Morgunblaðið

Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 2 hours 58 min ago

Snjóstálið hverfur ekki í bráð

6 hours 33 min ago
Ekki er alls staðar sumarlegt um að litast þótt formlega hafi sumarið byrjað í dag, samkvæmt dagatalinu. Sumstaðar á Vestfjörðum er raunar svo mikill snjór að líklegt má telja að liðið varði langt fram á sumar áður en hann bráðnar allur. Mokstur fjallvega er þó vel á veg kominn.

Patrekur: Megum ekki fara í vælukjóann

6 hours 46 min ago
„Manni líður aldrei vel þegar maður tapar en mér líður samt betur en eftir fyrsta leikinn. Þetta var miklu betri frammistaða hvað varðar þessar grunnreglur; hreyfingu í vörninni og viljann til að vinna,“ sagði Patrekur Jóhannesson þjálfari Hauka eftir annað tap gegn FH í undanúrslitum Íslandsmótsins í handknattleik.

Sjálfbær JÖR í Kaupmannahöfn

7 hours 6 min ago
„Það er mikil vakning í þessu og hefur verið mjög inspírerandi fyrir okkur að hitta fólk í bransanum og sjá hvað er hægt að gera,“ segir Guðmundur Jörundsson fatahönnuður, sem tók í dag þátt í Copenhagen Fashion Summit ásamt 12 fremstu hönnuðum Norðurlanda, frá merkjum eins og Filippa K og Marimekko

Sjálfbær JÖR í Kaupmannahöfn

7 hours 6 min ago
„Það er mikil vakning í þessu og hefur verið mjög inspírerandi fyrir okkur að hitta fólk í bransanum og sjá hvað er hægt að gera,“ segir Guðmundur Jörundsson fatahönnuður, sem tók í dag þátt í Copenhagen Fashion Summit ásamt 12 fremstu hönnuðum Norðurlanda, frá merkjum eins og Filippa K og Marimekko

Tættu sig um Höllina í hjólastólum

7 hours 51 min ago
Æsileg tilþrif voru sýnd í Laugardalshöllinni í dag þegar nemendur í MPM-námi í Háskólanum í Reykjavík stóðu fyrir keppni í hjólastólaspretti og hjólastólahandbolta til styrktar Reykjadal, sumarbúðum fyrir fötluð börn og ungmenni.

Phelps byrjaði vel á fyrsta móti

8 hours 39 min ago
Michael Phelps, sigursælasti keppandi á Ólympíuleikum frá upphafi, sneri aftur í sundlaugina í dag með góðum árangri þegar hann náði besta tímanum í undanrásum í 100 metra flugsundi á Grand Prix móti í Mesa, útborg Phoenix í Arizóna.

Guantánamo-flói er skrítinn staður

8 hours 56 min ago
McDonalds, Pizza Hut og írsk krá eru meðal þess sem finna má í flotastöð Bandaríkjahers í Guantanamo-flóa á Kúbu. Guantanamo er einkum þekktur fyrir fangabúðirnar alræmdu sem þar eru, en í flotastöðinni búa um 4000 Bandaríkjamenn.

Með fjögurra ára barn á brjósti

10 hours 17 min ago
Anna Hulda Ólafsdóttir, doktorsnemi og afrekskona í íþróttum átti sitt fyrsta barn fyrir fjórum árum og er ennþá með það á brjósti.

Bænaköllin eyðilögðu fríið

10 hours 50 min ago
Þýsk hjón fá ekki endurgreidda ferð sem þau fóru til Tyrklands í fyrrasumar þrátt fyrir að þau segi eilíf bænaköll úr Mosku í grennd við hótel þeirra hafa eyðilagt fríið. Dómstóll í Hannover komst að þeirri niðurstöðu að óþægindi hjónanna geti ekki skrifast á ferðaskrifstofuna.

Morðinginn var uppljóstrari FBI

11 hours 11 min ago
Karlmaður sem myrti þrjá við samkomustað gyðinga í Kansas í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði var meðlimur í öfgasamtökum hvítra þjóðernissinna, Ku Klux Klan. Hann gerðist síðar uppljóstrari fyrir bandarísku alríkislögregluna, FBI, og fékk í kjölfarið að hefja nýtt líf, undir öðru nafni.

