Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 1 hour 17 min ago

Upplifir martröð kvenna í El Salvador

4 hours 11 min ago
Dómstóll í El Salvador hefur tekið til meðferðar á ný mál konu sem dæmd var til 30 ára fangelsisvistar fyrir manndráp eftir að hún fæddi inni á salerni barn, sem hún segir hafa fæðst andvana. Saksóknarar fullyrða hins vegar að um þungunarrof hafi verið að ræða

Bin Sultan í Ósló?

4 hours 32 min ago
Lúxusfleyið Yas, sem metið er til 22 milljarða íslenskra króna, eign Hamdan bin Zayed bin Sultan Al Nahyan, innsta kopps í búri Abu Dhabi, lagðist óvænt að Aker-bryggjunni í Ósló í kvöld. Enginn veit enn hver leynist um borð.

Töluverðar líkur á þrumum og eldingum

4 hours 47 min ago
Töluverðar líkur eru á þrumur og eldingum á Suður- og Vesturlandi á morgun eftir hádegi, að því er fram kemur á Facebook-síðu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Þar er fólki bent á að fara strax upp úr sundlaugum og heitum pottum ef það verður vart við þrumuveður.

„Ekki útskrifuð og áfram er fylgst með“

5 hours 10 min ago
„Hún er ekki útskrifuð og áfram er fylgst með henni,“ segir Áslaug Fjóla Magnús­dótt­ir, móðir tæp­lega þriggja ára stúlku, sem hlaut nýrna­bil­un eft­ir að hafa smit­ast af E.coli í Efsta­dal um miðjan júní en ein­kenn­in komu fram í lok júní.

Létust sama dag eftir 71 árs hjónaband

5 hours 23 min ago
Bandarísk hjón létust á föstudag, með einungis tólf klukkustunda millibili, eftir 71 árs hjónaband. Sameiginleg jarðarför þeirra var haldin á mánudag.

„Óvenju villandi“ framsetning

6 hours 19 min ago
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir frétt á vef Hringbrautar um að hann hafi þegið miða á tónlistarhátíðina Secret Solstice fyrir tæpa hálfa milljón króna „óvenju villandi“ þar sem reynt er að „gera hluti tortryggilega“. Þetta kemur fram í nýrri Facebook-færslu hans um tónlistarhátíðina.

„Ég upplifi ákveðið mannorðsmorð“

7 hours 21 min ago
„Ég upplifi ákveðið mannorðsmorð hér í kvöld og það er ekki fallegt.“ Þetta sagði Birgitta Jónsdóttir á félagsfundi Pírata í gærkvöldi eftir að Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, hafði tekið til máls.

250 krónur að pissa í Hörpu

7 hours 31 min ago
Klósettgjald hefur verið tekið upp í Hörpu á ný. 250 krónur þurfa gestir og gangandi að reiða fram til að fá að létta af sér á tilkomumiklu salerninu í kjallara tónlistarhússins. „Ætli þetta séu ekki svona tuttugu gestir á klukkutíma,“segir Gréta Arnarsdóttir, klósettvörður í hjáverkum.

Varnarleikurinn míglak í Kópavogi

7 hours 34 min ago
Breiðablik gekk af göflunum þegar liðið fékk ÍBV í heimsókn í 10. umferð úrvalsdeildar kvenna í í knattspyrnu, Pepsi Max-deildarinnar, á Kópavogsvöll í kvöld.

Ekki ákært vegna dauða Garner

7 hours 37 min ago
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur tekið ákvörðun um að lögreglumaður í New York, sem tók mann að nafni Eric Garner hengingartaki á götu úti árið 2014 með þeim afleiðingum að hann lést, muni ekki sæta alríkisákæru vegna málsins.

Eurovision í Rotterdam eða Maastricht

7 hours 56 min ago
Söngv­akeppni evr­ópskra sjón­varps­stöðva, Eurovisi­on, fer fram í Rotterdam eða Maastricht á næsta ári. Keppnin fer fram í Hollandi eftir að fulltrúi landsins fór með sigur af hólmi í söngvakeppninni í Tel Aviv í maí.

Ekki lagt hald á viðlíka magn áður

8 hours 1 min ago
„Málið er í rannsókn og gerum okkur vonir um að það gangi hratt fyrir sig. Við vonumst til að ná að klára þetta í þessum mánuði og geta sent það til héraðssaksóknara,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lög­reglu­stjóri á Suður­nesj­um, við mbl.is

Vatnsleki á stúdentagörðum

8 hours 41 min ago
Tveir dælubílar frá slökkviliði voru kallaðir út að stúdentagörðum á Eggertsgötu 24 á fimmta tímanum í dag. Vatnslögn á fimmtu hæð hússins hafði farið í sundur og vatn lekið alveg niður á jarðhæð. Garðarnir sem um ræðir eru þeir sömu og kviknaði í fyrir viku.

Ekki bjartsýn á að smitleiðin finnist

9 hours 45 min ago
Ábending barst Heilbrigðiseftirliti Suðurlands um að opið hafi verið að kálfastíu með þremur kálfum á laugardeginum 6. júlí sem greindust með E.coli í Efstadal II þrátt fyrir tilmæli Heilbrigðiseftirlitsins um að loka fyrir umgengni að kálfunum á fimmtudeginum 4. júlí.

Von der Leyen nýtur stuðnings

10 hours 35 min ago
Fyrirheit um kynjajafnrétti og grænar áherslur hafa tryggt Ursulu von der Leyen stuðning í embætti forseta framkvæmdastjórnar ESB, valdamesta embættis sambandsins. Hún tekur við 1. nóvember.

Hildur tilnefnd til Emmy-verðlauna

10 hours 49 min ago
Hildur Guðnadóttir hefur verið tilnefnd til Emmy-verðlaunanna fyrir tónlistina í þáttaröðinni Chernobyl, sem sýnd var á bandarísku sjónvarpsstöðinni HBO nýverið og hefur notið mikilla vinsælda.

Ekkert barn á spítala vegna E. coli

11 hours 14 min ago
Enginn greindist með E. coli í dag að því er fram kemur á vef landlæknis. Þar segir að sýni frá níu einstaklingum sem grunaðir voru um E. coli sýkingu hafi verið rannsökuð og greindist enginn með sýkinguna. Því er heildarfjöldi barna sem greinst hafa frá því E. coli faraldurinn hófst, enn 19.

Nýtur ekki almenns trausts innan flokksins

11 hours 21 min ago
Birgitta Jónsdóttir var tilnefnd til að sitja í trúnaðarráði Pírata en hlaut ekki nægan stuðning á félagsfundi Pírata í gær. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata segir þá sem sitja í trúnaðarráði þurfi að njóta almenns trausts innan flokksins og það sé ekki hægt að segja um Birgittu.

Nova og Síminn semja um dreifingu enska boltans

11 hours 59 min ago
Nova og Síminn hafa samið um dreifingu á enska boltanum í gegnum Nova TV appið og þurfa notendur appsins ekki myndlykil til að vera með áskrift að enska boltanum, sem verður aðgengilegur í Apple TV. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Nova.

Afmynduð hlíð „svolítið alvarlegt mál“

12 hours 14 min ago
Fyrir tveimur vikum uppgötvaði vísindamaður hjá Landmælingum Íslands verulegt skrið í fjallshlíð sem gengur út af vestanverðum Mýrdalsjökli. Áhyggjuefni, segir jarðfræðingur.

Pages

Morgunblaðið