Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 1 hour 38 min ago

Kvikmynd Tómasar vann Gullbjörninn

2 hours 31 min ago
Rúmenska kvikmyndin Touch Me Not hlaut í kvöld Gullbjörnin sem besta kvikmyndin á kvikmyndahátíðinni í Berlín. Íslenski leikarinn Tómas Lemarquis fer með eitt aðalhlutverka í myndinni og hann var viðstaddur verðlaunaafhendinguna í kvöld

Þjáningar jukust á meðan beðið var

3 hours 2 min ago
„Með hverri mínútunni sem öryggisráðið beið, þá jukust þjáningar fólks,“ sagði Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, eftir að öryggisráð SÞ samþykkti í dag samhljóða ályktun þar sem þess er krafist að lagt verði á 30 daga vopnahlé í Sýrlandi.

Hafnaði trú sem byggðist á hatri

3 hours 49 min ago
Billy Graham, nafntogaðasti prédikari 20. aldarinnar, lést í vikunni, 99 ára að aldri. Hann náði eyrum ótrúlegs fjölda fólks vítt og breitt um heiminn og hvatti kristið fólk til að vera stolt af sínum gildum og hleypa Jesú Kristi inn í hjartað.

Bardot vill að börnin fái það sem þau eiga skilið

4 hours 1 min ago
Franska leikkonan Brigitte Bardot hefur bæst í hóp þeirra sem hafa tjáð sig um dánarbú og erðfdeilur sem tengjast franska tónlistarmanninum Johnny Halliday, en fjölskyldan hans á nú í deilum um hvernig búinu skuli skipt og hverjir eigi að erfa hinn látna,

Coutinho kominn á blað hjá Barcelona

4 hours 12 min ago
Luis Suárez skoraði þrennu fyrir Barcelona þegar liðið gjörsigraði Girona, 6:1, í 25. umferð spænsku efstu deildarinnar í knattspyrnu karla á Nou Camp í kvöld. Philippe Coutinho opnaði markareikning sinn fyrir Barcelona með einkar laglegu marki og Lionel Messi bætti tveimur mörkum við fyrir liðið. Barcelona bauð til markaveislu á heimavelli sínum eftir að Cristian Portu hafði komið Girona yfir í upphafi leiksins.

Skattabreytingar skiluðu Buffett 29 milljörðum

4 hours 39 min ago
Bandaríski auðkýfingurinn Warren Buffett segir að fjárfestingafélags hans, Berkshire Hathaway, hafi hagnast um 29 milljarða dala, eða sem nemur um 2.900 milljörðum kr., í kjölfar þeirra skattbreytinga sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lagt til og samþykkt.

Rigna mun blóði í Dalnum

4 hours 56 min ago
Slayer, eitt áhrifamesta málmband sögunnar, hefur ákveðið að rifa seglin og leggur af stað í sína hinstu tónleikaferð með vorinu. Blóði mun rigna á túrnum og engu verður eirt, allra síst í Laugardalnum.

Frumkvöðlar í sviðsljósinu

5 hours 17 min ago
Nemendur og kennarar í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti taka árlega þátt í fjölmörgum mismunandi verkefnum erlendis og næstu vikur og mánuði fara um 70 nemendur í námsheimsóknir, nemendaskiptaferðir og starfsþjálfun á erlendri grundu, að sögn Ágústu Unnar Gunnarsdóttur, kynningarstjóra og alþjóðafulltrúa FB.

Snorri mun bera fána Íslands

5 hours 44 min ago
Snorri Eyþór Einarsson, sem keppti fyrir Ísland í skíðagöngu á Vetrarólympíuleikunum í Pyeonchang, verður fánaberi Íslands á lokahátíð leikanna. Lokahátíðin fer fram klukkan 11.00 að íslenskum tíma á morgun.

Vopnahlé samþykkt í Sýrlandi

5 hours 55 min ago
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti tillögu um þrjátíu daga vopnahlé í Sýrlandi. Hjálparsamtökum gefst þá tækifæri til að koma hjálpargögnum til almennings á umsetnum svæðum sem samtök uppreisnarmanna ráða yfir í austurhluta Ghouta-héraðs nálægt Damaskus.

