Subscribe to Morgunblaðið feed
Forsíðufréttir mbl.is
Updated: 2 hours 49 min ago

Lögreglufélag Vestfjarða fagnar úttekt á ríkislögreglustjóra

5 hours 39 min ago
Lögreglufélag Vestfjarða lýsir yfir stuðningi við stjórn Landssambands lögreglumanna. Félagið fagnar að gera eigi alhliða stjórnsýsluúttekt á embætti Ríkislögreglustjóra. Þá segir félagið stöðu fata- og ökutækjamála lögreglunnar óviðunandi. Þetta kemur fram í tilkynningu Lögreglufélags Vestfjarða í kjölfar aðalfundar félagsins sem fram fór í kvöld.

Ætlaði að skjóta 400 manns að gamni sínu

6 hours 7 min ago
18 ára kona var handtekin í Oklahoma í Bandaríkjunum vegna hryðjuverkaógnar í framhaldsskóla. Fram kemur í skýrslu lögreglustjórans í Pittsburg-sýslu að Alexis Wilson hafi fest kaup á AK-47 hríðskotariffli og tekið myndir og myndskeið af sér með vopnið.

Gögn um sjúklinga aðgengileg á vefnum

6 hours 33 min ago
Milljónir sjúkraskjala sem tilheyra sjúklingum frá öllum heimshornum hafa verið aðgengileg hverjum þeim sem vildi kynna sér þær á vefnum. Þýsk yfirvöld greindu frá því í dag eftir að þarlendir fjölmiðlar rannsökuðu málið.

Fimm bestu vörslurnar (myndskeið)

6 hours 37 min ago
Það voru ekki bara falleg mörk í fimmtu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta um helgina, heldur nokkrar glæsilegar markvörslur.

Samþykktu að ábyrgjast lántöku Sorpu

6 hours 40 min ago
Meirihluti borgarstjórnar samþykkti í kvöld að gangast í ábyrgð fyrir láni hjá Lánasjóði sveitarfélaga fyrir Sorpu að fjárhæð 990 milljónir króna til fimmtán ára, til að fjármagna viðbótarkostnað við byggingu gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi auk nauðsynlegs tækjabúnaðar.

Schumacher útskrifaður af sjúkrahúsi

6 hours 52 min ago
Michael Schumacher, einn besti kappakstursmaður allra tíma, hefur verið útskrifaður af Georges-Pompidou-sjúkrahúsinu í París eftir stofn­frumumeðferð hjá frönsk­um skurðlækni, Phil­ippe Men­asche.

Vettvangsrannsókn lokið á Skálafellsöxl

7 hours 12 min ago
Vettvangsrannsókn á flugslysi við Skálafellsöxl lauk á ellefta tímanum í kvöld. Tíu manns sinntu rannsókninni og voru aðstæður á fjallinu ágætar að sögn Þorkels Ágústssonar, rannsóknarstjóra flugsviðs og rekstrarstjóra rannsóknarnefndar samgönguslysa. Lögregla lokaði veginum að Skálafelli á meðan vettvangsrannsókn stóð yfir.

Börn með kannabisvökva í rafrettu

7 hours 46 min ago
Lögreglunni á Suðurnesjum bárust í dag nokkrar flöskur af kannabisvökva sem notaður var í rafrettur. Fram kemur í færslu lögreglunnar á Facebook að vökvinn hafi verið í eigu barna sem byrjuð voru að fikta við að reykja vökvann. Foreldrar barnanna voru hins vegar vel á verði og komu vökvanum til lögreglu.

Drottningin vill ekki heyra minnst á Meghan og Harry

7 hours 52 min ago
Það er bara eitt málefni sem Elísabet Englandsdrottning vill ekki ræða þessa dagana, og það er ekki Brexit, heldur sonarsonur hennar Harry og eiginkona hans.