Nýtt hótel í Neskaupstað

11 hours 21 min ago
„,Það er verið að byggja upp gistingu í nánast hverjum einasta firði,“ segir annar rekstrarstjóri nýs 15 íbúða hótels sem opnar í Neskaupstað um miðjan maí, þar sem kaupfélagið var áður. Þeir reka líka sælkeraverslun og matartrukkinn Fjallkonuna. Elsti starfsmaður fyrirtækisins er 87 ára.

Sumri fagnað með húfu á höfði

11 hours 57 min ago
Hátíðahöld voru í flestum hverfum Reykjavíkur í dag í tilefni af fyrsta degi sumars og var veðrið blíðara en oft áður við sama tilefni, þótt flest börn hafi haft húfu á höfði. Ljósmyndari mbl.is fór á stjá og heimsótti m.a. Árbæinn og Frostaskjól þar sem sumri var fagnað.

Fréttir um 1% hækkun misskilningur

12 hours 53 min ago
Félag flugmálastarfsmanna ríkisins fer fram á ríflega 18% launahækkun að meðaltali, ekki 1% eins og fram kom í fréttum í gær og heldur ekki 25,6% eins og sagði í fréttum í dag.

Leggst þungt á heimili

13 hours 10 min ago
„Við sjáum aðvörunarljós blikka í tölum um fjölda þeirra sem fresta því að sækja sér nauðsynlega læknisþjónustu,“ segir Signý Jóhannesdóttir, varaforseti ASÍ og formaður Stéttarfélags Vesturlands. Hún segir einn grundvallarþátt velferðar gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu.

Vilborg lögð af stað heim

14 hours 2 min ago
Vilborg Arna Gissurardóttir er lögð af stað niður úr grunnbúðum Everest. Fulltrúar nepalskra stjórnvalda komu í dag til fundar við sjerpa og þá gönguhópa sem hugðust halda áfram. Ingólfur Axelsson sagði fyrir fundinn að útlitið væri ekki gott og nú herma fregnir að fjallinu hafi verið lokað út árið.

Þóra hinn fullkomni kandídat

14 hours 21 min ago
Yale háskólinn í Connecticut í Bandaríkjunum sendi í dag frá sér fréttatilkynningu þar sem greint er inngöngu Þóru Arnórsdóttur í World Fellow námskeið skólans, fyrst Íslendinga. Þar segir að Þóra sé fullkominn kandídat í námskeiðið og muni leggja hópnum til sterka sýn og mikla hæfileika.

Fangelsi fyrir að snæða fágæt dýr

14 hours 23 min ago
Kínverjar hafa samþykkt hert viðurlög við því að eiga viðskipti með dýr í útrýmingarhættu. Þá hefur verið bætt inn í lög ákvæði sem banna með öllu að leggja sér dýr til munns sem eru í útrýmingarhættu. Þeir sem gerast brotlegir geta átt yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi.

Slæmt starfsumhverfi á hótelum

15 hours 38 min ago
Aðstaða fyrir starfsfólk á hótelum á landsbyggðinni er oft óboðleg sem leiðir til þess að fólk kemur ekki aftur að ári liðnu til að vinna og þar með byggist ekki upp þekking. Þá eru margir hótelhaldarar hræddir við að auka kostnað og dæmi eru um starfsfólk sem hefur fengið pakkasúpur í þrjá mánuði.

Icelandair hefur breytt áætlun sinni

16 hours 12 min ago
Vegna verkfalls starfsmanna Isavia á Keflavíkurflugvelli í fyrramálið hafa Icelandair breytt áætlun allra flugvéla sem fara frá Ameríku í dag sem og allra flugvéla sem eru í áætlun á morgun.

Lögðu hald á 345 kíló af kókaíni

16 hours 56 min ago
Lögregluyfirvöld á Spáni greindu frá því í dag að lagt hefði verið hald á 345 kíló af mjög hreinu kókaíni um borð í vöruflutningaskipi sem kom til hafnar í Valencia. Fimm menn voru handteknir í tengslum við rannsóknina sem hófst í lok síðasta árs.

Pages