Vann sjö milljónir í lottó

6 hours 6 min ago
Einn miðahafi var með allar tölur réttar þegar dregið var út í lottó í kvöld. Sá heppni hlýtur rúmlega 7 milljónir í vinning.

Limlestar til að forðast útskúfun

6 hours 36 min ago
Foreldar stúlkubarna víða í Afríku og Asíu líða oft vítiskvalir yfir því að þurfa að láta dætur sínar gangast undir limlestingar á kynfærum. Aðgerð sem er ekki bara sársaukafull og brot á mannréttindum, heldur getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, jafnvel leitt til dauða.

Fimm efstu í forvali VG í Reykjavík

6 hours 43 min ago
Rafrænt forval fór fram í dag hjá Vinstri grænum í Reykjavík og lauk því klukkan 17. Valið var í efstu fimm sæti framboðslista hreyfingarinnar í borgarstjórnarkosningunum sem fara fram 26. maí. Líf Magnudóttir skipar efsta sætið, Elín Oddný Sigurðardóttir annað og Þorsteinn V. Einarsson það þriðja.

Cooper ásamt 60 minutes á Íslandi

6 hours 52 min ago
Bandaríski fréttamaðurinn Anderson Cooper er staddur á Íslandi ásamt fylgdarliði frá sjónvarpsstöðinni CBS. Fram kemur á vef Víkurfrétta að Cooper, sem er fréttamaður CNN og 60 Minutes, hafi tekið viðtal á viðtal á Diamond Suites-hótelinu.

Leikkonan Emma Chambers er látin

7 hours 15 min ago
Breska leikkonan Emma Chambers er látin 53 ára að aldri. Hún var meðal annars þekkt fyrir leik sinn í kvikmyndinni Notting Hill, gamanþáttunum The Vicar of Dibley svo fátt eitt sé nefnt. Umboðsmaður hennar staðfestir þetta.

Krafa um kyrrsetningu raskar ekki skráningarferlinu

8 hours 1 min ago
Höskuldur H. Ólafsson, forstjóri Arion banka, segist telja að krafa um kyrrsetningu eigna Valitor, dótturfélags Arion banka, muni ekki hafa áhrif á næstu skref í söluferli bankans.

Ferjuðu kindurnar á gúmmíbát

8 hours 13 min ago
Nóttin var stormasöm hjá Bergljótu Rist, eigandi hestaleigunnar Íslenski hesturinn í Fjárborg á Hólmsheiði í útjaðri borgarinnar. Slökkviliðið á höfuðborg­ar­svæðinu ásamt björg­un­ar­sveit bjargaði tug­um dýra í hestaleigunnar í nótt eftir að flætt hafði inn í hest­hús og fjár­hús.

Watford - Everton, staðan er 0:0

8 hours 21 min ago
Watford og Everton mætast í 28. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla á Vicarage Road klukkan 17.30 í dag. Leikurinn er í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Betra útlit til ferðalaga

8 hours 30 min ago
Nokkur straumhvörf eru að verða með veðrinu í dag að sögn veðurfræðings Vegagerðarinnar. Upp frá þessu mun veðrið róast og í stað vetrarlægða í runum tekur við letilegt háþrýstisvæði. Engu að síður má til morguns búast við éljum á fjallvegum og eins frystir í bjartviðri ansi víða í nótt.

Tók u-beygju í lífinu

8 hours 36 min ago
„Við erum miklir vinir og erum í reglulegu sambandi,“ segir Magnús G. Sigurðsson þroskaþjálfi um félaga sinn Kristján sem hann kynntist fyrir 13 árum þegar hann hóf störf í íbúðakjarnanum Skipholti. Hann tók u-beygju í lífinu eftir að hann kynntist starfi með fötluðum, hætti sem rafvirki og fór í þroskaþjálfanám.

Pages

Morgunblaðið