Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 2 hours 57 min ago

Geta valið milli vonar og ótta

Wed, 07/27/2016 - 23:53
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, grátbað þjóð sína um að kjósa Hillary Clinton í forsetakosningunum í nóvember. Obama lofsöng frambjóðandann á flokksþingi demókrata í Philadelphiu í gærkvöldi og sagði hana hæfustu manneskjuna sem hefur boðið sig fram sem forseta.

Lítið sem ekkert skemmt

Wed, 07/27/2016 - 23:05
Rannsóknarskipið Dröfn varð laust af strandstað í Þorskafirði í Barðastrandarsýslu klukkan 1:18 í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni virðist skipið lítið sem ekkert skemmt.

Mun þrýsta verðlagi niður

Wed, 07/27/2016 - 22:30
Reynslan frá öðrum löndum sýnir að þegar Costco hefur innreið sína á markað leiðir það til lækkunar á matvöru og vörum í þeim vöruflokkum sem fyrirtækið verslar með.

Innsetning látlausari að ósk Guðna

Wed, 07/27/2016 - 22:30
Guðni Th. Jóhannesson verður settur í embætti forseta Íslands næstkomandi mánudag, 1. ágúst, á frídegi verslunarmanna. Athöfnin fer fram í Alþingishúsinu og verður með hefðbundnum hætti.

Fréttir af brotatíðni skaði ekki

Wed, 07/27/2016 - 22:30
„Ég hef ekki séð neitt, hvorki faglegar rannsóknir né af minni klínísku reynslu, sem bendir til þess að það sé skaðlegt fyrir þolendur að tíðniupplýsingar birtist.“

Funda með lögreglunni

Wed, 07/27/2016 - 22:30
Lögreglustjóri lögreglunnar á Vesturlandi hefur verið boðaður á fund bæjarráðs Akraness í dag. Hyggst ráðið taka fyrir málefni lögreglunnar í kjölfar umfjöllunar Morgunblaðsins í gær, um niðurskurð hjá fáskipuðu lögregluliði embættisins.

Segir Pírata vilja skerða rétt

Wed, 07/27/2016 - 22:30
Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður og formaður stjórnar Félags tónskálda og textahöfunda telur stefnu Pírata fela í sér einbeittan vilja til að skerða eignar- og ráðstöfunarrétt höfunda á eigin hugverkum.

Reyna að ná Dröfn á flot á háflóðinu

Wed, 07/27/2016 - 16:56
Þess verður freistað að ná rannsóknarskipinu Dröfn af strandstað í Þorskafirði í Barðastrandarsýslu upp úr eitt í nótt. „Það á að vera háflóð um eittleytið og þá á að freista þess að ná skipinu af strandstað,“ segir Guðmundur Rúnar Jónsson, varðstjóri hjá Landhelgisgæslunni.

Innhverf og með löngun til að þjóna

Wed, 07/27/2016 - 16:29
Hillary Clinton smitaðist af stjórnmálaáhuganum í háskóla á sjötta áratug síðustu aldar. Fyrrverandi bekkjarfélagi segir hana þó hafa ritskoðað sjálfa sig of mikið allt frá því að Bill Clinton varð ríkisstjóri í Arkansas.

Skipuleggja pokémonveiðiferðir

Wed, 07/27/2016 - 15:15
Rútuferðir um Reykjavík eru venjulega ekki eitthvað sem freistar Íslendinga, en það gæti þó breyst með sérstökum fjögurra klukkustunda pokémonferðum sem farnar eru um bestu veiðisvæði borgarinnar, en sannkallað pokémonæði hefur gripið landsmenn undanfarið.

Kaine formlega útnefndur

Wed, 07/27/2016 - 14:51
Demókratar hafa formlega útnefnt Tim Kaine varaforsetaefni Demókrataflokksins, á landsþingi sínu sem nú stendur yfir í Philadelphia. Fallið var frá venju og Kaine útnefndur með fagnaðarlátum í stað atkvæðagreiðslu.

Stærði sig af „arískum“ uppruna

Wed, 07/27/2016 - 14:28
Fjöldamorðinginn sem lét til skarar skríða við verslanamiðstöð í München sl. föstudag var rasískur öfgamaður, sem áleit það sérstakan heiður að deila afmælisdegi með Adolf Hitler.

Ísland í aðalhlutverki í nýju myndbandi

Wed, 07/27/2016 - 14:09
Íslensk náttúra og íslenskir dansarar fara með aðalhlutverkið í nýju myndbandi kanadísku raftónlistarsveitarinnar Keys N Krates. Myndbandið er við lagið Nothing But Space sem er af EP-plötu sveitarinnar Midnite Mass sem kom út í janúar.

Bikarmeistararnir aftur í bikarúrslit

Wed, 07/27/2016 - 14:07
Selfoss og Valur mættust í undanúrslitum bikarkeppni karla í knattspyrnu, Borgunarbikarsins, á Jáverk-vellinum á Selfossi í kvöld og höfðu Valsmenn betur 2:1.

Eigandi Strawberries ákærður

Wed, 07/27/2016 - 14:03
Fyrrverandi eigandi Strawberries hefur verið ákærður fyrir meiriháttar skattalagabrot. Þetta kemur fram á vef RÚV. Að því er fram kemur í ákærunni var velta rekstrarfélags kampavínsklúbbsins vantalin um tæplega 231 milljón króna áirn 2010 til 2013. Þá leikur grunur á að eigandinn hafi vantalið eigin tekjur á sama tímabili.

Selur fornbílinn til að hjálpa börnum

Wed, 07/27/2016 - 13:02
„Þetta snýst bara um að þessi bíll komist á góðan stað og að það sé hægt að gera eitthvað gott í leiðinni,“ segir Sæmundur Jóhannsson, sem auglýsti í gær tæplega 50 ára gamlan Saab-bíl til sölu. Allan ágóða af sölunni hyggst hann senda á munaðarleysingjahæli í Kongó í Afríku.

Áhöfn Drafnar vinnur að því að losa skipið

Wed, 07/27/2016 - 12:18
Áhöfnin á rannsóknarskipinu Dröfn vinnur nú að því að losa skipið, sem strandaði í Þorskafirði á Barðaströnd nú síðdegis. Beðið er eftir flóði og verður þess þá freistað að losa skipið, en næsta flóð er laust eftir miðnætti.

Vann 261 milljón króna í Víkingalottó

Wed, 07/27/2016 - 12:17
Íslenskur lottóspilari datt heldur betur í lukkupottinn í kvöld þegar hann vann 261 milljón króna í Víkingalottó. Tveir deildu með sér vinningnum en hinn vinningsmiðinn var keyptur í Noregi.

„Málið er úr mínum höndum“

Wed, 07/27/2016 - 11:14
„Þarna kom bara eitthvað upp sem var ekki hægt að sitja undir; miklar ásakanir og fordómar, og dylgjur og lygar,“ segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, sem hefur lagt fram kæru vegna ærumeiðandi ummæla á vefsíðunni Sandkassinn.com.

Dröfnin óskemmd á strandstað

Wed, 07/27/2016 - 10:21
Engar skemmdir virðast hafa orðið á rannsóknarskipinu Dröfn, sem strandaði í Þorskafirði á Barðaströnd nú síðdegis. Þyrla Landhelgisgæslunnar, sem var kölluð út um þrjú­leytið, hefur myndað skipið og kannað hvort einhverja mengun sé að sjá á strandstað, en svo virðist ekki vera.

Pages

Morgunblaðið