Vill ekki stunda kynlíf eftir framhjáhaldið

7 hours 52 min ago
„Fyrir átta mánuðum hélt ég fram hjá eiginmanni mínum. Hann segist hafa fyrirgefið mér en hann hefur ekki stundað kynlíf með mér síðan það gerðist.“

Ofbeldi karla sé vandamál karla

8 hours 28 min ago
„Ég hef trú á því að vinna okkar næstu daga færi okkur nær þeim lausnum sem við þurfum til þess að útrýma kynferðislegri áreitni, innbyggðri kynjamismunun og kynferðislegu ofbeldi í samfélögum okkar,“ sagði Paula Lehtomäki, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar, á alþjóðlegri ráðstefnu um #metoo-hreyfinguna sem haldin er í Hörpu og stendur fram á fimmtudag.

Er þetta fallegasta bakarí heims?

8 hours 49 min ago
Við bjóðum ykkur með á fallegasta kaffihús sem við höfum lengi séð, þar sem umgjörðin, litirnir og kökurnar taka mann ómeðvitað inn í annan heim – svo ævintýralegt er það.

Meistaradeildin í beinni - Liverpool að tapa

9 hours 1 min ago
Sex leikir verða flautaðir á kl. 19 í 1. umferð í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta kl. 19. Mbl.is fylgist með þeim öllum á einum stað og færir ykkur það helsta í beinni textalýsingu.

Fann ekki taktinn í hverfisskólanum

9 hours 9 min ago
Emilía Árnadóttir hóf nám í áttunda bekk í haust í alþjóðadeildinni í Landakotsskóla. Hún er tólf ára gömul og sleppir sjöunda bekk þar sem sjötta og sjöunda bekk var kennt saman síðasta vetur í alþjóðadeildinni og hún lauk við námsefni tveggja bekkja á einum vetri. Hún er alsæl í Landakotsskóla.

Fjarskiptasamband í Neskaupstað rofið í nótt

9 hours 11 min ago
Fjarskiptasamband verður rofið í Neskaupstað um tíma í nótt vegna nauðsynlegrar vinnu við búnað. Fram kemur í tilkynningu frá Mílu að verktími er áætlaður milli klukkan eitt eftir miðnætti til klukkan sex í fyrramálið.

50 verðmætustu vínilplöturnar

9 hours 24 min ago
Í geymslunni getur leynst fjársjóður því gamlar vínilplötur ganga kaupum og sölum. Nú hefur verið birt viðmiðunarverð fyrir helstu dýrgripi tónlistarsögunnar.

Jónas metinn hæfastur

9 hours 29 min ago
Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara metur Jónas Jóhannsson, lögmann og fyrrverandi héraðsdómara, hæfastan til að hljóta skipun í laust embætti dómara við Héraðsdóm Reykjaness.

West Seafood gjaldþrota

9 hours 42 min ago
West Seafood ehf. á Flateyri hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Bæjarins besta greindi frá því fyrir helgi en fram kemur í tilkynningu frá Frjálsa lífeyrissjóðnum að að fyrirtækið hafi verið úrskurðað gjaldþrota á fimmtudag og fyrrverandi starfsmönnum ráðlagt að gæta að réttindum sínum.

Dagur ræði um Sorpu og fleiri fyrirtæki

10 hours 2 min ago
Borgarstjórn samþykkti í kvöld tillögu um að fela borgarstjóra að taka upp viðræður um fyrirkomulag á rekstri og stjórnun sameiginlegra fyrirtækja sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu á vettvangi stjórnar og fulltrúaráðs SSH [Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu]. Minnihluti borgarstjórnar sat hjá að undanskildum Sósíalistaflokknum sem greiddi atkvæði með meirihlutanum.

Salan tvöfaldast milli ára

10 hours 8 min ago
Ef þú hyggst fara í framkvæmdir heima hjá þér og þig óar við að þurfa að kaupa allt nýtt gætu þessir sömu hlutir leynst í Efnismiðlun Góða hirðisins á Sævarhöfða. Þar eru meðal annars vaskar, bæði úr postulíni og stáli, úti- og innihurðir, hellur, timbur, gluggar og margt fleira sem gæti nýst útsjónasömum hagleikssmiðum.

Pages

Morgunblaðið