Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 43 min 21 sec ago

Vanræksla helsta ástæðan

1 hour 15 min ago
Tilkynningum til barnaverndaryfirvalda fjölgaði í fyrra og er það í fyrsta skipti í nokkur ár sem það gerist. 36,2% tilkynninga var vegna vanrækslu gagnvart börnum og 26,1% vegna ofbeldis gagnvart börnum.

450 manns bíða afplánunar

2 hours 19 min ago
Rúmlega fimmfalt fleiri biðu afplánunar í fangelsum á Íslandi árið 2013 en árið 2006. Samkvæmt upplýsingum frá fangelsismálayfirvöldum bíða nú um 450 manns afplánunar.

WOW tapar milljarði á tveimur árum

2 hours 30 min ago
Tap af rekstri WOW air á árinu 2013 nam 330 milljónum króna og nemur uppsafnað tap síðastliðinna tveggja ára yfir 1.100 milljónum króna. Eigið fé félagsins var 350 milljónir króna í árslok 2013, þrátt fyrir að hlutafé þess hafi verið aukið um 500 milljónir króna á því ári.

Ofbeldi utan vallar hryllir almenning

3 hours 3 min ago
Frá sjöunda áratugnum hafa vinsældir NFL-ruðningsdeildarinnar aukist jafnt og þétt hér í Bandaríkjunum.

Skjálfti upp á 5,2 stig

Mon, 09/22/2014 - 23:50
Jarðskjálfti upp á 5,2 stig reið yfir klukkan 4:33 í nótt en upptök hans eru í Bárðarbunguöskjunni. Ekkert lát er á eldgosinu í Holuhrauni.

Nánast ekkert í lagi

Mon, 09/22/2014 - 23:01
Það var ansi margt sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gerði athugasemd við er hún stöðvaði för bifreiðar skömmu eftir miðnætti í Hafnarfirðinum.

Meintir árásarmenn skotnir til bana

Mon, 09/22/2014 - 22:55
Talsmaður Ísraelshers segir að tveir Palestínumenn, sem eru grunaðir um að hafa tekið þátt í ráni og morði á þremur ísraelskum unglingspiltum í júní, hafi verið skotnir til bana á Vesturbakkanum í nótt.

Hætta á mengun yfir Héraði

Mon, 09/22/2014 - 22:43
Veðurfræðingar á Veðurstofu Íslands vara við því að mestar líkur séu á að gasið frá eldgosinu í Holuhrauni berist í dag til austurs yfir Hérað og Austfirði.

Árás gerð á Sýrland

Mon, 09/22/2014 - 22:31
Bandaríkin og bandamenn þeirra hófu loftárásir gegn liðsmönnum samtakanna Ríki íslam í nótt en þetta er í fyrsta skipti síðan borgarastyrjöldin hófst í Sýrlandi að Bandaríkin taka beinan þátt í hernaðaraðgerðum þar.

Lúxusíbúðir seljast hratt

Mon, 09/22/2014 - 22:30
Þegar er búið að selja ríflega helming íbúða í nýjum 11 hæða íbúðaturni við Lindargötu í Reykjavík en þær voru auglýstar til sölu laugardaginn 13. september. Það tók því aðeins rúma viku að selja íbúðirnar.

Yfir 5.000 bíða eftir aðgerð

Mon, 09/22/2014 - 22:30
Biðlistar í aðgerðir á Landspítalanum lengjast nú ár frá ári, aðallega vegna þess að öldruðum einstaklingum sem þarfnast þjónustu fjölgar hratt. Í byrjun september biðu rúmlega fimm þúsund einstaklingar eftir því að komast í aðgerð á spítalanum.

Lúxusíbúðir seljast hratt

Mon, 09/22/2014 - 22:30
Þegar er búið að selja ríflega helming íbúða í nýjum 11 hæða íbúðaturni við Lindargötu í Reykjavík en þær voru auglýstar til sölu laugardaginn 13. september. Það tók því aðeins rúma viku að selja íbúðirnar.

Túnfiskbáturinn fékk 125 fiska

Mon, 09/22/2014 - 22:30
Jóhanna Gísladóttir GK landaði síðustu túnfiskunum á þessari vertíð í Grindavík sl. laugardag og fara síðustu fiskarnir með flugi til Japans í dag. Heildarafli skipsins varð 125 fiskar.

Vilja vekja athygli á mansali

Mon, 09/22/2014 - 17:01
Íslenskum stjórnvöldum hefur miðað vel til við að koma í veg fyrir og berjast gegn mansali. Þetta kemur fram í matsskýrslu sem sérfræðingahópur Evrópuráðsins um aðgerðir gegn mansali, GRETA (Group of Experts on Action against Trafficing in Human Beings), hefur birt.

Björn varð göngumanni að bana

Mon, 09/22/2014 - 17:00
Ungur bandarískur háskólanemi lét lífið þegar svartbjörn réðist á hann er maðurinn var á á fjallgöngu með félögum sínum. Atvikið átti sér stað á sunnudag í Apshawa-friðlandinu, sem er um 65 km vestur af New York. Yfirvöld segja slíkar árásir vera mjög fátíðar.

Anna Wintour heimsótt í vinnuna

Mon, 09/22/2014 - 16:00
Anna Wintour drekkur ekki vín og lárperur eru uppáhaldsmaturinn hennar. Heimsókn á skrifstofu Vogue er sannkölluð ævintýraferð.

Með sveðju og skotfæri í bílnum

Mon, 09/22/2014 - 15:56
Karlmaður sem braut sér leið inn í Hvíta húsið í Washington sl. föstudagskvöld var með sveðju, tvær handaxir og skotfæri, samtals 800 byssukúlur, í bifreið sinni.

Ýta einkabílnum úr miðbænum

Mon, 09/22/2014 - 15:23
Borgaryfirvöld í Madrid hyggjast loka stóru svæði í hjarta miðborgarinnar fyrir umferð annarra bíla en íbúa þar frá og með byrjun næsta árs. Þá verður alls 352 hektara svæði í miðborginni þar sem takmarkanir verða á bílaumferð.

Óstýrilátir nemendur oft skapandi

Mon, 09/22/2014 - 14:57
Tónlistarmaðurinn Benni Hemm Hemm tók í haust við starfi tónlistarkennara í Vesturbæjarskóla þar sem hann kennir nemendum í 1.-7. bekk. Benedikt var með fordóma fyrir kennslunni en heillaðist af faginu eftir að hann byrjaði í listkennsludeild Listaháskóla Íslands. Hann útskrifaðist í vor.

30% ungra fanga með ADHD

Mon, 09/22/2014 - 14:25
Áætla má að 30% þeirra ungmenna sem sitja í fangelsum séu með athyglisbrest og ofvirkni sem í daglegu máli er oftast kallað ADHD. Þegar kemur að fullorðnum föngum eru um 26% með ADHD en fangar með ADHD eru yngri að meðaltali en aðrir þegar þeir hljóta í fyrsta sinn dóm.

Pages

Morgunblaðið