess að fara á strönd.

Dreymir um að komast í hundasleðaferð

5 hours 29 min ago
Hin 27 ára gamla Snædís Ylfa sækist nú eftir því að komast í 300 kílómetra hundasleðaleiðangur um norðurhluta Skandinavíu. Snædís sótti um í keppnina Fjällräven Polar, sem snýst um það að fá sem flest atkvæði og eiga þannig möguleika á að komast í ferðina.

Félag Sigurjóns gjaldþrota

6 hours 24 min ago
Félagið Goggur ehf., sem er í eigu Sigurjóns M. Egilssonar, fréttaritstjóra 365 miðla, var úrskurðað gjaldþrota þann 12. nóvember sl.

Obama hagi sér eins og „kóngur“

8 hours 10 min ago
John Boehner, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og leiðtogi repúblikana í deildinni, hefur fordæmt ákvörðun Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, fyrir að fara á svig við lýðræðið með því að gefa út tilskipun og þrýsta í gegn aðgerðum í málefnum innflytjenda án aðkomu þingsins.

Konur skapi sér sjálfar tækifæri

8 hours 36 min ago
„Málið snýr þannig að Byggðastofnun er náttúrulega ætlað að efla byggð í dreifðum byggðum. Sérstakt vandamál sem við höfum átt við að glíma er takmörkuð atvinnutækifæri kvenna í dreifðum byggðum.“

Draga óþekkta hluti fram í dagsljósið

8 hours 39 min ago
Sjö fengu í dag viðurkenningu Stígamóta fyrir framúrskarandi störf í þágu jafnréttis og gegn ofbeldi. „Það þarf að vinna vel fyrir þessum viðurkenningum. Síðustu sjö ár höfum við reynt að finna það fólk sem okkur finnst skara fram úr í vinnunni gegn ofbeldi og fyrir réttlæti,“ segir talskona Stígamóta.

Græddi 3 milljónir á sælgætissölu

9 hours 4 min ago
Tommie Rose er 15 ára gamall breskur strákur sem hefur grætt hátt í þrjár milljónir króna með því að kaupa sælgæti í miklu magni og selja skólafélögum sínum dýrum dómi. Rose hefur nú verið hótað því að verða rekinn úr skólanum, haldi hann athæfinu áfram.

Nýr ráðherra verði skipaður sem fyrst

9 hours 14 min ago
Formaður Sjálfstæðisflokksins segist virða ákvörðun Hönnu Birnu Kristjánsdóttur um að segja af sér embætti. Þetta sé persónuleg ákvörðun en ljóst sé að það verði eftirsjá að Hönnu Birnu úr ríkisstjórninni. Þá kveðst Bjarni vilja skipa nýjan innanríkisráðherra sem allra fyrst.

Lést af völdum áverka á hálsi og andliti

9 hours 14 min ago
Kona sem lést eftir að maður lagði sér andlit hennar til munns í Wales fyrr í mánuðinum lést úr áverkum á hálsi og andliti sem veittir voru með skörpu áhaldi eða tönnum. Sky News segir frá þessu.

Verður talið óskiljanlegt

10 hours 58 min ago
Hrein fjarstæða er að samfélagið taki upp á því að refsa mönnum fyrir að misfara með eigið fé. Þetta sagði Gestur Jónsson, verjandi Margrétar Guðjónsdóttur sem ákærð er fyrir aðild sína að Milestone-málinu. Menn gjaldi fyrir það sjálfir taki þeir ákvarðanir sem verði til þess að þeir tapi eigin fé.

Hanna Birna: Nú er mál að linni

11 hours 17 min ago
„Eftir umtalsverða umhugsun hef ég nú tilkynnt formanni Sjálfstæðisflokksins að ég vilji hætta sem ráðherra og sækist ekki lengur eftir að gegna embætti innanríkisráðherra,“ segir í yfirlýsingu sem Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, hefur sent frá sér.

Segir Cosby hafa misnotað sig

11 hours 34 min ago
Leikkonan Louisa Moritz, sem er þekkt fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni One Flew Over The Cuckoo's Nest, hefur nú bæst í hóp þeirra kvenna sem saka leikarann Bill Cosby um að hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi.

Pages

Morgunblaðið